Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 40
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. lífs af — þér ættuð að vera þakklát þess vegna. — Afsakið, muldraði Janine. Læknirinn bandaði frá sér með hendinni. — Hafið engar áhyggjur, það er ekki unnt að gleyma lífi sínu svo auðveldlega. Hún kinkaði kolli í fáti. — Hvernig líður yður.... lík- amlega, á ég við? Er yður illt í höfðinu, svimar yður, önnur ó- þægindi, lömuð einhvers staðar, eða eitthvað þvílíkt? — Þökk fyrir herra læknir, svaraði hún duglega. — Mér líð- ur alveg ágætlega. — Það væri bezt, ef þér géetuð sofið. — Ég mun reyna það. Hún sá hann ganga burtu með systurinni. Dr. Stephan Haller, fyrsta mannveran, sem hún gat munað eftir, núna þegar hann var farinn. Um það bil þrjátíu og fimm ára, hár, herðabreiður, með grá róleg augu. Andlit hans, hendur hans og rödd höfðu þrengt sér inn í meðvitund henn- ar, og hún þrengdi áköf hverju smáatriði fram í huga sinn. Hann var fyrsti öruggi punkturinn í hinni nýju tilveru henanr. Allt annað var óraunverulegt: ólífu- græna tjaldið, sem hún lá í, arm- ar hennar á ullarábreiðunni, sundurtættar neglur hennar, með merkjum eftir rautt lakk. Einhvern tíma hafði hún borið það á, á öðrum tíma, í öðrum heimi, sem hún vissi nú ekkert um lengur. Janine lokaði augunum, leyfði umheiminum að hverfa, reyndi að grafa gamlar minningar fram í dagsbirtuna. Góði guð, bað hún, sýndu mér eina einustu mann- veru frá fortíð minni. Leyfðu mér að sjá móður mína, föður minn, eða einhvern mann, sem ég hef elskað. Eða sýndu mér einhverja borg, sem ég hef búið í, hús, íbúð, sýndu mér einhvern lítilfjörlegan hlut úr lífi mínu, kjól, barnaleikvöllinn minn, brúðu.... Tárin komu fram í augu henni. Fortíðin var eins og leyst upp. Heili hennar gaf ekkert svar við þúsundum spurninga. Ég er mannvera af holdi og blóði, ég get andað, séð, heyrt, talað, en fyrir utan það er ég ekkert. Varir hennar hreyfðust. Tvisv- ar tveir eru fjórir, fjórum sinn- um átta eru þrjátíu og tveir, þannig starfar heili minn að minnsta kosti ennþá. Hún gat reiknað. Og hún gat beðið. Faðir vor, þú sem ert á himnum.... Loftið í tjaldinu var þurrt. Og það var blóðþefur, þefur af svita og blóði. Hinum megin við tjald- vegginn stundi einhver. Barn grét. Milli heyrðust hvell hróp, bænir — og sífelldur vélagnýr- inn, sem barst að utan með ryk- inu. Tjaldið var yfirfullt af lifandi fólki, af eymd og tárum. Janine fór að athuga sjálfa sig, hún var í óhreinum og rifnum kjól, hand- ónýtum sokkum, með blóðugar rispur á fótleggjunum, skóm með háum hælum, sem — hve henni fannst það allt í einu hlægilegt — voru í nákvæmlega sama lit og kjóllinn. Ég lifi, hugsaði hún. Ég virð- ist ekki einu sinni hafa slasazt. Á þessu augnabliki er ekki um neina fortíð að ræða, heldur að- eins framtíð, núna, hið hræðilega núna eftir sekúndu núll. Allt í einu vaknaði von í brjósti hennar. Þúsimdir manna voru þarna saman komnir. Með- al þúsundanna mun vera ein- hver, sem þekkir mig. Ef til vill einhver, sem leitar mín í ákafa, ef til vill einhver, sem þykir vænt um mig. Hann mun gráta af gleði, vegna þess að ég lifi, hann mun taka mig í arma sína, hvísla nafn mitt, og ég mun vakna, vakna að lokum. m. Jiirgen Siebert vonaði alltaf, þegar síminin hringdi, að nú væri það Janine. Einhvern tíma hlaut það að vera hún. Einhvern tíma hlaut hún að hringja. Hann tók tólið af. Það var að- eins skrifstofa hans — Herra forstjóri, sagði hinn lágvaxni Hannemann æstur, — það eru líkur fyrir því að við fáum allar auglýsingar fyrir Westphal-Mode. Westphal skrif- ar sjálfur — bezt að ég lesi bréf- ið yfir fyrir yður.... — Nei takk, tók Jurgen fram í. — Það getur beðið til morguns. — Westphal eyðir örugglega milljónum marka í auglýsingar, hélt Hannemann áfram. — Já, það hlýtur að vera. Júrgen flýtti sér að ljúka sam- talinu. Þetta Westphal mál hafði geysimikla þýðingu. Fyrir nokkrum dögum hefði hann rok- ið út úr húsinu. Nú skipti þetta hann svo ósköp litlu. Hann var einn heima. Og hér var ekkert, sem ekki minnti á Janine. Mynd hennar stóð ekki aðeins í silfurramma á skrifborð- inu hans, þessi hlæjandi við- kvæma Janine var alls staðar, hann sá hana sitja í hæginda- stólnum, koma út úr eldhúsinu, standa fyrir framan spegilinn. Auðvitað kemur hún aftur, reyndi hann að telja sér trú um. Kjólarnir hennar eru í klæða- skápnum, snyrtitaskan hennar er inni á baði, skórnir eru hérna, hundruð annarra hluta. Og ilmvatnið hennar eru enn í loft- inu. 40 VIKAN 8-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.