Vikan


Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 12.09.1968, Blaðsíða 13
Einu sinni þekkti ég mjög strangan dómara. Hann hét Thomas de Maulan og var af lág- aðli. Ilann ákvað í stjórnartið Mac-Mahons að helga sig lögfræðistörfum í þeirri von að geta orðið dugandi maður í embætti í nafni konungsins. Skoðanir sínar áleit hann óvéfengj- anlegar, enda hafði hann aldrei hvikað frá þeim. Því óðar er maður hvikar frá skoðun sinni, birtist. honum nýtt sjónarmið og þá skilst honum um leið, að hann hefur vaðið í villu. Hann var héraðsdómari í smábænum X, þar sem hann átti þá heima. Hann vakti manni virðingu, og jafnvel nokkra samúð. Hann var hár vexti og horaður, hörundið strengt að beini, andlitið gulleitt. Hann kallaði sig herra Thomas, ekki vegna þess að hann liti niður á aðalstign sína, heldur vegna þess að honum fannst sem hann mundi kafna undir nafni, ef hann hefði þann titil, sem hann var borinn til. Ég hef umgengizt hann nóg til þess að geta fullyrt að mannkostirnir svöruðu til þess sem ráða mátti af útlitinu, og þó að maðurinn væri næsta skaplítill og ekki sérlega gáfaður, var honum nóg göfugmennska í blóð borin. Sjálfur trúði ég því að hann væri vammlaus maður. En eftir að ég hafði séð hvernig hann stóð í stöðu sinni sem rannsóknardómari, varð mér það ljóst, að skyldurækni hans var slík, að það gerði réttdæmi hans að engu og villti um fyrir honum. Hann var með afbrigðum guðhrædd- ur, og hugtökin synd og afplánun voru honum miklu nærtækari, en hugtökin glæpur og refsing, og það var auðséð að refsingarnar, sem hann dæmdi menn til, áttu að hans dómi að vera þeim til afbötunar, fremur en typtingar. Iiann áleit að mannleg réttvísi væri ímynd guðlegrar réttvísi, þó daufari væri. í barnæsku hafði honum verið kennt að trúa því að þjáningin væri guðs gjöf og sjálfsagt að hver sá fengi á henni að kenna, sem rangt hafði aðhafzt. Honum var ljúft að dæma menn til refsingar. Manngæzka hans fékk þá fyrst notið sín. Sjálfur lét hann aldrei hjá líða, að þakka guði fyrir hverja sína meinsemd, smáa og stóra, jafnt tannverk sem lifrarbólgu, en þetta áleit hann vera refsingar sendar sér af guði svo hann mætti afplána erfðasyndina og ávinna sér eilífa lausn frá henni, og nákvæmlega hið sama gekk honum til að dæma flakkara í fangelsi og til typtunar, það gerði hann af góð- mennsku svo þeim mætti auðnast yfirbót synda. Ur barnalærdómi sínum dró hann nokkurs- konar heimspeki lögmálsins, og hve illa sem hann í rauninni kom fram, stafaði það aldrei af neinu nema heiðarleik og hjartans einfeldni. Rangt hefði verið að kalla hann grimman. En vel hafði mátt til sanns vegar færa að hann væri ekki miskunnsamur heldur. Hann vissi of lítið um mannlega þjáningu, gerði sér ekki ljósa grein fyrir þessu, þekkti það ekki heldur af eigin raun. Hugmyndir hans um það voru einvörðungu fræðilegar. Hann hafði nokkurs- konar dulrænt dálæti á fangelsum, og einu sinni sýndi hann mér með öllum merkjum um mikla innri fullnægingu og gleði nýtt fangelsi sem hafði verið byggt innan lögsagnarumdæm- is hans, hvítt, hreint, þögult og skelfilegt hús, Þar sem fangaklefarnir voru í hvirfingu um- hverfis stofu fangavarðarins í húsinu miðju, eins og í kringlóttum turni. Þetta var engu líkt nema rannsóknarstofu sem reist hafði verið af vitlausum mönnum í þeim tilgangi að gera aðra vitlausa. Og vissulega hafa það verið vitleysingar af verra tagi, þessir menn, sem að þessu stóðu, og ætluðu sér með því að betra glæpamenn, en ekki varð með neinu móti séð, að neitt mundi af því hafast nema forheimskun þeirra og spilling. Herra Thomas var á öðru máli. Hann horfði þegjandi en með innilegri ánægju á þessa hrelling. Hann gerði sér sem sé sínar sérstöku hugmyndir um þetta, hann áleit að fangi væri aldrei einsamall því guð væri hjá honum. Og hann sagði af þeirri djúpu rósemi hjartans sem rétt breytni veldur: „Ég hef sent fimm eða sex syndara fram fyrir auklit skapara þeirra og æðsta dómara. í öllum heimi er ekkert hlutskipti öfundsverðara en þeirra." Þessum dómara var fyrirskipað að halda réttarpróf í ýmsum málum og m.a. einu sem kennari nokkur var við riðinn. Á því tímabili var yfirlýstur ófriður milli klausturskóla og rikisskóla. Fyrst höfðu lýðveldissinnar sýnt fram á þekkingarleysi og hrottaskap munkanna, en þeir létu ekki standa á svari og sögðu kenn- ara nokkurn við ríkisskóla hafa sett barn upP á glóandi kolaofn. Aðallinn tók þetta trúan legt án rannsóknar. Og var þetta atvik útmálað sem gaumgæfilegast, svo úr varð mikill æs- ingur, og barst málið í hcndur réttvísinnar. Herra Tliomas, svo heiðarlegur sem hann var, hefði ekki látið ofstæki hlaupa með sig í gönur, ef hann hefði vitað að þetta var af ofstæki gert. En í stað þess áleit hann að engum gengi neitt til nema samvizkusemi, og auk þess áhugi á guðlegum málefnum. Honum þótti það vera skylda sín að veita viðtöku ákæruskjal- inu gegn ríkisskólanum, og gætti þess ekki hve ókafur hann var sjálfur að mega veita þessu fulltingi. Það er óhætt að segja að hann hafi fylgt því fram af mestu nákvæmni og samvizku- semi. Hann stjórnaði vitnaleiðslum í samræmi við hinar viðteknu aðferðir réttvísinnar, og árangurinn varð hinn furðulegasti. Börnin þrjátíu úr bekknum svöruðu fyrst illa, síðan skár, seinast ógætlega. Eftir einn mánuð voru svör þeirra orðin svo góð, að ekkert bar á milli, heldur fengust þrjátíu vitnisburðir fyllilega samhljóða, og þessi börn, sem fyrst höfðu sagt að þau hefðu ekki séð neitt af þessu, lýstu því nú yfir hátt og skýrt og öll með nákvæmlega hinu sama orðalagi, að þau hefðu séð barnið sitja með beran rass á glóandi heitum ofni. Herra Thomas þóttist hafa sigurinn í hendi sér, en þá kom kennarinn til skjalanna og tókst að sanna það fyllilega að enginn ofn væri í skólastofunni, og hefði aldrei verið. Þá komu vöflur ó herra Thomas, og fór hann að gruna að ekki væri allt með felldu um vitnaleiðsluna. En ekki datt honum í hug, að það væri hann sjálfur, sem hefði lagt börnunum orð í munn. Ákveðið var .að framfylgja ekki vitnaleiðslum frekar en orðið var. Kennaranum var sleppt með harðorðri viðvörun og honum fyrirskipað að hafa betri hemil á bræði sinni og fauta- skap framvegis. Börnin úr klauslurskólanum komu hvert með sína blístru og blístruðu ákaft honum til háðungar fyrir utan skólann, sem hann kenndi við. Hvar sem hann sást dundi á honum þetta smánaryrði: Rass-steikjari, Rass-steikjari, og það var hent í hann grjóti. Þegar skólastjórinn frétti þetta, samdi hann skýrslu, þar sem því var lýst yfir, að þessi kennari skyldi ekkert hafa yfir nemendum sínum að segja, og var honum svo sagt upp. Hann var iátinn fara til þorps nokkurs, þar sem töluð er mállýzka sem hann skilur ekki. En nafnið fylgdi honum. Hann er aldrei kallaður annað en Rass-steikjari. Þetta er hið eina orð í frönsku sem menn kunna þar á staðnum. Ég komst að því einu sinni þegar ég heimsótti herra Thomas, hvernig á því stendur, að| öll vitnin svöruðu svona eins og einum rómi. Þegar ég kom, var hann að yfirheyra vitni með aðstoð réttarritarans. Ég lét sem ég ætlaði að fara, en hann bað mig að doka við, því sér þætti Framhald á bls. 33. 1 þrjátíu ár bar nafn Ana- tole France, sem hét réttu nafni Jacques Anatole Thibault, hæst í frönskum bókmenntum. Hann hlaut mikla viðurkenningu gagnrýnenda, en hafSi einnig djúp áhrif á alþýðu manna. Síðan Voltaire leið hafði enginn franskur rithöfundur getið sér slíkan orðstlr sem hann. Anatole France fæddist í Par- ís 16. apríl 1844. Faðir hans var bóksali. Snemma kom í Ijós, að Anatolc var miklum gáfum gæddur, og var hann því sett- ur til mennta. Hann las reiðinn- ar ósköp, en fékkst lítið við skriftir á æskuárum sínum. Hann hafði ofan af fyrir sér með því að semja slagorð fyrir auglýsingafyrirtæki og skrifaði vikulega greinar fyrir blaðið Univers Illustré. Hann orti ljóð fyrir sjálfan sig, en birti þau ekki. Það var ckki fyrr en 1881, þegar hann var orðinn 37 ára gamall, sem fyrsta skáld- saga hans kom út. Hún hét Glæpur Sylvester Bonnard og hlaut góða dóma. 1883 kynntist Anatole France Arman dc Caillavet. Hún var gáfuð kona og framgjörn og átti marga vini meðal leiðandi stjórnmálamanna þessa tima. Vinátta hcnnar og France hélzt alla ævi, og hún hvatti hann ákaft til þess að helga sig rit- störfum. Ilún átti mestan þátt í að gera hann að frægasta rit- höfundi Frakklands á sfnum tima. Ilann tileinkaði henni eina af bókum sinum með þess- ulm orðum: ,,Til Arman de Caillavct. Þcssi bók hefði ekki verið skrifuð nema mcð henn- ar hjálp. Án hennar mundi ég enga bók skrifa.“ Frægð Ana- tole France fór stöðugt vax- andi, og bækur hans urðu alls fimmtiu. Hclztu verk hans cru: Tais, P-uða liljan, Eyja mörgæsanna, ppreisn englanna, Pétur litli ,g ævisaga Jóhönnu af Örk. í upphafi ferils síns var Ana- tole France kaldhæðinn, mein- yrtur og efagjarn. En í kring- um 1900 tóku skoðanir hans að breytast. Hann fékk samúð með þeini öflum, sem vildu stuðla að auknum framförum og bætt- um lífskjörum. Ilann varð rót- tækari með árunum og tók sér ^ loks stöðu í hópi byltingarsinna. ZHann kom mjög við sögu fræg- tnsl u málaferla, sem orðið hafa \í sögu Frakklands. Ilann gekk rfí lið með rithöfundinum Emil SZola og hjálpaði honum að Iverja liðsforingjann Alfred jDreyfus gegn ásökunum þeim, |sem á hann voru bornar. Þeg- ar fyrri heimsstyrjöidin brauzt lút, brugðust vonir Anatole ■France, og hann tók aftur að lefast um, að mannkyninu væri Iviðbjargandi. Hann lézt í Tours 13. októbcr 1935. 36. tw. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.