Vikan


Vikan - 12.09.1968, Síða 44

Vikan - 12.09.1968, Síða 44
Þetta var einkennileg sjón. Þegar maður horfði á þennan villta djöfladans langaði mann ósjálfrátt til að taka þátt í hon- um; hoppa og sprikla eins lengi og kraftarnir entust. Og Rasput- in hélt áfram að dansa, þar til hann stanzaði skyndilega. Á samri stundu hætti hljómsveitin að leika. Rasputin lét sig falla í stól.“ Og við skulum enn grípa niður í minningar Teffi. Á einum stað hefur hún þetta eftir Rasputin: „Ég byggi marmarahöll fyrir hverja þá konu, sem ég verð ást- fanginn af. Marmarahöll! Það geri ég! Hefurðu ekki heyrt um það? Þú skalt fá að sjá það. Ég get gert það sem ég vil. Komdu, í guðs bænum, eins fljótt og þú getur! Við skulum vera saman. Hvers vegna hikar þú? Allir vilja drepa mig. Þeir skilja ekki, þesssir þorskhausar, hvað ég er. Galdrakarl? Kannski er ég það. En þeir eru brenndir á báli. Allt í lagi, látum þá bara brenna mig. En eitt skilja þeir ekki: Ef ég vergð drepinn, þá líður Rúss- land undir lok. Það skalt þú gera þér ljóst, þú sem ert svo gáfuð: Ef Rasputin verður drepinn, þá er úti um Rússland.“ Hann stóð í miðju herberginu. Hann var skelfilegur á að líta á þessari stundlu og fullkomlega viti sínu fjær.“ VÖLD HANS OG ÁHRIF Með aðstoð Alexöndru keis- aradrottningar reyndi þessi mað- ur að hafa áhrif á stjórn Rúss- lands, og að vissu marki tókst honum það. Þeir sem ekki gátu þolað Rasputin, — og það voru margir, sem sáu hvers konar maður þar var á ferðinni, — féllu brátt í ónáð við hirðina. Nokkr- ir ráðherrar voru sviptir embætti af því að honum geðjaðist ekki af þeim. En almennt var álitið, að áhrif hans væru miklu meiri en þau voru í raun og veru. Gæt- inn fræðimaður eins og brezki prófessorinn Hugh Seton-Watson telur, að keisarinn hafi tekið til- lit til flestra, sem hann um- gekkst daglega. En þrátt fyrir það er fráleitt, að Rasputin hafi getað skipt um ráherra eftir eig- in geðþótta. í augum andstæðinga keisara- dæmisins var slíkur maður í slíkri aðstöðu gagnlegur. Árið 1915 var einn af nánustu sam- starfsmönnum Lenins, Vladimir Bontsj-Brujevitsj, látinn rann- saka kunnáttu Rasputins í guð- fræði samkvæmt skipun frá stjórnarvöldunum. Hann hvít- þvoði hann af öllum grun um svik og pretti. Sagnfræðingurinn George Katkov álítur, að þetta hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir, að Rasputin færi frá hirðinni, því að hann var bezta röksemd andstæðinganna. Óvinir keisarans höfðu hag að því, að hann yrði áfram við hirðina til að stuðla að stöðugt vaxandi 44 VLKAN 36- tbl- I múrbeizli -lodrétt sneiding- í steyptum gótflisto í kverk tjorgod—- o o ox 37 (rydvqrnondi) cor-ten ! Kw..Koppi límdur o„ rbór.uplotur 1 sperrur 8x18 - 6P m.om. » | 2^6 jdrn ytir dyrum og gluhdum glerull 10sm -ol-þynno -spónoploto 1sm. mmmmmm -lorett sneidmg- ur jypo bsm ovornorlogc 7~cr orkur 2Dsm ----1 -....I -....I......tr 5 10 20 50sm sökkull,gluggi og þokbrún 1:5 jdrnbent steinsteypo 12 sm eínongrunormöt 20 sm i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.