Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 9
Voru hér nokkur úrræöi? Presturinn tekur sig út úr hópnum. Hann gengur að auganu. Aöeins nokkur hrynjandi tár af hvörmum þess, annað ekki. Við færum okkur ögn fjær. Loftið er þrungið spenningi. Maðurinn og náttúran horfast í augu...... kennilegt að tala um huglæg tengs milli manns og hrynjandi straumvatns eða brattra berg- hamra, en svo er þetta þó, komi landið ekki til móts við skáldið, yrkir það ekki náttúruljóð. Eftir að hafa staðið stutta stund bak við Seljalandsfoss og séð litgeisla sólarinnar brotna í hrynjandi vatnsfallinu heldur hópurinn aftur vestur á leið. Ek- ið er upp sandinn og staðnæmst hjá Stóra-Dímon. Fúsir og fót- fimir menn leggja þegar á bratt- ann og fagna á efstu brún með hugarfari þess, sem hefur sigrað fjallið. Hinir hreiðra sig í brekkuskjóli, gæta að grænu laufi eða skóf á steini, ánægðir yfir því að hafa sigrazt á freist- ingu fjallsins og hætt sér ekki hátt heldur notið þess, sem næst var. Veðrið er orðið úfið, gufu- mökkurinn yfir heita bænum austan við Hellisheiðina bland- ast vatnsúða loftsins. Við ökum gegnum þorpið og upp í dalverp- ið. Þar er náttúruundrið sem við viljum sjá. — Lifandi hver. Að vísu enginn Geysir, aðeins lítil Grýta, en hver samt. Bílarnir staðnæmast, hópurinn fer út. Hvað! hér er ekkert merkilegt að sjá — dálítið bullandi vatns- auga, varla að upp úr því sjáist nein gufa, hvað þá heldur að annars verði valrt, sem meira lætur yfir sér. Voru hér nokkur úrræði? Presturinn tekur sig út úr hópn- um. Hann gengur að auganu. Aðeins nokkur hrynjandi tár af hvörmum þess, annað ekki. Við færum okkur ögn fjær. Loftið er þrungið spenningi. — Það er sem stundin standi kyrr. Maður- inn og náttúran horfast í augu. Hann stendur þögull og álútur. Hún tárfellir. Presturinn snýr til baka. En — var þetta tilviljun? Tíu til tólf metra há vatnssúla stígur til himins. Náttúran hefur talað. Var hún að svara kalli prestsins? Við drögumst dálítið aftur úr, hinir bílarnir hafa flýtt för sinni meira. Við ökum heim að Kol- viðarhóli, og fáum þar hress- ingu á kostnað kennaranna. Og að því loknu? Komast í bæinn? Nei. — Vill ekki presturinn segja okkur sögu? Stofan á Hólnum breytir um svip. Hún verður heimur liðinna ævintýra og ör- laga. Rödd prestsins er djúp og þung. Málfar hans er meitlað og hrynjandi. Það er eins og sagan gerist að okkur sjáandi. Við lif- um hana. Hún er raunveruleiki, ekki aðeins sögð heimild, lesin af skráðum blöðum. Og fyrst maðurinn gat náð til okkar á þennan hátt, sem ennþá vorum náttúrubörn á þroska- skeiði. Var þá nokkur ástæða til að efast um, að náttúran sjálf, móðir vor allra, hefði í dag svar- að kalli hans. SÓLNÆTUR VIÐ LANGANES „Hvað ætlar maðurinn að vera lengi?“ spurði frú Aðalheiður Eiríksdóttir á Þórshöfn austur. þegar ég fyrir nokkrum árum bað hana að hýsa mig langt að kominn ferðalang? „Þangað til ég sé af Heiðarfjalli miðnætursól við Langanes?“ „Þá getur nú dvölin orðið nokkuð löng,“ segir Þorvaldur Pálsson, maður Aðal- heiðar. „Hann er stundum þoku- sleginn hér utan við nesið.“ Á þetta er sætzt. ííg hætti á að bíða og þau fallast á að hýsa mig. Skyldi þá ekki sólhnötturinn yfir hafi um Jónsmessuleytið ósköp líkur sjálfum sér, hvort hann er séður af Heiðarfjalli á Lauganesi eða t.d. vestur á Skaga. Jú eflaust. En það eru engin tvö ævintýri eins, og jafn- vel sama sagan breytir um svip eftir því hver segir hana. Þess vegna er ég viss um að náttleysa á þessum slóðum skapar hjá mér allt annan hugblæ undir skini hnignandi sólar en annars stað- ar gæti orðið. Þetta ævintýri. — Miðnætursól við Langanes er eitt hið fyrsta sem eyru mín námu og vitund mín skynjaði: Ég hafði oft lifað það í heimi hugmyndanna en aldrei séð það í raunveruleika, sé miðað við venjulega túlkun þess hugtaks. Barnsfætur mínir léku fyrst á útnesi vestan Húnaflóa, en barns- fætur konunnar, sem gaf mér sólnæturævintýrið, á ströndinni austan Þistilfjarðar. Ung flutti hún það með sér í fjarlægt hér- að, varðveitti það gegnum stór- brotin starfsár og gaf það að leiðarlokum dreng, sem hún vildi forða frá langnætti í hug- arheimi. Þótt þessi kona væri blind í sextán ár, þá var eins og fólkið veitti því varla eftirtekt. Hún Framhald á bls. 36. 8. tw. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.