Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 44
SöGHSAFN HITCHCOCKS ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMALASOGUR Alfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu costum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33 POSTHÓLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK BpStóVEGI 22-24 »30280-32262 Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm. Ameriskar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. ^______________________________________________________________________y ættbálk, hverja mállýzku, hann hafði reynt allt, jafnvel þolað píslar- vætti. Loménie áleit að það sem hann hafði gert fyrir nýlenduna væri lítils virði og til þess að gera þýðingarlítið, samanborðið við það sem vinur hans hafði gert. Hann fann til minniimáttarkenndar og stundum var hann sjálfum sér gramur fyrir að láta löngun sína til hermennsku verða trúankölluninni yfirsterkari, en hann hafði stöðugan grun um það með sjálfum sér, að í trúarefnum hel'ði hann átt að vera ákafari og einbeittari. Svo hann var alltaf djúpt snortinn, þegar orð eða orða- tiltæki í bréfi frá vini hans færði hann nær þessum vini, sem bjó yfir einstökum eiginleikum, sem vöktu skilyrðislausa lotningu greifans. Nú hallaði hann sér fram á tunnuna og hugsaði um hátt enni Orgevals og þykkan, brúnan hárbrúskinn. Orgeval hafði gríðarstórt enni, sem var óbrigðult merki um gríðarlegar gáfur hans. — Þetta barn getur aldrei lifað með svona enni, sögðu kennararnir i klausturskólanum. — Gáfurnar munu riða honum að fullu. Blá augu glömpuðu undir loðnum augabrúnum, furðlega skær og djúpstæð; andlitsdrættir hans voru fyrirmannlegir og nefið, sem Irok- arnir höfðu brotið dró á engan hátt úr þeim áhrifum: Breiður, vara- þykkur munnurinn var kringdur skeggi eins og Kristur bar. Þessi mikil- úðlegi maður bar þyngsta ok með ótrúlegu jafnaðargeði. Loménie ímyndaði sér penna hans Þjóta léttilega yfir birkibarkar- himnuna sem hann notaði fyrir pergament, þótt höndin sem héldi penn- anum væri skjálfandi af sótthita. Þessi hönd var einkennilega sollin og bieik; það voru menjar um hræðileg brunasár og sumir fingurnir voru of stuttir eins og á holdsveikum manni, en aðrir voru sótsvartir eftir eldana, að þeim undanskiidum, sem voru þverir fyrir í endana, þar sem neglurnar höfðu verið slitnar af. Hugrekki hans meðan á pyntingunum stóð hafði haft svo mikil áhrif á Irokana að þeir settu hann á. Þegar hann náði sér eftir þessi hræðulegu sár, flúði hann og eftir áhættusama og erfiða ferð náði hann til Nýja Hollands og lagði af stað til Evrópu. Þrátt fyrir skaddaðan líkama af völdum pyntinga veitti páfinn honum leyfi til að flytja messu og þessi mikil Jesúiti hafði prédi'kað i Versöl- um og í Nortre Dame de Paris, yfir söfnuði, sem táraðist við orð þessa mikilmennis og það leið yfir tíu konur. Þegar hann kom aftur til Kanada var hann sendur til Akadíu, út- kjálka, sem hingað til hafði verið látinn lönd og leið, vegna þess hve han var afskekktur og vegna þeirrar hættu sem honum stafaði af ná- lægð sinni við brezkt svæði. Eftir á að hyggja hefði verið erfitt að finna mann, sem hentaði betur og var betur undirbúinn fyrir þennan erfiða leiðangur, sem bjó yfir svo mörgum ófyrirsjáanlegum vanda. Návist föður Orgevals á bökkum Kennebec og Penobscot, sem báðar voru mjög mikilvægar ár, sem samgönguæðar, tók á sig stjórnmálalega mikilvægan blæ. Hann tók á móti fyririmælum frá konunginum, per- sónulega. . .— Án Ilinnar hjálpar heföi lilutverk mitt veriö nær óbærilega erfitt og ég cetla ekJci aö halda því leyndu fyrir þér aö í margar, langar vikur hefur illur grunur lierjaö á m'ig.... hélt bréf Jesúítans áfram. Loménie hafði sjáifur verið haldinn slæmum fyrirboða. Veðrið var þurrt og þegar sólin skein í heiði, var óþolandi heitt, móti iskaldri nálægð vetrarins -sem var orsök ótta hans að verulegu leyti. Hitinn og Þurrkurinn var svo miikill að stundum myndaðist neisti af hárs- endum manna og þaut snarkandi niður eftir fötunum og olli þeim óþæg- indum við hverja hreyfingu. Það eru vissir tímar á vissum tímum árs, þegar allt virðist í þann veginn að vera að fara í bái og brand. 1 vetrarlok eða sumarlok eru menn gagnteknir þeirri tilfinningu að þeir séu umkringdir illum önd- um. Þetta er tími sólblettanna, tími sorglegra atburða, tími smámuna- seminnar og blóðugra glappaskota. 1 borgunum drepur eiginmaður ótryggu konunnar keppinaut sinn og í djúpum skógarins feliir mað- urinn sinn bezta vin, fyrir bjórskinn eða otur. Landstjórinn i Quebec ávítar biskupinn vegna þess að hann hafi ek'ki brennt reykelsi honum til dýrðar á messu heilags Lúðvíks, hald- andi því l'ram að þet.ta hafi ekki aðeins verið hans dagur, heldur einn- ig messa konungsins af Frakklandi, hvers fuiltrúi hann sé. Vínkaup- maður hvolfir heilum kassa af dýrmætum flöskum út um gluggann, ofan á sjómann, sem skuldar honum smávegis af peningum. Litlir drengir í klausturskólanum stökkva yfir veggina og hlaupa aítur heim i rkóginn; nunnurnar i klaustrunum loga af girnd, en á nóttunni eru núkar á ferli og kitla hermenn í fæturna, gera þeim háreisti og bregða upp fyrir þeim myndum af nöktum konum með leiftrandi augu, ríðandi klofvega á yfirnáttúrlegum einhyrningum .......... Loménie-Chambord greifi minntist spádómsins um kvendjöfulinn af Akadíu: — Iðilfögur, nakin kona, kemur upp úr vötnunum, ríðandi klof- vega á einhyrningi. — Iðilfögur kona ...... Hann gerði sér þess grein að hann hafði aldrei hætt að hugsa um Angeiique de Peyrac. Það var eins og andlit hennar, návist hennar væri eins og vatnsmerki á öllu því bréfi sem hann var að lesa, og hann íann af innsæi, að faðir Orgeval hafði haft hana i huga allan tímann meðan hann skrifaði sitt bréf, þótt svo að hann hefði sér. Hann laut fram á tunnuna og skrifaði föður Orgeval svarbréf sitt: Trúboðinn og píslarvotturinn vissi allt úr fjarska. Loménie Chambord greifi stakk höndinni í flýti í vasann á her- rnannamussunni, þar sem hann geymdi talnabandið sitt. Hann róað- ist við að snerta það og handleika. líann mátti ekki missa vald á sér. Hann laut áfram tunnuna og skrifaði föður Orgeval svarbréf sitt: ..... Þessa stundina Alít ég tæláfærisstefnu, fremur en trúar- lega stefnu stcynsamlegri. Leyfiö mér aö útslcýra ........ fig álít stríö elcki heppilega leiö þegar leitaö er eftir friöi og ég álít sJcynsamlegra bœöi meö tilliti til Kunada og konungsins aö grípa eJcJci til voyna... Monsieur de Peyrac hefur þegar sýnt merJci um velviJd sína meö því aö Jcoma upp frönsJcum varöstöövum meö- fram ströndum AJcadíu yfir veturinn.... Þar aö auki þar sem L’Aubigniére, Pont-Briand og Maudreuil Jiöföu falliö Jionum í Jien d- ur í gær neyddumst viö tiJ aö gera samJcomuJag viö Jiann. ViÖ heföum áreiöanlega ekki getaö sigraö Jiann og félaga Jians öörn- 44 VIKAN B- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.