Vikan


Vikan - 12.09.1968, Page 27

Vikan - 12.09.1968, Page 27
Eusebio byrjaði, eins og fyrr segir, að leika með A-liði Ben- fica árið lí>61. Vegur hans og félagsins fór sívaxandi allt fram til ársins 1966. Arið 1963 var Eusebio valinn í heims- liðið, sem lék gcgn Englendingum. Hann lék reyndar ein- ungis annan hálfleikinn í þeim leik. Benfica vann Evrópu- keppnina árið 1962 og komst í úrslit 1963. Benfica haslaði sér völl, með Eusebio í broddi fylkingar, meðal fremstu liða Evrópu. Þegar þetta er ritað hefur Benfica tvisvar unnið Evrópukeppnina og fimm sinnum leikið til úrslita. Þegar ég læt árið 1966 marka tímamót á frægðarferli Eusebios og Benfica, er það ekki vegna hnignunar Benfica, Iteldur vegna þess gífurlega frama, sem IIM 1966 færði Euse- bio. Hann var hlaðinn lofi og tilboð streymdu til hans frá félög- um um víða veröld. Ilann varð eitt af skurðgoðum nútím- ans, sem fjölmiðlunartækin eiga sinn drjúga þátt í að reisa. Hvernig hagar Eusebio sér á leikvellinum? Á hverju bygg- ist þessi frami hans, sem knattspyrnumanns? Því er fljót- svarað. Eusebio er fæddur knattspyrnumaður. Að sjálfsögðu þarf liann að stunda æfingar og vera reglusamur eins og aðrir góðir íþróttamenn, en knattleikni og skotharka, sem venju- legir menn öðlast aðeins með þrotlausri þjálfun, eru honum meðfæddir eiginleikar. Hegðun hans á leikvelli er til fyrir- myndar. Iíann er prúður og fljótur til sátta, ef til árekstra kemur. Eramkoma hans er lofsamlegri vegna þess, að algengt er að einn eða jafnvel tveir „skuggar" elti hann um allan völlinn og láti ekkert færi ónotað til að klekkja á honum. Er skemmst að minnast árása Nobby Stiles í leik Benfica og Manchester United, sem sýndur var í sjónvarpinu á dögun- um. Skotharka Eusebios er feykileg. Hann er sagður hættu- legur vörn, þegar hann kemst fram fyrir miðlínu, enda skor- ar hann oft mörk af 30—40 metra færi. Eusebio hefur í seinni tið Framhald á bls. 37. Eusebio er kvæntur fallegri stúlku frá heimabæ sínum. Hún heitir Flora og þau búa í notalegri íbúð í úthverfi Lissabon. Myndin er tekin á brúðkaupsdaginn. 36. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.