Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 10
’i/.W'
Irtn eimbá
Hefurðu notað sama varalit í 10 ár? Ertu ennþá
grannvaxna stúlkan, sem þú varst fyrir fimm ár-
um? Er hár þitt eins vel snyrt og þaS var á hveiti-
brauðsdögunum? Ertu ennþá stúlkan sem hann
hitti, varð ástfanginn í og kvæntist? Reyndu að
komast sem næst sannleikanum, með þv( að
svara þessum skemmtilegu spurningum. Svaraðu
hverri spurningu eftir beztu samvizku, fáðu svo
manninn þinn til að svara þeim líka, það gæti
verið að hann hefði eitthvað annað til málanna
að leggja!
ER ALLT í LAGI? ATHUGAÐU STIGIN . . .
1. Ertu um háttatíma
(a) mökuð í kremi með rúllur I hárinu?
(b) æsandi og dularfull í svörtum knipplingum?
(c) eðlileg, í stuttum náttkjól, með hárið bund-
ið í tagl?
(d) rómantísk, með bleikan borða í hárinu?
2. Að morgni dags
(a) stekkurðu þá út úr rúminu, kát og glöð, ferðu
í 10 mínútna morgunleikfimi, til að hita þig
upp?
(b) dregstu á fætur, hálfsofandi með bólgin
augu?
(c) ferðu hljóðlega á fætur, jafnvel þótt þér líði
illa, og biður fyrir því að allt lagist, þegar
á daginn llður?
(d) ertu glöð og ánægð, reiðubúin til að mæta
deginum, þótt veðrið sé vont?
3. Ef hann gleymir alveg brúðkaupsdeginum
ykkar
(a) ertu þá í fýlu í fleiri klukkustundir, og brest-
ur í grát, ef hann spyr hvað sé að?
(b) ertu glaðleg og þykist hafa' gleymt honum
líka?
(c) kaupirðu gjöf út í reikning?
(d) býðurðu honum þá góðan daginn með kossi
og kertum á matborðinu?
4. Er hársnyrting þín
(a) eins og hann var svo hrifinn af þegar þið
giftust?
(b) mismunandi að lit og greiðslu á sex mánaða
fresti?
(c) úfin?
(d) vel klippt og auðveld í viðhaldi?
5. Hve langan tíma tekur það þig að snyrta
andlit þitt á morgnana
(a) hálftíma?
(b) tíu mínútur?
(c) alls engan?
(d) nokkrar sekúndur?
6. Hann er vanur að koma heim klukkan 9 á
kvöldin, en kemur ekki fyrr en eftir mið-
nætti. Hvað gerirðu?
(a) stendurðu bak við hurðina með kökukefli?
(b) hringirðu á lögregluna eða slysavarðstofuna?
(c) hringirðu til vina þinna til að vita hvort hann
er að „skoða myndir" með einhverri annarri?
(d) hugsarðu hlýlega til hans, og slærð þvf föstu
að hann sé að skemmta sér og ferð svo í
rúmið?
7. Hvað kallarðu manninn þinn oftast
(a) skírnarnafni?
(b) ástina þína?
(c) manninn þinn?
(d) HANN — þennan auma ræfil?
8. Ef þú hringir til hans í vinnuna
(a) segirðu honum að þvottavélin sé biluð, að
börnin séu með hlaupabólu, eða öskrarðu á
HJÁLP?
(b) biðurðu hann að hitfa þig í bænum og bjóða
þér í hádegisverð?
(c) romsarðu upp lista yfir vörur sem þú hefur
ekki tíma til að kaupa?
(d) eða segirðu bara „sæll, elskan"?
9. Hefurðu síðan þú giftist
(a) haldið áfram með frlstundavinnu, leirkera-
gerð, listnámskeið, sport?
(b) fengið þér ný áhugamál, tréskurð, blóma-
skreytingar, rétt að gamni?
(c) stundað félagsstörf, eða gengið f safnaðar-
félag?
(d) gerirðu ekkert annað en að hugsa um heim-
ilið?
10. Ef hann stingur upp á því að þið farið á
knattspyrnukappleik
(a) samþykkir þú með áhuga á fara með honum
á kappleikinn, og öskra honum til samlætis?
(b) minnistu þess allt í einu að þú þarft að fara
á foreldrafund?
(c) stingur þú upp á því að hann taki heldur vin
sinn með sér, hann myndi nióta þess betur?
(d) segir þú að þú viljir aðeins fara með því
skilyrði að hann komi með þér í leikhúsið
í næstu viku?
11. Þegar hann kemur heim frá vinnu
(a) ertu þá stynjandi yfir erfiði dagsins?
(b) í gallabuxum og gamalli peysu, en ánægð
yfir að sjá hann?
(c) ennþá að spila bridge við „stelpurnar"?
(d) í snotrum kjól, róleg og vel snyrt?
12. Er venjuleg snyrting þín
(a) fölsk augnahár, meik, línustrik og skuggar?
(b) örlítið af andlitsdufti, augnahára og vara-
litur?
(c) ekkert, þú hefur ekki haft tíma vegna barn-
anna?
(d) þykkt lag af varalit og púðrað nef?
13. Þegar þú ferð f sund, ertu þá f
(a) bikini?
(b) fallegum sundbol í heilu lagi?
(c) sundbol, sem þú hefur andstyggð á, en not-
ar samt?
(d) 10 ára gömlum sundbol, úr bómullarefni
með pífum?
14. Þegar hann segir brandara sem þú hefur
heyrt áður
(a) botnar þú þá fyrir hann?
(b) hlærðu og þykist ekki hafa heyrt hann fyrr?
(c) segirðu upphátt: „O, hann seglr alltaf það
sama"?
(d) ertu þá ánægð yfir því að eiga fyndinn eig-
inmann?
15. Er ilmvatnið þitt
(a) eitthvað sem þú hefur notað árum saman?
(b) eitthvað sem þú notar aðeins við hátfðleg
tækifæri?
(c) eitthvað sem þú fékkst f jólagjöf f fyrra, en
ilmar yndislega?
(d) mjög kvenlegt og æsandi?
Framhald á bls. 41.
10 VIKAN 8-tbl'