Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 22
Dr. Robert Stolar heitir einn af fremstu húðlækn- um Bandaríkjanna, og ný- lega kom hann fram með kenningu, sem ef til vill á eftir að valda tímamótum í samskiptum hinna ólíku litarhátta. Hann heldur því sem sé fram og telur sig geta sannað með dæmum, að hægt sé — og verði héð- an í frá hægt — að hvítta negrana. Hann ljóstraði þessu upp á þingi bandaríska læknafélagsins, og máli sínu til stuðnings sýndi liann kvikmynd (í svörtu og hvítu) af tilraunum sínum, og auk þess Ijós- myndir af hálfum öðrum tug negra, sem hann hafði hvíttað. Starfsbræður hans urðu spenntir, en létu ekki sannfærast til fulls. Þá stóð dr. Stolar upp á nýj- an leik, benti með einum fingri á konu í áheyrenda- salnúm og sagði: — Sjáið þessa konu þarna. Hún var ein þeirra allra fyrstu, sem ég meðhöndlaði, og á henni má sjá, hvað hægt er að gera fyrir svertingjana. Kona þessi heitir frú Diana Roman, og henni sagðist frá á þessa leið: — Þeir steyptu sér yfir mig eins og gammar, og héldu eindregið, að þetta væri lýgi. IJpprunalega leitaði frú Roman til dr. Stolars vegna þess, að hún fór að fá hvíta blefcti hér og þar um skrokkinn. Dr Stolar hefur rannsakað þetta fyrirbrigði árum saman, og var kom- inn að þeirri niðurstöðu, að auðveldara væri að hvítta hörund en sverta það. Aðgerðin kostar sem svarar um 45 þúsund krónum íslenzkum, og er í því fólgin, að reglulega er ákveðin efnablanda borin á húðina í tvö ár. Þessi blanda fannst fyrir tilvilj- un, eins og svo mörg ágæt lyf; á árum heimsstyrjald- arinnar síðari uppgötvuðu svertingjar, sem unnu í leð- urverksmiðjum, að hendur þeirra og handleggir hvítn- uðu af efni því, sem borið var innan í gervigúmmí- hanzka þeirra, Síðan þá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.