Vikan - 12.09.1968, Side 18
Um þessar mundir birtist í vikublöðum um allan heim úrdráttur úr bókinni SAGA BÍTLANNA
eftir Hunter Davis, sem kemur út í næsta mánuði. VIKAN hefur fengið einkarétt á birtingu
SÖGU BÍTLANNA hér á landi og hefst hún í næsta blaði. Þetta er í fyrsta skipti sem saga
Bítlanna birtist almenningi, skráð eftir þeim sjálfum.
Fjórmenningarnir frá Liverpool lögðu undir sig heiminn á örskömmum tíma og hefur
síðan tekizt aö halda vinsældum sínum, hvað sem síðar verður. Þeir hafa öðlazt meiri
frægð en nokkrir aðrir einstaklingar. Saga þeirra er í rauninni ótrúlegt ævintýri, sem óvíst
er að endurtaki sig í bráð. Bítlaæðið svonefnda, sem þeir voru upphafsmenn að, er með
einkennilegri fyrirbærum, sem gerzt hafa á okkar dögum.
í fyrsta hlutanum segir frá heimaborg Bítlanna, Liverpool, — jarðveginum, sem þeir
eru sprottnir upp úr. Síðan eru rakin bernsku- og uppvaxtarár Johns Lennons, en hann
ólst upp við mjög erfiðar aðstæður.
Fylgizt með SÖGU BÍTLANNA frá upphafi.
18 VIKAN 36-tbl