Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 15
máltíðir, en með imyndunarafli hins sanna íistamanns var Malaprade farin að velta því’fyrir sér hvernig hann gæti gert það bezta úr Jwí hráefni, sem hér var að fá. Saman gengu hann og Angelique inn i geymsluhúsið. Hann sagði henni að hann hefði þegar skoðað litla kjallarann og í honum væru aðeins tunnur af vini og bjór og flöskur af koníaki. Angelique hefði orðið undrandi hefði hún vitað að meðan hún var önnum ka.fin að skoða i geymsluna v.ék hún vart úr huga t-veggja manna, sem þó voru gjörólíkir. Það voru þeir Loménie-Chambord, Mölturiddari og lautinant hans Monsieur de Pont-Brigand. Sá síðarnefndi var ein-mitt að 'koma heim 1 varðstöðina frá því að hlýða messu, sem sungin hafði verið niðri á eyrunum, með honum voru Romain de l’Aubigniére og Falliéres annar lautinant. Hann kom auga á Angelique áður en hún hvarf inn í geymsluhúsið og snöggstanzaði. — Þessi kona! Ó, þessi kona! L’Aubigniére andvarpaði í örvæntingu. — Ertu enn að? Ég hafði vonað að þú hættir að g-era þig að þessu endemis fífli þegar þú hefðir sofið úr þér. — Haltu þér saman! Þú veizt ekki hvað ,þú ert að tala um. Geturðu ekki skilið að svona konu kynnistu aðeins einu sinni á ævinni? Vissu- lega er hún dásamleg, en hún er nokkuð meira en það. I stuttu máli sagt hef ég það á tilfinningunni að henni þyki gaman að leika sér i bólinu og gera það vel. — Og þetta sástu allt í sjónhendingu? spurði loðdýraveiðimaðurinn kaldhæðnislega — Hversvegna langar þig að falla -fyrir hvitri konu? þú hefur dóttur Faronhos, höfðingja, og allar villikerlingarnar sem þú viit i -virki heilags Fransiskusar, þar sem þú lifir eins og konungur. — Mér líkar vel við Indíánakonur, sagði hinn ungi Failiéres. — Það er skrýtið með þær — þær eru alveg hárlausar. Þær eru sléttar og mjúkar eins og börn. — Jæja, ég hefði ekkert á móti að finna fyrir hári aftur .... — Haltu kjafti, saurlífisgraddinn. Þú ert genginn af vitinu. — Ég er búinn að fá nóg af villikerlingum. 'Ég vil fá hvitt hörund! Konu, sem minnir mig á Þær, sem ég svaf hjá í hóruhúsum Parísar, þegar ég var ungur. Þá var nú gaman! — Jæja, hypjaðu þig þá aftur til Parísar! Hver heldur i þig? L’Aubigmiére og Falliéres ráku upp hlá-tur; því þeir -vissu fullkom- lega h-versvegna Pont-Brigand lét skrá sig aftur og aftur í nýlendu- herinn í stað þess að snúa aftur til Frakklands. Hann þjáðist af sjóveiki og átti svo hræðilegar minningar um för sína yfir hafið til Ameríku að hann hafði heitið að stíga aldrei fæti á skipsfjöl aftur. —- Það er þarflaust að fara aftur til Parísar ef ég finn það sem ég vil hér, muldraði hann og leit ögrandi á félaga sína tvo, sem voru nú báðir orðnir alvarlegir aftur. Loðdýraveiðimaðurinn iagði höndina á handlegg hans. — Hluslaðu nú á mig, Pont-Brigand. Það er tilgangslaust, gamli vin- ur. Þú gleymir Peyrac greifa. Trúðu mér, hann hefur orðstír líka. Cast- ine segir mér að hann sé mikill vinur k-venna og geti fengið h-vaða Indiánakonu og revndar hverja aðra -konu sem hann girnist, þegar hon- um þóknast. Hann er maður, sem hefur iíka gaman af að leika sér i ból- inu og gerir það cvel. Að minnsta kosti það vel, að þær konur sem hann velur skeyta ekki mikið um aðra. Þú þarft ekki annað en sjá hvernig hún horfir á hann. Trúðu mér, þú átt einskis að væn-ta úr þeirri átt. Og hvað hann snertir lætur hann þessa failegu iagskonu sína ekki af hendi. — Lagskonu, mótmælti Faliiére. ■ Hún er eiginkona hans. Hneyksl- aður á þessum gró-fa og kæruleysislega talsmáta mannanna um konuna, sem hann hafði, frá því hann fyrst bar hana augum álitið mikla hefð- aðkonu, jafn heillandi og hún var .óaðgengileg. — Eiginkonu -hans! Það er það sem þau segja! Til að byrja með er hvorugt þeirra með giftingarhring. Pont-Briand er einn þeirra -manna sem getur gersamlega lokað aug- unum fyrir því sem er augljóst, sem aftur gerir þeim kleift að sveigja staðreyndirnar til hæfis því, sem þeim þóknast og halda þannig sam- vizkunni hreinni. Honum tókst að sannfæra sjálfan sig að meira eða minna leyti u-m að Angelique -væri laus og liðug og var mjög fús að ímynda sér að hún væri ein af þessum fögru verum, sem lögin í kon- ungsdæmi Frakka höíðu dæmt til ferðar og dvalar i nýlendunum og hægt var að grípa upp, eins og líver vildi á karabisku eyjunum. Ef Peyrac hefði komizt yfir hana, hversvegna eikki að gera það líka? Vin- ir hans skildu hann eftir -og hann stóð kyrr og hallaði sér upp að skíð- garðinum og starði reykjandi á dyr geymsluhússins, sem hún hafði horfið inn um. Hinum megin á hlaðinu sat Loménie Chambord greifi við tunnu á hvolfi og notaði hana fyrir borð og var að lesa bréf frá föður Orgeval, því það hafði ekki verið yfirmaður kristninnar, sem söng messu þennan morgun í Katarunk. heldur hafði það verið einn af aðstoðarprestum hans, faðir Lespinas og hann hafði komið með þett bréf frá yfirboðara sínum. Sólin iogaði á fölbláum himinum. Þessi dagur átti eftir að verða krökkur af ýmsum smáviðburðum, sem þegar þeir voru lagðir saman mátti líkja við létt mistur sumardags, sem hrannast upp smám saman og verður að þykkum, dökkum stormaskýjum eða jafnvel fellibyl. Kviði og óvissa lá rétt. undir yfirborðinu; fólkið leitaði -hikandi sam- féiags hvað við annað, en enginn þorði að koma hreint fram. Loménie greifi, foringi kanadiska leiðangursins: L ^ Framhald á bls. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.