Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 3
r
j
IÞESSARIVIKU
Bls. 4
Bls. 6
Bls. 7
Bls. 8
Bls. 10
Bls. 12
Bls. 14
Bls. 16
Bls. 18
Bls. 22
Bls. 25
Bls. 26
VÍSUR VIKUNNAR:
Það leynist hér naumast neinum
hið norræna ættarmót
og enn ríða hetjur um héruð
og halda sín þorrablót.
Á laun hefur landinn blótað
löngum, að fornum sið
og norræna eldinn í æðum
með áfengi lífgað við.
Hér hösluðu víkingar vaskir
sér völl fyrir leika og starf
og vér tókum dáðir og drauma
og drykkjuskap þeirra í arf.
FORSfÐAN:
Við gerumst ofurlítið djarfir á forsíðunni í þetta sinn
og „kíkjum“ á eina undurfagra yngismey, sem ekki
hylur fegurð sína um of með klæðum. Þó brýtur for-
síðan varla í bága við siðferðið á þeim „djörfu“ tím-
um, sem við lifum á.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön-
dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning:
Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: SkipholU 33.
Símar 35320-35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900
kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð
mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar
eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega.
I NfESTU
VIKU
Viðbrögð þjóða, bæði kaþ-
ólskra og annarra, hafa ver-
ið fremur neikvæð við því
boði páfa, að hann standi fast
við fyrri ákvarðanir sínar um
takmörkun barneigna, bæði
með „pillunni" og öðrum að-
ferðum. Vikan hefur snúið sér
til nokkurra kaþólikka hér á
landi og beðið þá að segja
álit sitt á banni páfa við notk-
un „pillunnar“. Þetta efni
verður á sex síðum og nefn-
ist að sjálfsögðu Fáfinn og
pillan.
mm
Sögur Hitchcocks njóta
mikilla vinsælda, enda bæði
spennandi og oft með skop-
legu ívafi. í næsta blaði birt
um við eina af lengri sögum
Hitchcocks, í skugganum. —
Ríkustu menn heimsins
nefnist athyglisverður greina-
flokkur, sem birtist í næstu
tveimur blöðum. Þar segir frá
ríkustu mönnum heims og
hvernig þeim tókst að verða
ríkir. Meðal þeirra sem sagt
er frá eru David Rockefeller,
Paul Getty og margir fleirL
Það er eftirtektarvert, að
langflestir ríkustu mexm
heimsins eru lítið sem ekkert
kunnir utan fjármálaheims-
ins. Þess má geta, að bók, sem
fjallar um þetta sama efni,
hefur verið ofarlega á lista
yfir metsölubækur í Banda-
ríkjunum nú um langt skeið.
Þá viljum við minna á
fjórða hluta hinnar nýju verð-
launagetraunar Vikunnar. —
Verðlaunin eru 32 munir frá
hinu heimsþekkta Ronson-
fyrirtæki, þar á meðal ýmsir
nýstárlegir gripir, svo sem
rafmagnstannbursti, raf-
magnsskóbursti og fleira.