Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 47
Það er líka hægt að áorka miklu með einföld- um hlutum, eins og t. d. góðu báði. Þegar farið er út að skemmta sér, er gott að fara í vel heitt bað og síðan í vel kalda sturtu, og það er eins og öll þreyta og spenna hverfi úr líkamanum. Áður en farið er að sofa er gott að liggja í hæfi- lega heitu baði með góðu baðsalti og finna hvernig losnar um alla vöðva og þægileg þreyta kvíslast um allan líkamann. Þó er gott að fara beina leið ( rúmið og svefninn lætur sjaldan standa á sér. -> ;A. Sofið ykkur fallegar! Suma morgna vaknar maður útsofinn og þá er eins og allt sé bjartara umhverfis mann. Öll morgunverk verða léttari, venjulega verður þá fallegasti kjóllinn fyrir valinu, nægur tími virð- ist vera til að mála sig vel og vandlega. Þá segir venjulega einhver sem svo: En hvað þú lítur vel út ( dagl Aðra morgna er eins og allt gangi á aftur- fótunum. Þá er vaknað seint eftir hálfsvefnlausa nótt, þegar vandamál dagsins hafa fylgt bæði svefni og vöku. Það þarf varla að líta í spegil- inn til að vita, að munnvikin snúa niður á við og að ekkert púður og engin málning, hversu góð sem hún er, gæti gert það kraftaverk að gera okkur fallegar. Þann dag Kfgum við ekki upp á tilveruna. Of lítill svefn verður til þess, að óregla kemst á alla líkamsstarfsemi og við getum ekki mætt næsta degi með þeim önnum og áhyggjum, sem óhjákvæmilega fylgja flestum dögum, því miður. Það er misjafnt, hve mikill svefn er nauðsynleg- ur, bæði hvað hver og einn þarf eðlilega og sömuleiðis því, hvernig manneskjan er fyrirköll- uð á hverjum tíma. Ef þið eruð þannig gerðar, að minna er níu tíma svefn nægir ekki, verðið þið að sjá til að fá hann á einhvern hátt, og standi þannig á, að þið þurfið meiri svefn á einum tlma en öðrum, vegna lasleika, þreytu eða annars, verður að breyta lifnaðarháttunum þann tlma ( samræmi við það. Það er líka áríðandi að rúmið sé gott. Þreytt bak verður enn þreyttara af of mjúkri dýnu. Dýnan verður að vera þétt og bein, en þó ekki of hörð til þess að svefninn verði þægilegur. Bezt er að venja sig á að hafa lágt undir höfð- inu, a. m. k. losnar maður þá frekar við hrukk- ur á hálsi og undirhökul Verið í góðu skapi! Útlitið sýnir greinilega skapið. Þið hafið sjálf- ar séð, hve vel þið lítið út, þegar þið eruð ánægðar og glaðar, og hvernig allt verður slapp- ara og daufara, þegar þreytan sækir á. Tilfinn- ingarnar hafa ekki aðeins áhrif innvortis, held- ur Kka útvortis; þær hafa á valdi s(nu alla vöðva- starfsemina, sem aftur stjórnar svipbrigðum okk- ar, hreyfingum, því hvernig við göngum eða stöndum. Enginn getur alltaf verið í góðu skapi, en það er hægt að hafa töluvert vald á slæmu skapi. Slæmt skap eitrar alla tilveruna, konan verður Ijót af því að rífast og hata aðra — og hún fær poka undir augun af gráti og leiða. Þunglynd, óróleg og taugaóstyrk kona ætti að segja við sjálfa sig: Ég er þreytt og illa fyrir- kölluð, svo að ég verð að gæta mín vel. Börn- in mín, maðurinn minn og fólkið sem ég um- gengst eru ekki hugsanalesarar. Það eina sem þau sjó, er að ég er í vondu skapi og leiðinleg. Óvingjarnlegt tillit, ergileg rödd, illt umtal, allt nægir þetta til að skapa kuldalegt andrúmsloft kringum mig. Þannig er líka hægt að koma af stað smitandi skapvonzku og illvilja — einn læt- ur það bitna ó öðrum, sem hann hefur orðið að þola. Leikurinn: Verið kátar! Það er auðvelt að láta neikvæðar hugsanir ná tökum á sér, t. d. með því að bera sig saman við aðra, sem eru ríkari eða hamingjusamari. En við nánari umhugsun, er alltaf eitthvað, sem við eigum betra en aðrir og vildum ekki missa. — Polyanna litla var skynsöm stúlka. Þegar illa lá á henni, fór hún að leika leikinn „Vertu kát". Það sést á hverri manneskju hvort hún hugs- ar jákvætt, þótt ekki sé nema á augnsvipnum. Allir verða Ijótir af neikvæðum hugsunum. Horf- ið, bara stundarkorn á einhvern, sem er að tala illa um fólk — hvernig munnsvipurinn verður kaldur og harður, augun lítil og röddin breytist. Hlægið meira! Hjá unglingunum er lífið spennandi og ævin- týrið bíður við næsta horn. Þeim er hláturinn eiginlegur. í heimi fullorðinna er ekki mikið rúm fyrir hlátur. Oftast er hlegið að einhverjum, en ekki með honum. Brosið ætti að fylgja manni ævinlangt. Ekkert auðveldar fremur samband manna á milli. Hugsið um röddina! Þetta getur ekki verið ég, hugsa flestir ( fyrsta skipti, sem þeir heyra sjálfa sig á segulbandi. Fæstir þekkja röddina sína og hlusta á hana eins og rödd ókunnugs manns. Það er sannarlega lærdómsríkt. Þá heyrir fólk fyrst ýmsa galla á framburði slnum, hvort það endurtekur orð og setningar aftur og aftur, hvort það talar of mik- ið eða Iftið, of hratt eða hægt eða ógreinilega. Flestir halda sjálfsagt að þeir tali með mjúkri og hljómfagurri rödd, en heyra svo kannski, að hún er há og skerandi. Sá, sem hefur heyrt og gert sér Ijósa þá galla, sem eru á rödd hans, reynir ábyggilega að laga þá eftir mætti og að bera orðin vel fram, sérstaklega ef hann rifjar upp ( huga sínum, hvernig það fólk talar, sem hann sjálfur heyrir, að hefur Ijóta rödd. Það er ekki síður áríðandi fyrir konu að hafa góða rödd og tala og hlæja fallega en karlmann, en því miður eru staðreyndirnar þær, að konur beita röddinni miklu oftar á rangan hátt. en þeir. Gangið fallega! Kona, sem hefur fallegt göngulag nýtur allt- af aðdáunar, alveg óháð aldri eða útliti. Göngu- lag er mikið hægt að laga, m. a. gera tízkuskól- arnir það. Venjulega er þó eitthvað eftir af upp- runalega göngulaginu, enda er það áberandi arf- gengt, eins og flestir kannast við. Gamalt og gott ráð er að ganga um með bók á höfðinu til þess að laga göngulagið. Þannig réttir konan úr bakinu, teygir hálsinn og horfir beint fram — þegar það er fengið, kemur hitt eins og af sjálfu sér. Hún dregur þá magann inn, slakar á öxlun- um og stillingin verður eins og hún á að vera. Gangið með fæturna vel saman, látið hnén næst- um mætast ( hverju spori og reynið að vera hvorki útskeifar né innskeifar — trúið mér, það er vel hægt að venja sig af slíku. Gerið eitthvað óvenjulegt! Dag eftir dag göngum við sama hringinn, ger- um allt sama í smáu sem stóru — göngum sömu leiðina, hittum sama fólkið — þar til allt verð- ur svo hversdagslegt og heimurinn svo þröngur og Iftill. Það er ótrúlega upplyftandi að gera stundum eitthvað annað en venjulega. Hugsið bara um hve öðruvísi manni líður eftir sumar- fríið. Því ekki að hafa einhverja tilbreytni þótt ekki sé sumarfrt? Tilbreytni er eins og andlegt bætiefni — bætiefni, sem gerir konur fallegar. * Þetta er dálítið sýnishorn af vetrartízkunni, sem kom fram í París í haust. Á efri myndinni sýnir einn af nýjustu og frumlegustu tízkuteiknurun- um þar, Jean-Marie Armand, síðan, svart-hvítan kjól, í laginu eins og öfugur túlipani. Annars notar hann mest barnalitina Ijósblátt og Ijósbleikt. Kjólar hans þykja sjálfstæð listaverk, þótt þeir gegni hlutverki sínu sem kjólar þar að auki ágæt- Framhald á bls. 49. “■ VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.