Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 12
Ií. janine tók sér leigubíl heim. — Örvilnuð, það var ekki, rétta orðið yfir ástand hennar. Hún gat ekki grátið, ekki hugs- að, ekki einu sinni hatað. Þetta var miklu verra. Það var eins og eitthvað hefði brostið innra með henni. Lífsneisti. Hluti hjartans. Eftir var aðeins tóm. Og skömm. Hún skammað- ist sín fyrir að hafa elskað þenn- an mann, hún skammaðist sín fyrir viðkvæmni sína, undan- látssemi sína, ástríður sínar. Þegar Janine lokaði útidyrun- um, gekk gegnum eldhúsið, gegnum stofuna, framhjá hundr- uðum smámuna, sem allir minntu hana á mann hennar, þá var hún aðeins viss um eitt: hún vildi aldrei sjá Júrgen framar. VIÐ hve rj a Hún gat ekki framar dregið að sér andrúmsloft þessa húss. Hérna hafði hann sagt öll sín fölsku orð. Meira að segja í gær. Á hverju ári ein rós í viðbót. . . . Eg er alveg vitlaus í þig.... Komdu, við skulum dansa.... Þú ert eins og sautján ára.... Aðeins út eins fljótt og unnt var. Burt. Eitthvert. Gleyma. Gleyma fimm árum. Láta eins og þau hefðu aldrei verið. í flýti pakkaði hún niður í ferðatösku. Skartgripir, undirföt, nokkrir kjólar, sparibókin henn- ar. Hún hafði næga peninga til næstu daga í veskinu. Hvað kom henni fallega húsið í Mariendorf lengur við? Hún hafði ekkert að gera við það lengur, hún gaf honum það, hann gæti flutt þá rauðhærðu þangað til sín.... — Góðan dag, frú Siebert, sagði einhver, þegar hún stóð á götunni. Hún svaraði ekki. Hún hafði ekki lengur neinn áhuga á ná- grönnum. Nokkrum götuhornum fjær fann hún leigubíl. Bílstjórinn kom töskunni fyrir í farangurs- rýminu. — Hvert? spurði hann. — Til Tempelhof flugvallar- ins.“ Maðurinn leit á úr sitt. — Þér ætlið líklega að ná vélinni til Frankfurt? — Já, svaraði hún. — Því náum við. Hvers vegna ekki Frankfurt, hugsaði hún. Frankfurt var al- veg eins góð eða slæm og hver 12 VIKAN 8 tbl önnur borg. Markmiðið var hvort eð er ekkert. Hún þarfnaðist næðis, tíma til að hugsa, tíma til að ná sér. Tíma til að komast að því, hvað enn væri unnt að gera. Nú var hún tuttugu og sjö ára. Og á leiðinni til flugvallar- ins varð henni ljóst að hún þekkti engan í öllum heiminum, sem hún nú gat leitað til. For- eldrar hennar voru látnir. Það hafði enga þýðingu að fara til Strassburg. Grafir gefa engin svör og æskuminningar valda aðeins ennþá meiri örvilnan. Þá kom henni Claudette í hug, Claudette, sem hún hafði fengið bréf frá í gær, og sem hafði boð- ið þeim heim um áramótin.... Þær Claudette höfðu alltaf get- að skilið hvor aðra. Gagnvart hjá Claudette á miðri nóttu. Hún gat hringt þangað í fyrramálið. Þetta er Janine, ætlaði hún að segja eins glaðlega og hún gat, getur þú gizkað á hvar ég er ...? Bílstjórinn ók henni á Hótel Mirabelle. Hún tók ekkert eftir götunum, sem þau óku um, ekki eftir gamla og nýja Marres, ekki eftir verunum, sem alls staðar voru á rangli — hún ætlaði frek- ar að skoða það allt við dags- birtu. Mirabelle var gamalt, fremur fornfálegt hótel. Að utan var það hrörlegt, að innan var eftir megni reynt að halda við viss- um fornum glæsibrag. Janine kom inn í hótelið um klukkan ellefu. Hún afhenti vegabréf sitt og fékk herbergi 16 á jarðhæð. Það var hvort- N Ý FRAMHALDSSAGA EFTIR JENS BEKKER snertingu hans henni þurfti hún ekki að ljúga neinu, ekki vera með nein und- anbrögð, ekki finna upp neina sögu. Við hana gat hún sagt: Claudette, mér líður hræðilega. Hjónaband mitt er farið út um þúfur. Eg fór að heiman og tók aðeins með mér eina tösku. Þegar Janine kom inn í sal flugvallarins, hafði hún tekið ákvörðun. Já, hún ætlaði að fljúga til Marokkó. Ekki senda neitt skeyti. Ekkert. Aðeins standa fyrir utan dyrnar. Hún gekk að borði Air France. — Get ég enn fengið far með vélinni til Frankfurt? — Þér eruð heppnar, frú mín, svaraði stúlkan. — Vélin er reyndar fullbókuð, en rétt í þessu hringdi doktor Sérva- tius og afþakkaði.... þér fáið sæti hans. — Öðru hvoru verður maður nú að vera heppin, sagði Janine lágt. Og um leið sneri hún and- litinu til hliðar, svo tárin í aug- um hennar sæjust ekki. Janine var meðal farþega, sem gengu frá borði tveggja hreyfla vélarinnar, sem lenti í suður- marokkósku borginni Marres þann 13. desember kl. 22.17. f samanburði við evrópska flugvelli var völlurinn í Marres varla flugvelli líkur. Hermanna- skýli, óhreinindi og coca cola sjálfsali, það var allt og sumt. Þrátt fyrir það var hægt að fá leigða bíla. Og bílstjórarnir töl- uðu frönsku. Janine lét aka sér á næsta hótel. Hún vildi ekki vekja upp tveggja tilviljun. Því hún, eins og aðrir hótelgestir, taldist til þess fjölda grunlausa fólks, sem vissi ekki, að hin örlagaríka stund nálgaðist óðfluga. Janine opnaði gluggann á her- bergi sínu og hleypti svölu, þægilegu lofti inn. Stjörnur blikuðu á himni, þær höfðu ró- andi áhrif. Janine var ekki þreytt. Hún ákvað að fara aftur fram og at- huga hvort ekki væri bar í hó- telinu, þar sem unnt væri að fá sér kokkteil. Þegar hún kom út úr herbergi sínu, sá hún lítinn dreng koma eftir ganginum. Hún stóð kyrr, hrærð. Berfættur, í sítrónugulum náttfötum, með sundurtættan Teddybangsa — þannig arkaði litli snáðinn í áttina til hennar. Var hann fjögurra eða fimm ára? Hann hafði hinn yndislega húðarlit kynblendinga, svart hár, stór dökk augu, óttafull augu og tár blikuðu á bráhárunum. Með andköfum lagði hann vandamál sitt fyrir hana á hreinni frönsku: pabbi og mamma voru horfin, höfðu skil- ið hann einan eftir, og hann hafði vaknað og orðið hræddur. Janine hughreysti hann. — Pabbi og mamma hafa líklega bara farið að borða. Þau koma örugglega aftur á hverri stundu. Og brosandi bætti hún við: — En þú getur ekki farið inn í borðsalinn á náttfötunum. Drengurinn þurrkaði tárin af andlitinu. — Hvað heitir þú? — Charles, sagði hann. — Jæja, Charles, þú ert nú orðinn svo stór piltur. Þú ert örugglega ekkert hræddur þótt mamma og pabbi fari pínulitla stund út úr herberginu og skilji þig einan eftir? — N ... nei. — Jæja, þarna sérðu. — Jan- ine tók í hönd hans. ■— Nú sýnir þú mér herbergið þitt og ég fylgi þér aftur í rúmið. Herbergi Charles lá í nýrri hliðarálmu og var á neðstu hæð. Þangað gekk Janine með Char- les litla með óttafullu augun. Allt í einu námu þau staðar og horfðu hrædd hvort á annað Dimmar drunur bárust að eyr- um þeirra, þau urðu vör við greinilegan titring jarðarinnar. Janine dró drenginn þétt að sér og fór að hlaupa. Af eðlis- ávísun leitaði hún út. Hún kom nú auga á dyrnar, vængjahurðina, þá fór gólfið á hreyfingu, veggirnir rifnuðu hvorir frá öðrum, jörðin virtist klofna og gleypa allt, þrumur og eldingar, eldur og aska — allt: virtist þetta nú koma yfir borg- ina Marres. Janine þrýsti barninu að sér, og hún gaf frá sér hvellt öskur. Gryfja opnaðist henni allt í einu. Svört hyldýpisgjá jarðarinnar opnaðist af ósýnilegum kröftum, hrifsaði allt til sín niður í djúp- ið .... Tíu tímum eftir eyðilegging- una var loftið enn mettað ryki. Fjórum kílómetrum utan við Marres hafði verið komið upp sjúkratjöldum, amerískum tjöld- um, sem fengu dagsbirtuna til að líkjast óhreinindum, þega|r hún þrengdi sér gegnum olíu- græna veggi þess. Dr. Stephan Haller var önn- um kafinn við að hreinsa fullan munn af ösku. — Sáratöng, sagði hann bak við grímu sína. — Bindi. — Klemmur. Litli snáðinn hérna var sá nítjándi í dag. Miltisblæðing. Hve barnamagi var lítill, þegar skera varð af honum. Inni í skurðtjaldinu var nærri því eins hljótt og á sjúkrahúsi. Hinir særðu, sem komu veinandi og emjandi á börunum, fengu strax sprautu og urðu hljóðir.. Og áður en þeir vöknuðu til að geta haldíð áfram a(ð kvarta, voru þeir aftur komnir út. — Slagæð 104, andardráttur eðlilegur, tilkynnti svæfingar- læknirinn. Systir Maria rétti honum þög- ul aðra klemmu. Stephan Haller fann ekki leng- ur fyrir fótum sínum, hann hafði nú þegar staðið svo lengi á gúmmíbotninum, sem var synd- andi í lysoli. En hann gat treyst höndum sínum, þær unnu ó-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.