Vikan - 12.09.1968, Side 20
RASPUTIN
MÚNKUR SATANS í
HÖLL KEISARANS
ust af mælsku og trúarhita Ras-
putins. Hann hlaut viSurkenn-
ingu sem „starets", óprestlærður
maður, sem fékk að ganga í
munkaklæðum og hafði réttindi
til að vera skriftafaðir og and-
legur leiðtogi.
Hinn 14. nóvember 1905 var
hann í fyrsta sinn kynntur fyrir
keisarafjölskyldunni. Atburðar-
ins er getið í hinni nákvæmu
dagbók Nikulásar keisara II. með
þessum orðum: „Við höfum
kynnzt þjóni drottins, Gri-
gorij frá Tobolsk-héraðinu.“
HÆFILEIKAR
Á SVIÐI DÁLEIÐSLU
Þessi „þjónn drottins" tryggði
sér þegar örugga stöðu við hirð-
ina, af því að í ljós kom, að
honum tókst það sem dugmestu
læknum Rússlands hafði ekki
tekizt: að stöðva blæðingar hins
unga eríingja krúnunnar. Tsare-
vitsj var fyrsti sonur keisara-
hjónanna. Hann fæddist 1904, en
áður höfðu hjónin eignazt fjór-
ar dætur. Hann þjáðist af sjald-
gæfum blóðsjúkdómi. Það er
engum vafa bundið, að Rasputin
beitti dáleiðslu, þegar hann
læknaði drenginn. Rannsóknir
síðari tíma, sem meðal annars
koma fram í bókinni „Nikulás
og Alexandra" eftir Bandaríkja-
Heimili Rasputins í Lcningrad. Húsið
manninn Robert K. Massie, leiða
í ijós, að róandi áhrif geta ein-
mitt hjálpað til að stöðva slíkar
blæðingar.
Staða Rasputins við hirðina
varð enn sterkari árið 1912, þeg-
ar sonur keisarans veiktist al-
varlega af innvortis blæðingu.
Þegar reiðarslagið kom, var
Rasputin staddiu- í Síberíu, en
keisarafjölskyldan við veiðar í
Póllandi.
Þegar í stað var sent eftir
Rasputin, og hann var fljótur að
notfæra sér aðstöðu sína. Hann
fullvissaði hina hjátrúarfullu
keisaradrottningu um, að sonur
hennar væri í engri hættu, svo
lengi sem hann væri við hirðina.
Nú gat Raspútin gengið út og
inn í keisarahöllinni eins og hann
vildi. Fátt bendir til þess, að
hann hafi markvisst stefnt að
því að ná völdunum í sínar hend-
ur. Hann vildi bara fá að vera
í friði og geta lifað í vellysting-
um pragtuglega. Og það gerði
hann svo að um munaði.
Með einfaldri „heimspeki“
sinni tókst honum að gera kyn-
ferðislegt siðleysi að dyggð. Rök-
semdafærsla hans var eitthvað
á þessa leið: Til þess að öðlast
frelsi, þurfa menn að fá fyrir-
gefningu. Og til þess að geta
fengið fyrirgefningu, þurfa menn
er nú venjulegt lciguhúsnæði.
Felix Jusupov, sá sem skipulagði samsærið. Myndin cr tekin af honum tvítug-
um. Hann lézt í útlegð í París, 27. septembcr í fyrra. Hann var á sínum
tíma áiitinn einn fríðasti og myndarlegasti maður í öllu Rússlandi.
Þeir sem hallast að þeirri
skoðun, að raunveruleikinn
sé miklu athyglisverðari og
óvenjulegri en skáldskapur,
geta nefnt líf, og ekki síður
dauða Grigorics Jefimovitsj
Rasputins sem dæmi um það.
Enginn bókaútgefandi með réttu
ráði hefði viljað gefa út skáld-
sögu um siðlausan bónda, sem
varð nánasti vinur og ráðgjafi
keisarafjölskyldunnar. Það er
líka mjög ótrúlegt, að honum
skyldi takast að halda stöðu
sinni við hirðina, þrátt fyrir
himinhrópandi hneyksli, sem
hann olli. Og ekki er síður lygi-
legt að hann skyldi lifa af marga
skammta af blásýru og skot í
hjartað, þegar nokkrir aðals-
menn höfðu ákveðið að ryðja
honum úr vegi.
Rasputin fæddist í þorpinu
Pokrovskoje, sem er austan við
Úralfjöllin, 1872, sama árið og
Alice prinsessa af Hessen, sem
síðar varð Alexandra keisara-
drottning af Rússlandi. Eftir-
nafnið er uppnefni, sem öll fjöl-
skyldan fékk vegna ósiðlegs líf-
ernis heimilisföðurins. Það er
leitt af rasputnik, sem þýðir
flakkari eða svallari.
Sonurinn fetaði í fótspor föð-
ur síns, lagðist í flakk og svall,
20 VIKAN 36- tbl'
stal hestum og lenti í slagsmál-
um. Hann komst í kynni við
einn af hinum illræmdu, rúss-
nesku sértrúarflokkum. Söfnuð-
urinn kallaðist Khlysty og fund-
ir hans enduðu ævinlega með ó-
stjórnlegu drýkkjusválli. Þessi
söfnuður hafði mjög slæmt orð á
sér meðal siðaðs fólks, og Ras-
putin gætti þess vel að hafa ekki
hátt um samband sitt við hann.
„ÞJÓNN DROTTINS“
Hann kvæntist 20 ára gamall
og eignaðist fjögur börn með
konu sinni, sem hét Praskovja.
Stuttu eftir giftinguna fór hann
í pílagrímsferð og flæktist alla
leið til Grikklands. Þegar hann
kom heim úr reisu sinni, sagðist
hann vera „þjónn drottins".
Hann hélt áfram flökkulífi sínu,
og 1903 kom hann í fyrsta skipti
til höfuðstaðarins, St. Péturs-
borgar. Einn af leiðandi mönn-
um kirkjunnar tók á móti hon-
um, því að orðrómurinn um
þennan syndara, sem hafði snúið
til betra lífernis og var orðinn
. „þjónn drottins" hafði borizt vítt
og breitt um landið. Tveimur ár-
um síðar komst hann í kynni við
Feofan, fyrrverandi skriftaföður
keisaradrottningarinnar. Feofan
og aðrir kirkjuleiðtogar heilluð-