Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 45
vísi en me6 miklum blóösúthellingum og í þessu tiT.viki sýndist mér
það óþarft ..... Ég er sannfœrður um velvild og góða trú þessa
manns .........
Þegar hann hafði dokið skriftunum flýtti hann sér að strá bréfið
sandi. Aðstoðarmaður hans kom með glóandi viðarteinun.g til að bræða
rautt innsiglisvaxið sem greifinn lokaði samanbrotnu bréfinu með.
Meðan vaxið var ennþá mjúkt þrýsti hann innsigli sínu i það.
Önnum kafinn og annarshugar tók hann ekki eftir því aö Indián-
arnir hlupu æstir til og frá, þvi hann var orðinn vanur barnslegum
æsingnum í þeim.
16. KAFLI
Angelique var í þann veginn að Ijúka vörutalningu sinni ásamt
Octave Malapjade. I geymsluhúsLnu í Katarunk voru miklar birgðir
af maís og saltkjöt var i tveimur stórum trékistum-; þarna var einnig
þurrkað kjöt, sem hékk niður úr loftröftunum og jafnvel svínssíður,
sem voru ólíkt fallegri en af villisvínum. O’Connell hafði gert tilraun
með svínarækt, sagði Malaprade.
— Irinn, sem de Peyrac greif lét eftir stjórnina á þessar varðstöð,
þegar hann var í sínum síðasta leiðangri, sagðist hafa alið upp nokkra
grísi, sem hann hafði komið með frá E'vrópu. Fjórir eða fimm þeirra
eru enn á beit í skóginum og við verðum að finna Þá og fara með
þá til búðanna, áður en fyrstu snjóar falla. Við verðum að fita þá um
hrið á matarleifum og drepa þá svo um jólin. Við geturn fengið um
fimm hundruð ell (gamalt enskt lengdarmál, 114,3 cm) af pylsum úr
þeim, þrjú hundruð pund af súrsuðu svínakjöti, ef heppnin er með, tíu
góðar síður og hundrað ell af blóðmör. Það ætti að vera nóg til að
hjálpa okkur að þrauka af veturinn, jafnvel þótt litið verði um villi-
bráð.
— Ailt er það undir því hve marga við þurfum að mata, Monsieur
Octave. — Ef við verðum að halda uppi heilli herdeild eins og
núna ......
Maðurinn hleypti i brúnirnar:
—■ Það hefur Monseigneur greifinn ekki i hyggju. Hann sagði mér
það síðast í morgun. Ef trúa skal þeim upplýsingum, sem voru góð-
fúslega látnar i té í morgun, munu hermennirnir frá Kanada og villi-
menn þeirra yfirgefa okkur í dögun í fyrramálið.
— O’Connell, er þessi stóri, feiti rauðhærði, er það ekki? Hann virð-
ist aldrei vera Þar, sem hans er óskað, og þegar 'hann er á réttum stað,
er hann alltaf eins og utangarna.
— Já, hann er mjög æstur yfir atíerli þessara kanadisku hermanna
og þó framar öllu öðru Jesúítaklerksins, sem kom hingað i morgun.
O’Connell fór i morgun ofan eftir ánni með Abernaki Indíánmium og
ætlaði að ná þangað sem trúboðinn er, í von um að geta skriftað þar
og móttekið blessun hins mikla trúboða sjálfs. Eg er að vísu góður ka-
þólikki sjálfur, Madame, en ég álít, að nú sem stendur sé okkur mikil-
vægast að komast að því, hvar við -stöndum með birgðirnar. Veturinn
nálgast nú óðfluga, og það er ekkert ;grin að þrauka af veturinn á
þessum slóðum, jafnvel þótt maður sé sæmilega undir hann búinn.
— Hafið þér þegar dvalið hér einhvern tíma?
—• Já, ég var hér með Peyrac greifa síðastliðið ár.
Angelique hélt áfram að spjalla við þennan nýfengna bryta sinn, með-
an hún lauk við að gera lista yfir matvælin. Þar voru miklar birgðir af
þurrkuðum berjum og jafnvel Þurrkuðum sveppum. Berin voru aðeins
aukageta, en alís ekki þ'ýðingarlaus, því þau kæmu sér vel í vetrarlokin,
þegar líkamirnir væru orðnir langþreyttir á söltuðum, niðursoðnum oig
þurrkuðum mat. Hún minntist þess, sem Savary gamli apótekari hafði
sagt henni meðan þau flæktust saman, en hann hafði haldið því ein-
dregið fram, að færri tilfelii væru um skyrbjúg á löngum sjóferðum, ef
hnefi af þurrkuðum ávöxtum væri étinn á degi hverjum, þegar þá
fersku þryti.
— Við bleytum þau upp í vatni og höfum þau í tertur og búðinga.
Ó, nú veit ég hvað mig langar í, Octave; mig langar d hvítt h veiti til að
gera úr köku eða að minnsta kosti góðan brauðhleif. Það er ár og
dagur siðan við höfum fengið þvílíkt.
— Ég held, að það séu nokkrir sekkir hér, svaraði Malaprade.
Angelique var hæstánægð með fund sinn, en Malaprade hleypti í
brýnnar, þegar hann skoðaði innihald pokanna.
—■ Við eigum ekki nema svo sem tuttugu pund af hvítu hveiti eftir.
Afgangurinn er bygg eða malaður rúgur. Og það sem meira er, þetta
er keypt í Boston, svo þetta er slæm vara. 1 raun og veru ekkert annað
en ryk og salli. Bretarnir kunna alls ekkert með þetta að fara.
— Hvað um Það, við skulum fá gott brauð í kvöld og nota greniöl 1
deigið til að lyfta því ....
Octave Malaprade dró fram skál og hellti í hana nægilegu hveiti til
að þau gætu hrundið þessari lystilegu fyrirætlun sinni í framkvæmd.
Svo hélt hann áfram að skrá birgðirnar á birkibarkaþynnu. Hann til-
færði þrjá stóra, kringlótta osta, tunnu af súrkáli, kagga af oliu og
potta með fitu og þurrkuðum baunum, og i böllum, sem hengdir voru
upp í loftið var töluvert af mergbaunum og graskerjum.
— Þetta verðum við að éta fljótlega, sagði Angelique. — Þetta græn-
meit, sem virðist reyndar vera nóg af i Ameriku, hlýtur að eyðileggjast
fljótt
— Þar hafið þér rangt fyrir yður, Madame. Hér þorna mergbaun-
irnar án þess að missa nokkuð af bragði sínu, og það er hægt að mota
þær langt fram á vetur, þótt þær séu erfiður matur og tormeltur.
Þeim var báðum létt í sinni efir birgðakönnunina og Angelique fannst,
að hún gæti orðið að gagni hér næstu daga og tekizt á við hússtjómar-
vandamálin.
En margt fer öðruvisi en ætlað er. I næstu andrá stóð hún augliti til
auglits við sína nýju nágranna. Um leið og þau komu út úr birgða-
skemmunni stóðu þau frammi fyrir miklum hópi Indíána, sem þustu
þegjandi að dyrunum. Þau áttu meira að segja í erfiðleikum með að
komast út fyrir. Malaprade áleit líklegt, að Indíánarnir hefðu í hyggju
að láta greipar sópa um birgðaskemmuna, svo hann flýtti sér að le.ggja
iiurðina að stöfum og slá læsingunni fyrir.
— Ef þeir komast inn hérna, éta Þeir okkur út á gaddinn. En hvað
vilja þeir? Hvað hefur komið yfir þá?
Hann kunni nokkur orð í tungumáli þeirra, en fékk engin svör við
sínum spurningum.
öll réttindi áskilin, Opera Mundi, Paris.
Draumar
Framhald af bls. 7
náum upp á hæðina, nær flóðið
okkur og skolar okkur þar inn
í hús, alla leið inn á gang og
upp í mjóan og blautan bekk,
sem mér fannst við ríghalda
okkur í. f þessu húsi á ljósmóð-
ir heima. Þegar við höfðum ver-
ið þarna nokkra stund, fannst
mér flóðið vera um garð gengið.
Þá lagði ég af stað heimleiðis,
einsömul. Mér fannst allt vera
mikið breytt frá því sem áður
var. Þegar ég er komin niður í
miðjan þæinn, stanza ég fyrir
framan eina þúðina, Þar var
mikið af skartgripum, sem mér
fannst hafa sópazt með flóðinu.
Þeir lágu í einum haug. Eg tók
til við að róta í haugnum, fann
þrjú hálsmen úr silfri og hirti
þau. Þegar ég skoðaði þau bet-
ur sá ég, að á þeim voru mynd-
ir: hjarta, skúta og ekker.
Sem ég stend þarna kemur
maðurinn, sem ég var þá með,
tekur í höndina á mér og segir:
„Ertu nú ekki að koma með
mér?“
Svo fannst mér við ganga
heimleiðis og ég hélt á menun-
um í hendinni.
Við það vaknaði ég.
K. J. S.
P.S. Ljósmóðirin tók á móti
fyrsta barninu okkar, , og mað-
urinn minn er sjómaður.
Þú segir, áð þig hafi dreymt
þennan draum fyrir nokkrum
árum, svo aff eitthvaff af þessum
sérkennilega draumi mun þegar
komiff fram, eins og til dæmis
fyrsta bamiff ykkar. í sumum
draumráffningabókum segir, aff
flóff tákni aff auffugur maffur
effa kona verffi dreymandanum
hættulegur óvinur. En flóff get-
ur líka boffaff sjómönnum afla-
hrotu effa bara hamingju al-
mennt. Viff álítum aff hið síffara
eigi viff í þessu tilfelli, sérstak-
lega þar sem önnur tákn, sem
fyrir koma í draumnum eru
flest jákvæff og góffs viti: Skip
táknar uppfyllingu heitra óska,
akkeri er tákn vonarinnar, en
hjartaff er aftur á móti til vitn-
is um einhverja erfiffleika. Viff
ráffum drauminn þannig, aff
hann boffi líf þitt næstu árin, og
þaff einkennist af velgengni og
hamingju, þótt vissulega losnir
þú ekki alveg viff einhverja erf-
iffleika. En þeir verða aldrei
stórvægilegir.
★
Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja-
blettir og blóSblettir, hverfa á augabragði, ef
notað er HENK-O-MAT í þvottinn eða tii að
leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan
hátt úr DIXAN.
HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ
8. tbi. VEKAN 45