Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 47
Lee Hazelwood.
wine", og það kom á B-hlið næstu
tveggja laga plötu Nancy. Þegar
platan var komin út, urðum við þess
vör, að í útvarpsstöð einni í Kali-
forníu var „Summer wine" oftast
spilað. Þá ákváðum við að hafa
endaskipti á hlutunum, og höfðum
„Summer wine" á A-hlið plötunn-
ar. Þannig komst platan ofarlega á
vinsældalistann. Síðan sungum við
saman lagið „Jackson", og það lag
varð vinsælt í mörgum löndum.
Nýlega kom út á vegum Reprise
hljómplötufyrirtækisins f Bandaríkj-
unum plata með 12 lögum eftir
Lee — og syngur hann þau öll sjálf-
ur. Platan heitir því undarlega nafni
„Ast og aðrir glæpir"! Þetta er
fimmta hæggenga platan, sem kem-
ur frá Lee Hazlewood. Hinar fjórar
plöturnar hafa haft að geyma lög
eftir hann, sem aðrir hafa sungið.
Sjálfur segir Lee, að þessi nýjasta
plata sé sú kostnaðarsamasta, sem
hann hafi gert. Hún var tekin upp í
París — í upptökusal á stærð við
baðherbergi — og fór Lee ásamt
hljóðfæraleikurunum gagngert frá
Los Angeles til Parísar til þess að
taka upp plötuna. Var kostnaðurinn
við ferðalagið og uppihaldið meiri
en kostnaðurinn við gerð plötunn-
ar.
Lee Hazlewood hefur ýmsar á-
ætlanir á prjónunum varðandi
hljómplötuútgáfu á næstunni. Plötu-
fyrirtæki hans hefur m.a. gert samn-
ing við sænsku leikkonuna Ann-
Margret, en Lee telur, að hún eigi
framtíð fyrir sér sem söngkona. Þá
hefur Lee einnig augastað á annarri
dömu, Coleen Lanza, en hún er
dóttir hins fræga söngvara Mario
Lanza. — Það tók mig heilan mánuð
að kenna henni að syngja dægur-
lög, en áður hafði hún lagt stund
á söngnám með það fyrir augum
að verða óperusöngkona.
☆
ÁST OG ABRIR
GIÆPIR
Lee Hazelwood er einn þessara
fugla, sem svo margt er til lista
lagt. Flestir munu kannast við söng
hans ásamt Nancy Sinatra í lögun-
um „Summerwine" og „Jackson",
en sjálfur samdi hann baeði þessi
lög. Hann hefur samið flest þeirra
laga, sem Nancy Sinatra hefur sung-
ið á plötur og einnig lög fyrir aðra
söngvara.
Lee fékk þegar á unga aldri
áhuga á Ijóðagerð og síðan rak að
því, að hann langaði tii að semja
lög við Ijóðin sin. Gallinn var bara
sá, að hann gat ekki lesið nótur.
Þess vegna fór hann í upphafi að
eins og margir, sem svipað er ástatt
fyrir, að hann spilaði lögin á eitt-
hvert hljóðfæri, t.d. sílófón, og tók
þau upp á segulband. Nú hefur Lee
hins vegar lært talsvert um þessi
fræði og þarf ekki á þessari aðferð
að halda. Það, sem öðru fremur
kveikti áhuga Lee á músikinni var,
að hann starfaði um tíma sem plötu-
snúður (diskótekari). Upp frá því
fór hann að langa til að semja lög
sjálfur og hann fékk líka áhuga á
að stjórna plötuupptökum. En upp-
tökuaðferðirnar voru frumstæðar til
að byrja með. Hann segir:
— Ég smalaði saman nokkrum
spilurum í upptökusalinn, en þeir
áttu erfitt með að skilja, hvað það
var, sem ég vildi fá fram. Ég vissi,
hvað ég vildi fá, en ég gat ekki
útskýrt það. Yfirleitt endaði þetta
með þvi, að ég spilaði fyrir þá plöt-
ur, sem höfðu nokkurn veginn þann
hljóm, sem ég vildi, og einhvern
veginn blessaðist þetta þannig.
Lee hóf rekstur eigin hljómplötu-
fyrirtækis, sem hann nefndi „Jamie"
og réði til sín ungan og óþekktan
gítarspilara, Duane Eddy. [ þrjú ár
spilaði Duane inn á plötur hjá Lee,
og hinn frægi og sérstæði „twang"
hljómur hans var uppfinning Lees.
Lee gaf út allar fyrstu metsöluplöt-
ur Duane Eddy og samdi mörg lag-
anna sjálfur.
Lee hefur ekki aðeins fengizt við
hljómplötuupptökur, — hann hefur
líka fengizt við upptöku á sjón-
varpsþáttum, m.a. stjórnaði hann
sérstökum þætti Nancy Sinatra, sem
nefndist „Moving with Nancy".
Lögin úr þessum þætti eru til á hæg-
gengri hljómplötu. Fleiri slíkir sjón-
varpsþættir eru nú í bfgerð. Eins og
áður segir, hefur Lee Hazlewood
líka fengizt við að syngja, en hann
segir, að það hafi komið til af ein-
skærri tilviljun.
— Ég samdi nokkur tvísöngslög
fyrir karl- og kvenrödd og var lengi
vel í vandræðum með að finna
söngvara til að syngja þessi lög.
Um það leyti stjórnaði ég upptök-
um á plötum Nancy Sinatra, og hún
stakk upp á þvf, að við tvö syngj-
um eitt lag saman á 12 laga plötu,
sem hún var þá að vinna að. Það
varð úr, að við sungum saman lag,
sem heitir „Sand". Þetta var allt í
gamni til að byrja með — dálftið
grín okkar Nancy á milli. Sfðar
sungum við saman lagið "Summer
MONKEES ERU DRENGIR GODIR
Julie Driscoll, Brian Auger og The Trinity var boðið til Hollywood fyrir
nokkru til þess að taka þátt í sjónvarpsþætti ásamt The Monkees. Samvinna
þessara tveggja ólíku hljómsveita virðist hafa verið með bezta móti, þvf
að Brian lét svo um mælt, þegar hann kom úr reisunni, að á næstu tveggja
laga plötu Julie Driscoll yrði að líkindum lag eftir Mike Nesmith í Mon-
kees. Lagið heitir „Listen to the band". Brian sagði, að hann hefði ekki
orðið yfir sig hrifinn, þegar hljómsveit hans var boðið að vinna ásamt
Monkees að umræddum sjónvarpsþætti. Hann hefði ekki haft mikið álit
á Monkees. Þetta sjónarmið hefði hins vegar breytzt eftir ferðina, og
sagði Brian, að þeir félagarnir í Monkees hefðu ómaklega orðið fyrir
aðkasti manna, sem ekki þekktu til þeirra. The Monkees væru hinir ágæt-
ustu músikantar og drengir góðir. ☆
b. tw. VIKAN 47