Vikan - 12.09.1968, Síða 49
erfingi mikilla auðaefa og valda.
Arias fjölskyldan hafði allar krabba-
veiðar í Panama á sínum snærum,
og einnig mörg dagblöð og tíma-
rit. Faðir Robertos og föðurbróðir
höfðu verið forsetar lýðveldisins.
Sjólfur fetaði hann í fótspor þeirra
og helgaði sig stjórnmólum af al-
hug. Hann hafði mikil áhrif á eig-
inkonu sína og vakti hjó henni mik-
inn og eldlegan áhuga ó stjórn-
málum heimalands síns.
— Kona sendiherra á ekki ein-
ungis að vera fyrirmyndar húsmóð-
ir, sagði Margot Fonteyn. — Það er
ekki nóg að vera glæsileg og brosa
við gestum. Hún á líka að vera fær
um að ræða stjórnmól og taka þótt
í áhugamólum eiginmanns síns.
Þegar Roberto Arias sagði upp
stöðunni sem sendiherra lands síns,
! mótmælaskyni við stjórnina í Pan-
ama, komust aðdáendur þessarar
frægustu dansmeyjar heimsins að
því að átrúnaðargoð þeirra hafði
áhuga á fleiru en dansi.
Arið 1959 kom hún almenningi
á óvort með því að halda blaða-
mannafund á Hilton hótelinu I Ha-
vana, og lýsa blessun sinni og
ánægju yfir valdatöku skæruliða-
foringjans Fidels Castro, enda var
sagt, að hún hefði rekið áróður
fyrir hann I London.
Nokkrum vikum síðar voru hjón-
in á siglingu nálægt Panama, á
skemmtisnekkju sinni. Þau höfðu
vopnabirgðir um borð og Arias var
ákveðinn í því að reyna uppreisn.
Hann hafði tryggt sér aðstoð nokk-
urra frægra manna, þar á meðal
John Waynes og Onassis. ,
Þá skrifaði Margot vinkonu sinni
og sagði: — Þetta er æsilega spenn-
andi og skemmtilegt.
í þrjá daga eltu skip og flugvél-
ar frá Panama snekkjuna, og þegar
þeir höfðu upp á henni voru Mar-
got Fonteyn og maður hennar flú-
in á fiskibáti. Þegar í land kom var
Margot tekin föst. Hún var þó ekki
( haldi nema einn sólarhring, hún
var látin laus þegar brezka sendi-
ráðið mótmælti handtöku hennar, og
henni var skotið til Bandaríkjanna.
Maður hennar komst ekki svo
auðveldlega frá þessu tiltæki. Hann
leitaði hælis í sendiráði Brasilíu og
varð að borga stórfé til að sleppa.
Ári síðar hafði stjórnmálaástand-
ið I Panama eitthvað breytzt, því
að stórblaðið ,,La Hora" í Panama
kallaði Margot Fonteyn ,,konu árs-
ins". Eigandi blaðsins var Roberto
Arias. Hún sá mann sinn lítið um
þetta leyti, hann var mest í Ame-
ríku, hún í London.
Það var töluvert mikið um það
rætt að ballettstjarnan, sem var
komin töluvert til ára sinna hefði
orðið alvarlega ástfangin af rúss-
neska ballettdansaranum Rudolf
Nurejev, sem strauk frá dansflokki
sínum í ^arís, en það var örugglega
argasta slúður. Margot Fonteyn elsk-
ar aðeins eiginmann sinn.
Árið 1964 varð mikil breyting á
lífi hennar og hjónabandi. A kross-
gÖtum í Panama City mættust bíl-
ar Roberto Arias og Jimenez, sem
*
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
*
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæina
vélina.
RAFHA-IIAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi.
þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottalcerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°.
2. Viðkvæmur þvottur 40°. .8 Heitþvottur 90°.
3. Nylon, Non-Iron 90°. 9. Litaður hör 60°.
4. Non-Iron 90°. 10. Stífþvottur 40°.
5 Suðuþvottur 100°. 11. Bleiuþvottur 100°.
6. Heitþvottur 60°. 12. Gerviefnaþvottui 40
Og að auki sérstakt kerfl fyrir þeytivindu og tæmingu
S I M I 1 0 3 2 2
HIIAR ER DRKIN HANS NÓA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Auður Gunnarsdóttir, Grænukinn 17, HafnarfirSi.
Vinninganna mó vitja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimiii ___
Örkin er á bls.
36. tbh VIKAN 49