Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 4
©AUGtfsim
&
'^JVIelfose’s te^
Melföses te^
^gleðuryður
kvölcM og morgna^
HvaS er betra á morgnana eða á
mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann
og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin?
Örvar samræður og rænir engan svefni.
Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur.
Fljótlagað, fæst í þægilegum grisjupokum.
Tóbaksverzlun Tómasar
selur RONSON
A
Það hæfir öllum
Það bezta
Það vinsælasta
Tóbaksverzlun Tómasar
VINUR KÆRASTANS
Svar til „Einnar ást-
fanginnar“:
Já, satt er það, vanda-
málin eru mörg, sérstak-
lega þegar maður er ekki
nema sextán ára og ásta-
málin eru þegar komin í
fullan gang. Það er að vísu
alltaf óheppilegt, þegar
stúlka verður ástfangin af
vini kærasta síns. Sérstak-
lega er það bagalegt, þeg-
ar þeir búa í sama her-
berginu, eins og vill til hjá
þér. En annað eins hefur
nú gerzt í henni veröld.
Þú segir, að kærasta vinar
kærasta þíns hafi sagt
honum upp, vegna vin-
skapar þíns við hann, og
hann hafi alls ekki tekið
því illa og sé jafnvel enn
betri vinur þinn eftir en
áður. Ætli þú hafir þá
ekki góðar vonir um, að
hann sé eitthvað hrifinn
af þér? Haltu því ótrauð
áfram að gera hosur þín-
ar grænar fyrir honum og
vittu hvort viðbrögðin
verða ekki jákvæð fyrr
eða síðar.
ENN UM TÓBAKIÐ
Kæri Póstur!
Eg hef ekki skrifað þér
fyrr, en get ekki orða
bundizt vegna bréfs, sem
nýlega birtist í Póstinum
hjá þér. Ekki gríp ég þó
pennann til þess að mót-
mæla bréfinu, heldur taka
undir þau mótmæli, sem
þar eru borin fram. í um-
ræddu bréfi var því mót-
mælt, að hætt skuli vera
að flytja inn Midland-
reyktóbak, sem fjöldi fólks
var farinn að reykja.
Eg hef ekki ennþá séð
neitt svar frá Tóbaks-
einkasölunni við bréfi
þessu. Það má kannske
segja, að hér sé ekki stór-
fenglegt mál á ferðinni.
Og þó. Þetta er mál sem
varðar allan almenning.
Nú er hart í ári og menn
reyna að spara allt sem
þeir geta. Þarna fannst
góður vegur til sparnaðar
með því að hætta að kaupa
sígarettur í pökkum, en
fara að vefja þær sjálfur.
Ég vil þakka bréfritara
og Póstinum fyrir að hafa
komið þessu á framfæri,
hvort sem það gerir nú
nokkuð gagn eða ekki. —-
Gallinn er sá, að fólk gerir
alltof lítið af því að setjast
niður og skrifa þeim þátt-
um blaðanna, sem eru
opnir fyrir almenning.
Vegna andvaraleysis leyfa
opinberar stofnanir sér
næstum hvað sem er.
Við eigum ekki að líða
athæfi á borð við þetta.
Með þökk fyrir birting-
una.
T.B.F.
Við höfum orðið varir
við, að það hefur sem von-
legt er vakið reiði almenn-
ings, að skyndilega skyldi
hætt að flytja inn Mid-
land-reyktóbak, loksins
þegar stór hópur manna
var farinn að kaupa það.
En sem sagt: Enn hefur
ekkert svar fengizt hjá
þeim einu aðilum, sem
geta gefið skýringu á mál-
inu. Þess vegna birtum við
þetta bréf til frekari árétt-
ingar. Við bíðum og von-
um.
GRÁAR MYNDIR
Kæri Póstur!
Þegar ég sá þessar fjór-
ar myndir af Rúnari Júlí-
ussyni í „essinu sínu“, sem
birtist í þættinum „Eftir
eyranu“ í síðasta blaði (4.
tbl.), fannst mér þær
hreinustu hörmungar-
myndir. Ekki veit ég hvort
það er prenturum Vikunn-
ar eða Kristni Benedikts-
syni, sem tók myndirnar,
að kenna.
Vil ég nú biðja þig að
svara því fyrir mig sem
fyrst, hvort þetta er svona
slæm prentun eða hvort
myndirnar hafa verið
svona óskýrar og gráar.
Hinar myndirnar voru
nokkuð góðar, og læt ég
því vera að setja út á þær.
Með þakklæti fyrir birt-
inguna.
Einn óánægður.
Við viljum benda bréf-
ritara á, að myndir þessar
eru teknar við eins erfið
skilyrði og hægt er að
hugsa sér: f reykjarmekki
og hálfrökkri á opinberu
V_
4 VTKAN 8 tbl-