Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 46
ANDRÉS INDRIÐASON MYNDIN OG MJÖDMIN Brezka hljómsveitin Nice sendi nýlega frá sér hæggenga hljómplötu, sem þykir sérstæð í meira lagi. Platan, sem nefnist „Ars longa, vita brevis“ (lífið er stutt en listin löng) hefur hlotið mikið lof þeirra vísu manna, sem fjalla um hljómplötur í brezku músikblöðunum. Þyk- ir hér kveða við nýjan og mjög óvenjulegan tón hjá hljómsveitinni, sem setji hana skör ofar en allar aðrar hljómsveitir, sem fengizt hafa við að leika pop músik. Aðalverkið á þessari merkilegu plötu heitir „Ars longa vita brevis“, og er það 19 mínútur að lengd. Þekur þetta mikla verk alla aðra hliðina, en á hinni hlið- mni eru nokkur smálög. í verkinu þykir gæta áhrifa frá klassiskri músik, jazz og rokk og róli — og finnst mönn- um andi nokkurra þekktra tónskálda svífa yfir vötnum. Nefndir eru í því sambandi Bach, Thelonius Monk og Sibelius. Fílharmoníuhljóm- sveit Lundúna leikur með Nice í þessu sér- stæða tónverki. Myndin á plötuumslaginu er nokkuð óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt: það er semsé röntgenmynd af þeim félögum í litum. Þegar þessar röntgenmyndir voru teknar kom í ljós, að aðalsprautan í hljómsveitinni, orgel- leikarinn Keith Emerson, var mjaðmagrindar- brotinn og hafði verið á kreiki í slíku ásig- komulagi um langt skeið. Hafði Keith orðið fyrir hnjaski á hljómleikum, þegar magnarar ultu yfir hann í hita leiksins. Læknir var þá til kvaddur en sá taldi, að mjaðmagrindin mundi ganga í réttar skorður á ný. Keith áleit, að læknirinn hefði haft rétt fyrir sér, því að hon- um fannst hann vera stálsleginn, —- þar til röntgenmyndirnar voru teknar, þá kom í ljós, að mjaðmagrindin er enn brotin. Liðsmenn hljómsveitarinnar Nice eru nú að- eins þrír. Til skamms tíma voru þeir fjórir, en gítarleikarinn hætti sl. haust og fór yfir í hljóm- sveitina Jethro Tull. Hljómsveitin Nice vekur' jafnan feiknalega athygli hvar sem hún kemur fram. Aðalsprautan er sem fyrr segir Keith Emerson. Hann lagði stund á píanóleik og tón- fræði árum saman en sneri sér síðan að pop músikinni. Vegna hinnar sérstæðu sviðsfram- komu hefur hljómsveitinni verið úthýst úr mörgum samkomusölum í Bretlandi, þar á meðal Royal Albert Hall í London, en þegar þeir komu þar síðast fram og léku útgáfu sína af laginu America úr West Side Story eftir Bernstein, dró Keith Emerson fram bandaríska fánann úr orgeli sínu og gerði sér lítið fyrir og kveikti í honum á sviðinu. Sá, sem þetta skrif- Framhald á bls. 50. Nice — frá vinstri: Brian Davison, trommuleikari, Lee Jackson, bassaleikari, Keith Em- erson, orgelleikari og David 0‘List, gítarleikari, en hann er nú hættur með Nice og kominn í hljómsveitina Jethro Tull. OBLADÍ - OBIADA Af hinum mikla ijölda laga á nýju Bítlaplötunum hefur „Obladí-oblada" orð- ið vinsælast. Þegar plöturnar komu út, sáu margir þetta fyrir, bar á meðal all- margar hljómsveitir, sem ekki voru seinar á sér að gefa lagið út á tveggja laga plötu. Ein þessara liljómsveita var Marmalade. Útgáfa þessarar hljómsveitar hefur sigrað í miklu kapphlaupi upp eftir vinsældalistanum brézka. Aðrar hljómsveitir, sem gáfu þetta lag út á tveggja laga plötu, voru m.a. Foundations og Bedrocks, sem er ný hljómslveit. Marmalade kom þessu lagi á markaðinn á mettíma. llljómsveitin var stödd í Newcastle, þegar einn vinur þeirra hringdi til þeirra og sagði þeim frá Jag- inu og lét þá heyra gegnum símann. Þeim leizt svo vel á lagið, að þeir ákváðu strax að leika það inn á plötu og biðu ekki boðanna. Þeir tóku flugvél á leigu og héldu til London í býti næsta dag. Þeir fóru sem leið lá í upptökusal, æfðu lagið og síðan var það tekið upp sama daginn. Tveimur dögum siðar var það komið í allar hljómplötuverzlanir! Um þessar mundir er Obladí-oblada ofarlega á vinsældalistum í fjórtán lönd- um, þar á meðal Bandaríkjunum, Danmörku, Frakklandi, Hollandi og Spáni. 46 VIKAN 8-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.