Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 12
Robert Blossom var hugsjóna- maður, Robert Blossom hafði alitaf verið hugsjónamaður. Sjö ára að aldri tók hann þá óhagg- anlegu ákvörðun að verða mik- ilmenni og gera eitthvað göfugt sem halda myndi nafni hans á lofti um eilifð. Hefði tækifæri gefizt hefði hann helgað sig þeirri göfugu hugsjón að frelsa þrælana. Því miður höfðu þrælarnir þegar verið frelsaðir. Þess vegna beindi hann athygli sinni að siðferðis- lega örvandi bókum og komst fljótt að því af lestri sínum að skylda hans var að vinna að umbótum í fangelsismálum. Hann tók það mjög nærri sér þegar faðir hans sagði honum að aðstæðurnar í fangelsum nú- tímans jöðruðu við hóglífi. — Þeir fá allt sem þeir vilja! Allt! Útvarp, ókeypis kvik- myndasýningar, fataböggla, þægileg rúm. Það er miklu lík- ara dýrum klúbbi en dýflissu nú til dags. Næst fá þeir sjálfsagt að hafa konurnar hjá sér. Heim- ili að heiman — og allt borgað með sköttunum mínum! Engir ungir drengir urðu leng- m- að hafa ofan af fyrir sér með að sóta reykháfa, svo hægt væri að bjarga þeim frá sínu grimm- úðlega hlutskipti, engir munað- arleysingjar, sem sultu til bana í verksmiðjum. Engir hlekkja- fangar. Ef til vill vajr mikið ógert fyrir ógiftar mæður, en á sínum yngri árum var Robert ekki viss um hvað ógift móðir var né hvers konar hjálpar hún þarfnaðist. — Hvernig lízt þér á að verða bókari? spurði faðir hans eftir að hafa rætt við skólastjóra Ro- berts, og frétt að honum væri sýnt um vaxtareikning. — Mér lízt ekki á það, sagði Robert. Meðan hann var enn í skóla kom þjóðernishvatningin og hans eigin lífsskoðun honum til að finnast æskilegt hlutskipti að sigra hina illu nasista og gera Bretland að hæfilegum stað hetja. Þegar hann óx úr grasi hafði hins vegar einhver annar lokið því verki fyrir hann líka — að minnsta kosti fyrri hluta þess. Sótthreinsunin hafði uppgötv- azt, svæfingarlyf höfðu verið fundin upp, penicillinið var komið fram. Robert hélt áfram að leita að einhverju kærleiksverki, ein- hverju ranglæti, sem hægt væri að lagfæra. Það var andstyggi- legt að svo lítið ranglæti skyldi vera eftir í heiminum, en hann var sannfærður um að hann myndi að lokum finna eitthvað við sitt hæfi. — Frændi þinn vill taka þig fyrir bókara, sagði faðir hans. — Ef þú stendur þig vel geturðu orðið hluthafi hjá honum. — Hugsaðu þér bara, sagði móðir hans. Robert hugsaði sér bara og hann sagði: — Eg vil ekki verða bókari. — Þú getur hagnazt vel á því. — Peningar skipta ekki öllu máli, sagði Robert. Skelfingu lostnir tóku foreldrar hans að gera sér í hugarlund að hann væri umskiptingur. Uppreisnar- maður og trúníðingur hafði ráð- izt inn á heimili þeirra. — Pen- inga, sagði hann og gerði sitt bezta til að nísta hjörtu þeirra, — ætti aðeins að nota til þess að dreifa gleði meðal sem flestra. — Bókarar gera marga ham- ingjusama, sagði faðir hans veiklulega. •— Sérstaklega þegar þeir spara þeim fjárútgjöld. En Robert var ekki nógu barnalegur til að ímynda sér, þótt hann væri hugsjónamaður, að hann gæti einn síns liðs kveð- ið niður allan þann skara, sem til var af skattheimtumönnum og öðrum kúgurum hinna fátæku og þurfandi. Hann ætlaði að bíða síns tíma. Fyrr eða síðar myndi hann fá köllun. Meðan hann var í skóla tók hann að hafa áhuga fyrir tón- list. Á margan hátt svalaði hún framgirni hans. Hún kom hon- um til að hugsa hátt og af há- um hugsunum kviknuðu miklar dáðir. Vel mögnuð symfóníu- hljómsveit gerði hann beinan 1 baki og styrkti hann. Beethoven jók honum þrótt og Tchaikovsky knúði hann áfram. Þegar Eroica symfónían umlukti hann varð hann hetja. Bach gerði hann fínni og hreinni. Þegar hann heyrði Örlagasöng Brahms vissi hann að örlögin bjuggu yfir ein- hverju sérstöku honum til handa. Móðir hans kom honum í píanótíma. Eftir nokkur ár gæti hann leikið fyrir hana valin verk úr Tlie Desert Song og My Fair Lady. Robert hafði mikinn áhuga fyrir hljómmiklum píanósamleik, en þegar fram liðu tímar gerði hann sér ljóst, að til þess að hann hefði nokkra verulega ánægju af því myndi hann þurfa sextíu eða sjötíu aðra náunga í lið með sér. Það var ekki upp- örvandi. Veiklulegur píanóein- leikur hans stóðst ekki samjöfn- uð við gnýinn af heilli hljóm- sveit. Hann tók að æfa á hunda- vaði og svo hætti hann því al- veg. Hann kaus heldur að hlusta á stórkostleg hljóðin í höfðinu á sjálfum sér eða njóta tómstund- anna með tónlist af hljómplötum. Samt varð tónlistin honum til framdráttar. Hún jók honum viljastyrk. Einhvern tíma, ein- hvers staðar myndi hann finna sína sönnu köllun. Hann hélt höfðinu hátt hirti tannburstayfir- skeggið svo vel að það var æv- inlega eins og nýr tannbxu-sti — ekki af því taginu sem verður hirðulaust og sóðalegt af slæmri meðferð — og hughraustur þandi hann út bringuna. Það var útþanin bringa, sem dag nokkurn gaf honum hug- mynd. Eða öllu fremur nokkrar bringur, og engin þeirra hans eigin. Hann hafði, þegar hér er kom- ið, unnið tvö ár sem aðstoðar- framkvæmdastjóri í kjólaheild- sölu, því faðir hans þekkti mann, sem þekkti mann, sem var fús að taka hann til reynslu. Hann bjó enn hjá foreldrum sínum, en nú hafði hann sitt eigið baðher- bergi, sinn eigin síma, sinn eigin smábíl. Bíllinn var 1 bílskúrnum mestan hluta vikunnar — það var ógerningur að aka honum um Lundúnaborg. Einu sinni hafði Robert farið á bílnum til vinnunnar. Honum fannst umferðaþröngin svo skelfileg að honum flaug í hug að helga það sem eftir væri æv- innar því göfuga hlutverki að leysa umferðarvandamál borgar- innar, en til þess hefði hann orð- ið að verða samgöngumálaráð- herra og til þess hefði hann orð- ið að komast í framboð við þing- kosningar, inn í þingið og inn í stjórnina og vinna sig upp og sú hætta var yfirvofandi að hann yrði settur í utanríldsþjón- ustuna og þegar allt þetta væri komið í kring, yrði umferðin orðin svo æðisgengin á götum Lundúnabergar að það yrði hvort sem er orðið of seint, að gera nokkuð við því. Svo Robert komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði að láta þetta einhverj- um eftir sem hefði forskot. En það var ekki sjáanlegt að þessi einhver hefði komið að gagni enn, sem komið var. Hann fór til Oxford Circus í neðanjarðarlestinni. Eins og hver annar eðlilegur karlmaður virti hann fyrir sér brjóstahaldaraaug- lýsingarnar við hliðina á upp- lyftunni um morguninn og brjóstahaldaraauglýsingarnar á niður-lyftunni á kvöldin. En dag nokkurn stóð hann sig að því að skoða þessar auglýsingar frá nýju sjónarhorni. Stúlka í lufsulegri peysu var á leiðinni niður, rétt sem hann var að fara upp. Hann kom auga á hana — eða réttara sagt hann kom auga á peysuna hennar. Hann sá hvar hún þandi út í peysuna og þessi fjarstæða tvístefna á þenslunni var fagur- fræðileg andstyggð. Hún ætti svo sannarlega að gera eitthvað við þessu; við þau. Stúlkan starði á Robert um leið og hún þaut niður, hann flýtti sér að líta undan og ósjálfrátt grandskoð- aði hann brjóstahaldarana alla leiðina upp. Ekki einn einasti af öllum þessum módelum hefðu hjálpað þessari vesalings stúlku hætishót. Djúp klaufin í einum hefði gefið henni alltof mikla breidd. Herpingurinn í þeim næsta hefði kæft hana, og flest- ar þessar flissandi stelpur á myndunum voru of mjóar og brjóstalitlar hvort sem var. Framleiðendurnir voru einfald- lega ekki réttlátir. Þetta vék ekki úr huga Ro- berts það sem eftir var vikunn- ar. Hann stóð sjálfan sig að því að gjóta augunum laumulega til stúlknanna í sýningarsölum heildverzlunarinnar, í verzlunum og veitingastöðum. Hann gaut hornauga — skoðaði — starði. f Greek Street varð hann sér úti um vingjarnleg bros, í Bond Street munaði minnstu að hann væri handtekinn. Hann grandskoðaði naktar styttur, það var ekki mikið af þeim í London, það er borg sem er hrifnari af generálum og frakkaklæddum stjórnmála- mönnum. Robert fór í National Gallery og til The Tate. Hann var ekki lengi á síðarnefnda staðnum: fæstum höggmyndanna þar hefði verið nokkur lijálp í V_ Framhaldssaga eftir John Burke 1. HLUTI Copyright: John Burke 1968 "'s 12 VTKAN 3S- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.