Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 18
NYJA HUSFREYJAN
{HVÍTA HÚSINU
Illar tungur hafa sagt, að betri hebn-
ingur hins nýja forseta Bandaríkjanna,
Patncia Nixon, sé litlaus kona og frem-
ur lítilsigld. En slíkar fullyrðingar eru
á misskdningi byggðar og vísast komið
á kreik af andstæðingum Nixons. Að
flestra dómi mun Pat skipa stöðu hús-
freyjunnar í Uvítahúsinu með fe.stu og
virðuleilc.
Hún stóð fyrir aítan hann, begar hann
fagnaði sigri urnkringdur Íjósmyndurum
og sjónvarpsmönnum. Loksins hafði hon-
um tekizt það. Langþráðu takmarki var
náð: Richard Nixon var orðinn forseti
Bandaríkjanna. Hann var glaður eins og
barn, hló innilega og tárfelldi.
Nokkru síðar sneri hann sér snöggt að
konu sinni, tók í hönd hennar, dró hana
fram á sviðið og sagði:
„An hennar hefði þetta aidrei tekizt. Ég
vil, að það konri fram, hversu stóran þátt
hún á í sigri mínum.“
Illar tungur hafa sagt, að betri helm-
ingur forsetans, Patricia Ryan Nixon, sé
litlaus kona og fremur lítilsigld. En slík-
ar fullyrðingar eru á misskilningi byggð-
ar og vísast komið á kreik af andstæð-
ingum Nixons.
Pat Nixon, eins og hún er oftast köll-
uð, hefur barizt ótrauð við hlið manns
síns og verið stoð hans og stytta, jafnt
í stóru sem smáu. Hún hefur ekki aðeins
verið honum góð eiginkona og móðir
tveggja dætra þeirra hjóna, heldur einnig
tekið virkan þátt í starfi hans. Sérstak-
lega hefur hún sýnt kjark og festu, þegar á
móti hefur blásið. Og Nixon héfur ekki far-
ið varhluta af mótlætinu á stjórnmálaferli
sínum. Þeir sem bezt þekkja til halda því
fram, að Pat eigi mestan þátt í að manni
hennar skyldi takast það sem álitið var
óhugsandi: Að vera kjörinn forseti eftir að
hafa fallið einu sinni.
Gamall bandarískur málsháttur er á
þessa leið: „Sýndu mér konu þína og ég
skal segja þér hver þú ert.“ Richard Nixon
getur sýnt eiginkonu, sem bandarísku
þjóðinni fellur vel í geð. Því til sönnunar
má nefna, að árið 1957 var Pat kjörin
„Iíúsmóðir þjóðarinnar“. Hún er einmitt
dæmigerð bandarísk húsmóðir og eigin-
kona, þótt hún sé ekki átrúnaðargoð og
18 VIKAN «• tbi.