Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 24
6 sinnum 8 sinnum 10 sinnum 40 sinnum Prismasjónaukinn hef'ur náð miklum vinsældum og útbreiðslu. Mikið úrval af þessuin sjónaukum, gerðiun í Japan, er víða framleitt, og verðið er hagstætt, en sjónaukar gerðir í verksmiðjum, sem náð hafa frægð, kosta allt að því tífalt meira. Hvers virði eru þessir sjónaukar þá? Sá sem ætlar að kaupa sér sjónauka, á í rauninni úr ámóta vöndu að ráða og sá sem ætlar að kaupa Ijósmyndavél eða smá- sjá. Á þessum japönsku tækjum og hinum langtum dýrari, til dæmis þýzkum, sést enginn verulegur munur, fljótt á litið. Hví þá ekki að kaupa það sem ódýrara er? Við skulum athuga málið. Því er þannig varið, að sjóntæki, hverju nafni sem nefnast, eru því betri sem þau eru dýrari. Verðmunurinn er ekki blekking, heldur munur á gæðum. Ef nota skal sjónauka til vísindastarfa, eða við siglingar á höfum, eða flug, þá er það áríðandi að tækið bregðist ekki, hvorki í smáatriði né hinum stærri, on hvernig sem á kann að standa, og þá duna ekki önnur en hin beztu og dýrustu. Verið viss um að forrrtanni vísindaleiðangurs til Grænlands mundi aldrei koma til hugar að spara nokkur þúsund krónur á þvf að kaupa lélega sjónauka fremur en af vönduðustu gerð. En venjulenum ferðamanni er ekki jafn mikill vandi á hönd- um. Japönsk fyrirtæki tvö: Kowa on Nikon, framleiða sjónauka sem dugað geta hverjum ferðamanni, fyrir meðalverð. Hið sama má seg:a um þýzkar verksmiðjur,- Beck, Hertel & Reuss og Keiner, svo að nokkrar tegundir séu nefndar. Odýru sjónaukarnir japönsku eru samt fullgóðir handa þeim sem lítið ætla að nota sjónauka, og ekki til neins sem miklu máli skiptir. Kaupandinn kann þá að fá sér þetta tæki við eitt- hvert sérstakt tækifæri, lítur svo aldrei í það framar, ef til vill. Þá má hann hrósa happi að hafa ekki kostað miklu til. Aðrir eru sífellt að horfa í sjónaukann sinn, og þá skilst þeim alltaf betur og betur hve ófullkomið tæki þetta er, sem þeir hafa glæpzt á að kaupa. Og svo þegar þeim gefst tækifæri á að bera þennan ódýra sjónauka saman við annan af beztu gerð, una þeir því ekki lengur að hafa svo ófullkominn sjónauka, og fá sér þá annan betri — hvað hann kann að kosta. Til er tvennskonar gerð af sjónaukum. Hinn ein- faldasti er leikhúskíkirinn, en í honum er eitt stækk- unargler og annað sem minnkar — eða safngler og dreifigler. Sjónaukar slíkir sem þessir stækka í mesta lagi þrefalt, þeir eru hafðir litlir og eru venjulega mjög ódýrir. Önnur tegund sjónauka eru stjörnusjár. í þeim eru tvö stækkunargler, og svo hið þriðja sem haft er til þess að snúa myndinni við, annars myndi hún standa á höfði. í stað þriðja stækkunarglers má nota tvo glerstrendinga og jafnframt því stytta sjónaukann, því glerstrendungarnir „fella" saman hina hæfilegustu fjarlægð milli glerjanna tveggja inni í sjónaukanum. 24 VIKAN 33- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.