Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 20
Kosningaferöalögin voru löng og erfið, en á þeim öllum var Pat Nixon með manni sínum honum til trausts og halds. NÝJA HÚSFREYJAN í HVÍTA HÚSINU bæði af fátæku íólki komin og kafa þurft að berjast til frægðar og frama ein og óstudd. Hún missti báða foreldra sína, þegar hún var ungling- ur, og varð þess vegna að kosta sig sjálf til náms. Hún vann ýmisleg störf jaínhliða námi, var einkaritari, skrif- stoíustúlka í banka, aðstoðar- stúlka á röntgendeild og gegndi ýmsum fleiri störfum. Mörgum þykir óvenjulegt, að Pat og Dick skuli allt í einu vera orðin fyrirmynd alls almennings, skipa æðstu stöður þjóðarinnar. Oftast hefur slíkt fólk verið úr hópi binna ríku og notið lífsins við þau kjör, sem allur almenn- ingur óskar sér, en hefur aldrei haft. Nixonhjónin eru undantekning frá þessari reglu. I>au eru af fátæku fólki komin og þekkja þar af leiðand kjör almennings. Þau hafa ekki frá fvrstu tíð lifað við allsnægtir og dansað á rósum, eins og Kennedyarnir hafa til díoinis gert. Dætur þeiri’a hjóna tvær heita Tricia, sem er 22 ára og Julía, 18 ára. Sú síðarnefnda giftist í desembermánuði síð- astliðnum David, sonarsyni Eisenhowers, fyrrum Banda- ríkjaforseta. Pat hafði því í mörgu að snúast síðustu mán- uði liðins árs. Vegna kosn- ingabaráttunnar þurfti hún að ferðast um Bandaríkin þver og endilöng og koma fram við hlið manns síns næstum daglega. Kosninga- baráttan var löng, ströng og lýjandi, og þau hjónin voru á eilífum þeytingi út úr bif- reiðum, upp í flugvéjar og inn á ný og ný gisiihús. En jafnframt þurfti Pat að und- irbúa brúðkaup dóttur sinn- ar, huga að brúðarkjólnum og öllu því ótalmarga, sem fylgir einu brúðkaupi. Samband Pat og dætra hennar hefur alla tíð verið mjög náið. Sumum þykir smekkur hennar í klæðaburði heldur íhaJdssamur. Hvað sem því líður er eitt víst: Dætur hennar hafa e!<ki feng- ið að fylgjast með hinni lit- ríku og öfgakenndu tízlai nú- tímans. Hún hefur harðbann- að þei mað ganga í örstutt- um pilsum og flest það, sem táningum þykir fínt nú á dög- Pat á tali við einn af kjósendum manns hennar (fremri inyndin). Pat Nixon á heimili þeirra hjóna, áður en þan fluttu í Hvíta húsið. — Með henni er yngri dóttirin, Júlía. (Mynd- in yzt til hægri). um, telur hún þeim ekki sæm- andi. Astæðan til þess, hve Pat hefur í ríkuin mæli tekið þátt í lífi dætra sinna og notið þess, er ef lil vill sú, að segja má, að hún hafi sjálf farið á mis við æsku sína. Þegar hún var aðeins þretlán ára, lézt móðir hennar. Þær systurn- ar voru tvær, og Pat var eldri. Það kom þess vegna í hennar hlut að annast heim- ilið og sjá um föður þeirra. Þegar hún var sautján ára, dó liann einnig, og upp frá því urðu þær systur að standa á eigin fótum. Pat tókst með elju og dugnaði að Ijúka kennaraprófi, })ótt luin þyrfti alltaf að vinna með skólanum og kosta sig sjálf til náms að öllu leyti. Hin erfiðu kjör á unglings- árunum hafa ef til vill gert Pat Nixon sterkari og harð- ari en ella. Hún hefur þurft 20 VIKAN 8- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.