Vikan - 12.09.1968, Page 3
r
á
VIKU BROl
IPISSARIVIKU
Bls. 4
Bls. 8
BIs. 10
Bls. 12
Bls. 14
Bls. 16
Bls. 19
Bls. 20
Bls. 24
Bls. 28
Bls. 30
Bls. 48
PÓSTURINN ..........................
ÞAIl HLÆJA ÞEIR JAFNVEL AÐ BÍLAÁREKSTR-
UM .................................
HÚN EKUR MANNI SÍNUM í HJÓLASTÓL....
DÓMARINN..........................
NÝTT FÓLK — NÝR STÍLL ..............
ENDUR FYRIR LÖNGU VIÐ ÁRBÆ..........
MUNKUR SATANS í IIÖLL KEISARANS ....
ALÍSA ..............................
EUSEBIO — DÝRASTI KNATTSPYRNUMAÐUR í
IIEIMI .............................
EFTIR EYRANU........................
SÆLURÍKI FRÚ BLOSSOM ...............
VIKAN OG HEIMILIÐ ..................
VÍSUR VIKUNNAR:
í vindinum haustsins harpa stynur
og húmið í borginni þéttist
og yfir landinu lágu víða
lægðir er síðast fréttist.
Vötnin leggur og veður breytast
er veturinn sezt að stóli
til norræna hússins vor hugar leitar
að huggun og andlegu skjóli.
ÞAÐ STOÐ í BLAÐINU
„Konurnar sem tóku ánamaðkana úr garðinum við Langholts-
veginn eru vinsamlega beðnar að skila þeim þangað aftur.
Húseigandi tekur við þeim milli kl. 12 og 1 e. m. (Venjulegum
tínslutíma).“
FOBSlÐAN:
V
18. þ. m. fer fram á Laugardalsvellinum knattspyrnukapp-
leikur milli Vals og portúgalska liðsins Benfica. Þetta verður
áreiðanlega leikur ársins. Með Benfica leikur meðal annars
frægasti og dýrasti knattspyrnumaður heimsins —■ Eusebio.
Forsíðumyndin er af honum og á bls. 24—27 skrifar Bergur
Guðnason grein um hann.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorlcifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr.
ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst.
„Vinur hans, sem hann bjó
hjá í Blackpool, ráðgerði að
flytjast til Nýja Sjálands.
Fred ákvað að fara þangað
með honum. Öllum undir-
búningi undir ferðina var
lokið, þegar Júlía birtist allt
í einu í dyrunum.
Hún sagðist vera komin til
að sækja John litla. Hún
kvaðst nú eiga lítið en snot-
urt heimili og vilja hafa John
hjá sér í framtíðinni. Eg sagð-
ist vera orðinn því svo vanur
að hafa strákinn hjá mér, að
ég mætti ekki hugsa til þess
að sjá af honum. Auk þess
værum við að flytjast til
Nýja Sjálands. Ég gat ekki
betur séð en hún elskaði mig
enn. Þess vegna sagði ég:
Hvers vegna kemurðu ekki
með okkur? Getum við ekki
byrjað nýtt líf og verið ham-
ingjusm eins og í gamla daga?
Hún hristi höfuðið. Hún vildi
aðeins fá John. Við rifumst,
en síðan stakk ég upp á, að
John yrði sjálfur látinn
ákveða hjá hvoru okkar
hann vildi vera.
Ég kallaði á John. Hann
kom hlaupandi og tók utan
um hnén á mér. Er mamma
komin til okkar? spurði hann
og ljómaði af ánægju. Ég
svaraði því neitandi og sagði,
að hann yrði að velja, hvort
hann vildi heldur vera hjá
mér eða henni. Hann sagðist
vilja vera hjá mér. Júlía
kvaddi og fór. En um leið og
dyrnar lokuðust, tók John
til fótanna og hljóp á eftir
henni. . . . “
Þetta er kafli úr SÖGU
BÍTLANNA eftir Hunter
Davis. Saga þessara frægu
fjórmenninga birtist nú í
vikublöðum um allan heim.
VIKAN hefur fengið einka-
rétt á henni hér á landi og
fyrsti hlutinn birtist í næsta
blaði.
I
36. tbi. VIKAN s