Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 5
veiting-ahúsi. Auk þess er engan veginn auðvelt að festa Rúnar á filmu, þegar hann baffar stöffugt út öll- um öngum og stekkur jafnvel hæff sína í öllum herklæffum! HÖFUNDAR EKKI GETIÐ Kæri Póstur! Á nýju plötunni hans Hauks Morthens er lag og texti, sem heitir Gleym mér ei. Á plötunni stend- ur, að það sé eftir ókunn- an höfund. En þetta er alls ekki rétt. Lagið og textinn er eftir Theódór Einarsson frá Akranesi. Það er óþarfi að geta ekki höfundar. Haukur hefði getað aflað sér upp- lýsinga um þetta lag eins og önnur lög á plötunni. Auk þess hefði platan þá orðið seljanlegri, því að þessi höfundur hefur afl- að sér vinsælda meðal fjöldans. Og enn má geta þess, að þetta gerir höf- undi að sjálfsögðu óhægt um vik að njóta réttar síns hjá STEFI. Óskar Jónsson. Viff komum þessari leiff- réttingu hér meff á fram- færi. ALDREI FRAMAR ÓMAR Kæri Póstur! Sg sá fyrir skömmu í þér bréf, þar sem Omari Sharif var hælt upp úr öllu valdi og Vikan beðin að birta sem mest af myndum og fréttum af honum. Og í svarinu gat Pósturihn þess að innan skamms væri von á Ómari þessum í nýrri mynd, þar sem hann leikur Che Gue- vara. Ekki tek ég undir óskir bréfritara. Mér finnst þessi Egypti fram úr hófi þreyt- andi og leiðinlegur leik- ari, að vísu einn af þeim sem mætti heita þolanleg- ur ef maður sæi hann sjaldan og aðeins í minni hlutverkum, en að hafa hann fyrir augunum í jafn langri mynd og Doktor Sí- vagó, það er hreinn hryll- ingur. Sú mynd var ann- ars prýðileg, um það sáu leikkonurnar, Alec Guen- ess og fleiri. En Ómar siálfur var þar hrein plága. Og mér finnst það bein svívirðing við minn- ingu jafn ágætrar frelsis hetju og Ches Guevara að láta þennan slepjulega og dáðlausa playboy leika hann. Ég vil enda þetta bréf með því að óska þess að þið birtið héðan af sem sjaldnast, og helzt aldrei, myndir eða fréttir af Óm- ari Sharif. Go. Það er bersýnilegt aff þessi bréfritari er karl- maffur. Þaff er engin ný- lunda, aff karlmenn þoli ekki kvennagull, enda hafa þeir kannski svolitla ástæffu til þess. SVAR TIL „EINNAR 19 ÁRA" s! Þú skalt fara til læknis Miegar í staff. Þaff er mjög ilíklegt, aff þaff sem aff þér er, sé ósköp lítilvægt og því megi kippa í liffinn á örskömmum tíma. En það er nóg til þess aff valda þér stöffugum óþægindum og gerir þaff aff verkum, aff þér líffur aldrei vel og ert þar af leiffandi sjaldan í góffu skapi. Þess vegna skaltu ekki liika viff aff leita affstoffar læknis. NÁMSKEIÐ í FRAMREIÐSLU Kæri Póstur! Mig langar til að athuga, hvort þú gætir veitt mér upplýsingar um mál, sem ég hef mikinn áhuga á. Eru haldin námskeið í framreiðslu eða þernu- störfum hér á landi? Hvað taka þau langan tíma og á hvers vegum eru þau? Nafnlaus. Matsveina- og veitinga- þjónaskólinn, sem hefur affsetur sitt í Sjómanna- skólanum, heldur alltaf öffru hverju námskeiff fyr- ir stúlkur í framreiðslu. — Allar nánari upplýsingar geturffu fengiff hjá skóla- stjóranum, Tryggva Þor- finnssyni. — Mamma, eigum við ekki að tala um blómin og bý- flugurnar? GQLFTEPPI ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA WILTON OG AXMISTER GÓLFTEPPA- DREGLA. BREIDDIR: 70 cm, 90 cm, 274 cm, 366 cm OG 457 cm. ÖNNUMST ÁSETNINGU. FILT FYRIR LIGGJANDI. Greiðsluskilmálar FYRIRLIGGJANDI GÖLFTEPPI OG MOTTUR. STÆRÐIR: 70 x 130 cm, 70 x 140 cm, 70 x 340 cm, 81 x 160 cm, 91 x 173 cm, 114 x 183 cm, 137 x 198 cm, 180 x 230 cm, 180 x 275 cm, 230 x 275 cm, 275 x 275 cm, 275 x 320 cm, 275 x 365 cm, 200 x 300 cm, 250 x 350 cm. FriOrik Bertelsen LAUFÁSVEGI 12 - SÍMI 36620 V.-----------------------------------/ 8. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.