Vikan


Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 35

Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 35
Gott aO irito Er slæm lykt í kæliskápnum? — Skyndilausn: að láta bolla með rökum kaffikorg standa í skápn- um, hann sýgur í sig lyktina. — Varanleg lausn: þvoið skápinn, allar lausar grindur og skúffur úr matarsóda-upplausn. Þrjár matsk. í 1 líter af volgu vatni. BYRGJUM BRUIMNIINIIM Nokkrar ráðleggingar um slysavarnir f heimahúsum Bletti, sem koma á ryðfrítt stál má reyna að nudda af með blöndu af ediki og fínu salti. Séu þeir mjög slæmir þarf að nota á þá mjög fína stálull. Vilji kartöflur springa við suðu er gott að láta ca. 1 matsk. af ediki í suðuvatnið. Það finnst ekki á bragði, en kartöflurnar verða þéttari. Til þess að koma í veg fyrir að öll íbúðin angi af káli, ef það er í suðu, er gott að láta stykki, vætt í ediki, á pottbrúnina, und- ir lokið. Minni gufa myndast í baðher- berginu, ef köldu vatni er spraut- að innan í baðkerið áður en hinu volga baðvatni er bunað í. Fyrir þá, sem þola illa steiktan lauk: Ef laukurinn er soðinn fyrst, vatninu hellt frá og lauk- urinn síðan steiktur, er hann langtum mildari í maga. Ef blaðlús hefur komizt á gluggablómin má reyna að láta sneiðar af hrárri kartöflu ofan á moldina. Lúsin vill þá skríða á kartöflurnar og þá er bara að fleygja sneiðunum og láta ný- skornar í staðinn. Gott er að láta nokkra dropa af matarolíu í vatnið þegar makka- roni er að sjóða, þá sýður ekki upp úr og makkaroníið verður ekki klístrað. Ágætt er að smyrja pottinn, sem sjóða á fiskinn í, vel með smjör- líki áður en vatnið og fiskurinn er látinn í, þá verður auðveld- ara að þvo hann á eftir. Brauðið helzt lengur ferskt í brauðkassanum, ef hann er af og til strokinn að innan með klút vættum í ediki og mygla mynd- ast síður. Afskornir túlípanar hengja ekki höfuðið, ef dálitlu kartöflumjöli er blandað í vatnið, sem þeir standa í. standa í. * Ótrúlegur fjöldi smárra og stórra slysa, sem verða í heimahúsum ættu að verða hverjum og einum um- hugsunarefni og ekki væri úr vegi að athuga hvað veldur og hægt er að gera til þess að draga úr hætt- unum í híbýlum manna. Hér eru nokkur atriði nefnd sem vert er að taka til athugunar: Gætið að rafmagns- áhöldum með lausri snúru, sem þarf að láta í sam- band, eða taka úr sambandi á víxl, svo sem pönnur, katlar, vöfflujárn og þess háttar. Snúrunni á ávallt að stinga fyrst í áhaldið, síðan í innstunguna og eins er straumurinn rofinn með því að taka snúruna fyrst úr innstungunni, síðan úr áhaldinu. Látið tengisnúru aldr- ei hanga í rafmagnsinnstungu án þess að hún sé tengd við rafmagnsáhald, það er straumur á snúrunni og allt- of oft hafa hlotizt af því hörmuleg slys að börn hafa sleikt eða stungið upp í sig tenglunum á slíkum snúr- um. Notið aldrei snúru, sem farin er að trosna og hlað- ið ekki mörgum fjöltenglum í sömu innstungu. Lítil börn, sem skríða og veltast í leik á gólfum eru oft slæm með að troða ýmiss konar dóti í innstungur og getur þá svo illa til tekizt, að þau fá af slæman straum í sig. Hægt hefur verið 'að fá tappa til þess að stinga f innstungurnar, en séu þeir ekki fyrir hendi, má reyna að líma yfir með limbandi. Snúrur í sambandi niður við gólf, þarf að kenna litlum börnum, að ekki megi snerta, en meðan ekki er öruggt að þau virði slíkt er rétt að reyna að hlaða einhverju húsgagni fyrir, svo börnin hafi þar ekki greiðan aðgang. Bæði fullorðnir og börn hafa slasazt af þvi að fara með fingur í hræri- vélarþeytara, sem eru í gangi. Það ætti að vera augljóst að smábörn eiga ekkert erindi nærri slíkum áhöldum og þeim eldri ætti að lærast að þetta eru engin leik- föng. Notið t.d. ekki skeiðar til þess að skafa niður f hrærivélarskál með, sé vélin í gangi, betra er að nota sleiki úr gúmmí eða mjúku plasti. Fyrir hefur komið að hár hefur lent í valsinn ó rafmagnsþvottavindu og af hefur hlotizt slæmur höfuðhnykkur og hárreyting, að ekki sé minnzt á alla þá fingur, bæði á ungum og öldnum, sem illa hafa marizt í vindunum. Vonandi eru allar þvottavélar jarðtengdar, hvar, sem þær eru, en það ættu líka að vera innstungur með jarðtengingu í eldhúsum, það eykur öryggið. Munið að láta handföngin á öllum skaftpottum snúa inn á eldavélina, standi þau fram af geta óvitar auð- veldlega náð til þeirra og hellt yfir sig sjóðandi inni- haldinu. Fullorðnir reka sig jafnvel í þessi sköft og allt getur gusazt yfir viðstadda, húsmæður hafa jafnvel krækt sköftunum inn í langar ermar á fötum sínum og hlotið bruna af. Bezt er að lyfta loki af sjóðandi potti þannig, að fyrst sé lyft frá sér, svo heit gufan stefni inn á eldavélina en ekki beint að líkamanum. Beitta eldhúshnífa ætti alltaf að fara gætilega með og einkum að láta þá ekki liggja þar, sem börn gætu skaðað sig á þeim. Þá ætti líka að geyma ( sérstöku hólfi ( skúffum eða til þess gerðum hnífarekkum, þurfi húsmóðirin að róta innan um önnur áhöld í leit að eldhúshnífnum gæti svo farið að hún tæki óviljandi um blað hnífsins og af hlytist skurður. Þannig mætti lengi upp telja, t. d. minnast á lausar mottur og dregla á bónuðum gólfum, príl á alls konar stólum til þess að teygja sig upp í hæstu skápahill- urnar, í stað þess að éfna sér í góða, stöðuga eldhús- tröppu. Látið ekki lítil börn vera ein að leik uppi í glugg- um, opnanlegir gluggar kunna að láta undan og börn- in detta út. Látið ekki hreinsivökva eða neitt, sem ekki er drekkandi, á gosdrykkjaflöskur, börn gætu drukkið það í góðri trú, að hér væru saklausir gosdrykkir. Öllum væri þarflegt, af og til, að staldra við og at- huga hvað hugsanlega geti valdið slysi á heimilinu og reyna að ráða bót á því. Of seint er að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið ofan í. ☆ 8. tbi. vikan 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.