Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 36
Daiuj Instant DAILY er súkkulaði- drykkur. DAILY lcysist upp ó augabragði i mjólk eða vatni. Ein eða tvær teskeiðar nægja í eitt glas. Aðeins þarf að hræra og þó er tilbúinn undra- l Ijúffcngur súkkulaðidrykkur, heitur eða kaldur, eftir því sem hver óskar. Daua ER LJIIFUR DRVKKUR Náttúran hefur svarað Framhald af bls. 9. vann öll sín störf án árekstra, og ég er viss um að hún sá alla ævi, jafnt blindu árin og þau sjáandi, sólina skína við Langa- nes. Þannig vakir náttúruævin- týrið í vitund þess, sem skynjar það ofar öðru, í framvindu líð- andi stundar. Ég man ennþá ylinn frá hvít- um höndum hennar, sem aldrei töpuðu mýkt sinni og fegurð, þrátt fyrir langan vinnudag, þegar hún tók um barnshendur mínar, dró mig að knjám sér og las mér ævintýri, ekki af bók, aðeins úr eigin hug. Hve mörg þeirra hún hafði lifað sjálf veit ég ekki, en sólnæturævintýrið var hennar eigið. —■ Þetta var rétt hjá Þorvaldi, nú var liðin vika og ennþá þoka yfir hafinu og ekki heiðskírt við heiðarbrún. En ég undi hag mínum vel. f raun og veru fannst mér ég eiga þarna heima. Heiðin ofan við Syðri-Brekkur vera brot af mín- um bernskuheimi. Þótt ekki væri hann fótum troðinn. Öll él birta upp um síðir og þokuhrannir yfir hafi eyðast og hverfa. Það er bjartur sunnu- dagsmorgunn, réttir níu dagar síðan ég knúði fyrst á dyr minna ágætu gestgjafa. Þinghald mikið á fram að fara út á Eiði, sá bær 36 VIICAN 8- tbl- stendur austan á Langanesi. Frá minni fyrstu ferð um þær slóðir á ég ljúfar minningar. Við hjón- in komum þar seint að kvöldi. Fólk var við það að ganga til náða, en gestrisni íslendingsins, sem í afdölum og á útnesjum býr, verður seint fullrómuð. Frumstæð kennd og kjánaleg, segja kannski fullmenntaðir fjöl- býlismenn. Menningarleg mann- dyggð vil ég fremur segja. En því er minningin um þessa kvöldstund svo hugþekk, að við komum þar til ungra hjóna, sem áttu sjö börn, öll í æsku. í samræmi við óbrenglaða uppeldishætti voru þau öll kom- in til hvílu og sofnuð. Konan leiddi okkur að rekkju þeirra, með svofelldum ummælum: „Þessi blessuð börn eru það bezta sem við eigum og hver andvöku- nótt og erfiði fulllaunað vegni þeim vel og verði nýtir menn." Og þessi hugsunarháttur foreldr- anna endurspeglaðist í rósömu yfirbragði ungu andlitanna, sem hrein og björt nutu værðarinn- ar. Á mannþinginu á Eiði var fjöl- menni þennan sunnudag og sem fyrr var þar gott beina að þiggja. Meðal aðkomumanna var þar faðir húsfreyjunnar, Sigurður, þó ekki þeirrar sömu og ég gat um hér á undan. Þar voru þá tvö heimili. Þegar gamli maður- inn hlerar það að ég hafi hug á að vera á Heiðarfjalli um mið- næturskeið, býður hann mér leiðsögn sína, og segir að hægt muni að aka alla leið upp á jepp- anum, því þar sé nú unnið við; undirbúning að byggingu mið- unarstöðvar á vegum varnarliðs- ins. — Eitt sárið enn á brjósti íslenzkrar byggðar. — Þegar amma mín lifði sitt sólnæturæv- intýri höfðu ekki járnhælar stríðsmanna troðið vanga fjalls- ins. Og einhvernveginn fannst mér sem endurskin miðnætur- sólarinnar mundi annað í jarð- ýtuspörkum herverndarinnar, en fyrrum í lyngmó og mjúkum mosa. Rétt fyrir miðnættið ókum við Sigurður upp fjallið norðan, £ móti hafsól. Glampandi útsærinn var sléttur sem spegill, en móða yzt vi ðsjónhring gerði skinið daufara og ævintýrið fölara. Víst var það fagurt, en hefði ég ekki áður séð það í sterkara Ijósi og litbrigðaríkara, veit ég ekki hve áhrif þess hefðu orðið huglæg, en lífsmynd horfinnar æsku, helgidómur gamallar konu bar þar hærra og eyddi hulunni. Gengin spor og nokkrir svita- dropar hefðu gert hugþekkari ferðina upp fjallið, en vélardyn- urinn og hjólanötrið. Ennþá höfðu ekki mikil spjöll verið unnin þarna, aðeins verið særð kinnin, sem norður sneri svo jeppadrusla komst þar upp. Á fjallskollinum voru nokkrir hælar, boðskapur þess, sem í vændum var, að öðru voru holt, melar og mosahúfan ósært. Eftir að hafa dvalizt þarna góðan tíma og notið útsýnis til allra átta, snerum við sömu leið til baka. Að bíða eftir bjarma morgunsins mundi verða án ár- angurs. Þokumóða sem færðist yfir hafið gaf vísbendingu um að hún hækkapi með rísandi degi. Þungur hafniður og örlítið báruseitl við ströndina var það eina sem rauf algera kyrrð næt- urinnar. — Heilsulind friðvana sál. — Það þarf nokkra karl- mennsku til að gangsetja bíl á slíku augnabliki — eða — kannski öllu fremur tillitsleysi. — Morgunbirtan var að færast yfir byggðina, þegar við ókum inn í Þórshafnarþorp, ennþá var þó enginn tekinn til við amstur dagsins. Gamli maðurinn -— ferðafélagi minn — hvarf til síns heima. í skini morgunsins, við glugg- ann á gistiherbergi mínu, var hugurinn fanginn af ævintýri ungu stúlkunnar, sem hoppaði berfætt um mýrar og móa, með blaktandi rauðgullna lokka. Hún eignaðist drauminn um sitt „Ljósaland“ í litríkum bjarma sólmánaðar. Þegar friður færðist yfir flóa, fjörð og byggð. Þennan draum fékk hún fyrst ráðinn í fjarlægu héraði, þar sem heimili hennar stóð um tugi ára, en miðnæturævintýrið, sem hún ung lifði á ströndinni austan Þistilfjarðar við heiðina há, var henni ljósvaki langrar ævi. Bros móður náttúru, hvort sem það ljómar í bárum hafsins eða á iblómvörum jarðar, er hverju ungmenni holl heimanfylgja. — Nú er ekkert að vanbúnaði lengur. Á austurbrún Axarfjarð- ar lít ég til baka. Heiðarfjall ber mót himni lengst í austri. í ijóma rísandi dags sé ég bros löngu horfinna tíma, bros sem gerðu æsku mína auðugri og náttúruskynið næmara. Það er ekki svipull sigur, að :skipta um svið í sólmánuði. STRÖNDIN Ströndin liggur móti austri. Þar er stutt milli brims og brúna. Við hlíðarfót eru stórgrýttar urð- ir, ákjósanlegur bólstaður villi- refa, enda margir átt þar hæli og komið upp stórri fjölskyldu. Við sjóinn er mikið fuglalíf og þvi gott til fanga og aðdrættir auðveldir. Ofan urðanna er brött hlíðin, klædd mosa og lágvöxnu krækilyngi. Efst er svo þver- hníptur klettaröðull, þar sem að- eins er gengt á fáum stöðum um sandskörð og gildrög í brúnina. Út frá landinu eru nes og tang- ar, þar sem aldan svellur við hverja flúð, þegar vindur stend- ur af hafi. Klif og kleifar skilja þar víkur og voga. Á kambinum ofan fjörunnar liggja skinin bein grænna skóga, sem straumur og vindar hafa borið langa vegu og fært að landi. Hefur, fyrr á öld- um, mátt finna þar góðan efni- við högum höndum. Blöðruþang, kufungur og báruskel, barnagull liðins tíma, finnast þar við hvert fótmál. — Svalaiind rmala- drengsins fæðist við fjallsrót og hoppar tær og kitlandi niður mó- inn eða mýrasund að víkurbotni, þar mynnist hún við bárukvikan útsæ. Lambagras og holtasól, skreyta mela og grýttar hæðir gefa auðninni líf og angan vorsins. Misflatt landið býður víða brekkuskjól, gott þeim, sem ung- ir og óveðraðir eru þar oft á ferli. Á skerjunum utan við nes- in sofa urtubörn, vöktuð vökul- um móðuraugum. Á blindskerjum yzt við mynni fjarðarins rís hafaldan hátt, brotnar með þungum dyn, veður inn að landinu og lætur þar ó- friðlega í vonleysi sínu um lengra líf. Þannig er ströndin. Hann er 19. aldar maður. Römm kyngi þjóðsögunnar hefur mótað lífstrú hans og gert hann öðrum skyggnari. Ellin hefur sótt hann heim kreppt limina og beygt bakið, svo t;l erfiðis er hann lítt fær lengur. Þess vegna er hann smali og situr fé á ströndinni. Það er við hæfi. Hér sleit hann líka barnsskónum, þá var ljúft að lifa. Hvert fótmál sem hann stígur l

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.