Vikan - 12.09.1968, Qupperneq 24
EFTSR BERG GUÐNASON
nn
I
Hafi einhver hinna óteljandi áhugamanna um knattspyrnu ekki vitað hver Euse-
bio var áður en heimsmeistarakeppnin hófst í Englandi árið má fullyrða að
enginn í veröldinni, sem hefur séð knött, hafi gengið j)ess dulinn, þegar keppninni
iauk. Menn áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á mýkt, snerpu
og skothörku þessa þeldökka og riðvaxna Afríkumanns. Eusebio var hylltur sem
„Konungur knattspyrnunnar“ og arftaki Peles, hins brazilíska. Iíann varð marka-
kóngur keppninnar og skoraði m.a. 4 mörk í leiknum gegn Norður-Kóreu.
Þeim, sem fylgzt höfðu með alþjóðlegri knattspyrnu árin fyrir IIM 1966, kom
þessi framgangur Eusebios ekki á óvart. Lið Eusebios, Sport Lisboa e Benfica frá
Portúgal, hafði áunnið sér frægð áður en Eusebio hóf að leika íneð því árið 1961.
Með konm Eusebios til Benfica hófst frægðarferill félagsins samt fyrir alvöru, t.d.
vann Benfica Evrópubikar meistaraliða strax árið 1962 og lék þá til úrslita við
spænska liðið Real Madrid.
En víkjum nú sögunni að Eusebio sjálfum. Hann er fæddur árið 1942 í Mos-
ambique í NV-Afríku. TTann ólst upp í mestu örbirgð og lék sér ungur að tusku-
bolta á aurugum strætum heimabæjar sins, Lourenco Marques. T því umhverfi varð
lítill tími aflögu til þess að sinna andlegum íþróttum eins og lestri og skrift,
enda hófst brauðstritið von bráðar. Enn í dag ber Eusebio menjar uppvaxtar síns.
Hann er ómenntaður, en læs og sæmilega skrifandi. Hinn kraftalegi vöxtur hans,
sem stafar af því hve ungur hann fór að vinna erfiðisvinnu, varð honum happadrýgra
veganesti en skólagangan.
Næst er frá þvi að segja, að Otto Gloria, hinn heimskunni þjálfari Benfica, fær
spurnii af því hjá starfsbróður sínum, sem verið hafði í'keppnisferðalagi í Mosambi-
que, að þar sé að finna ungan, svartan og mjög cfnilegan leikmann. Gloria brá við
skjótt og fór til Mosambique. Hann sá Eusebio leika og bauð honum strax eftir
leikinn að koma til Lissabon og æfa með Benfica. Eusebio þáði boðið og upp frá
því var nióður hans í litla húsinu í Lourenco Marques borgið. Eusebio sendi henni
ávísun mánaðarlega, sem hækkaði í réttu hlutfalli við vaxandi gengi hans á knatt-
spyrnuvellinum.
24 VIKAN 36- tbl-