Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 7

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 7
henni. Eg er alvarleg og niðurlút. Mér fnnst annað óviðeigandi. Nú kemur konan aftur, en ekki með frímerki eins og ég hafði beðið um, held- ur fimm skrautlega pappa- diska, alsetta marglitum kúlum, sem voru einna líkastar jólaskrauti. Mér þóttu diskarnir svo fallegir, að ég tók við þeim, án þess að leiðrétta hana. Eg hugsaði með mér, að þótt stjúpi minn þyrfti aðeins á einum diski að halda, þá gæti maðurinn minn notað hina. Þakka væntanlega ráðn- ingu á þessu. Berdreymin. Þetta er sérstæður og óvenjulegur draumur, en engan veginn auðráðinn. Eitt er þó óhætt að full- yrða: Hann er fyrir góðu. Við mundum telja hann vera fyrir talsvert miklu happi, en hvers eðlis það er, þorum við ekki að gizka á. Við byggjum ráðn- inguna á eftirfarandi þremur atriðum: Frímerki táknar happ, og hvítur lit- ur á klæðnaði fólks táknar Hka happ. Loks er skraut- ið á diskunum einna líkast jólaskrauti, en að dre.yma eitthvað sem minnir á jól á þeim tíma sem þau eru ekki, táknar mikla gæfu og gott gengi. É'g vildi hafa þá gulllita og breiða. Ég hef þetta á orði við vinkonur mínar. Þær segja, að það sá ábyggi- lega gervimálmur í hring- unum. Þær virðast engan veginn vera hrifnar af, að ég skuli hafa bundið trúss mitt við þennan mann. Þær eru hissa á, að ég skuli trúa því, að þetta sé alvöruhringur og raun- veruleg trúlofun. Þær reyna sem sagt að telja mér trú um, að þetta sé allt saman svikið. Þá fer ég að virða hringinn aftur fyrir mér. Sé ég þá að hann er orðinn breiður og gulllitaður, en alsettur svörtum rispum. Þá hugsa ég með mér: „Þetta er bara krónu- hringur!" Annars var ég í vafa, og vildi eiginlega ekki trúa, að þetta væri svikinn hringur, þegar ég vaknaði. Þökk fyrir ráðninguna. T. Þessi draumur stafar áreiðanlega mestanpart af ótta, efasemdum og tor- tryggni i garð unnusta þíns. Við mundum segja, að hann táknaði ekki neitt sérstakt, nema hvað þú mættir hugleiða það, að ekki er ráðlegt að giftast, nema maður treysti til- vonandi lifsförunaut full- komlcga. SVIKINN TRÚLOFUNAR- HRINGUR Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi á síðastliðnu sumri. Mér fannst pilturinn sem ég var með koma úr stuttu ferðalagi og einnig fannst mér, að við hefðum endi- lega viljað, að við opinber- uðum trúlofun okkar. Mér fannst, að hann hefði keypt hringana eingöngu til að geðjast mér. Og svo sé ég hringana á höndum okkar og tek þá eftir, að þeir eru koparlit- ir og mjóir. Bg er óánægð yfir því hvernig þeir eru. Á FL.ÖTTA UNDAN FLÖÐBYLGJU Kæri þáttur! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkrum árum og áður en ég gifti mig. Draumurinn var á þá leið, að mér fannst ég vera á gangi með ungum manni, sem nú er maðurinn minn. Við gengum eftir einni lengstu götunni hér í bæn- um. Allt í einu lít ég við og sé hvar flóðbylgja rís hérna á firðinum, ber yf- ir verksmiðjubyggingarnar og stefnir beint á okkur. Við tökum þegar til fót- anna og hlaupum upp á hæð, sem er hér sunnantil í bænum. En áður en við Framhald á bls. 45. HdBIMb 5ÚPUR Svissneskar súpur Ekkert land stendur framar í gestaþjónustu og matargerb en SVISS. HACO súpur eru frá Sviss Hámark gæða s. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.