Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 8
Þegar laiulid fær mál
NÁTTÚRAN HEFUI SVARAD KALLI KANi - SÖLNLETUB Vli
LANCANEi - iTIÖNDIN
EFTIR ÞORSTEIN MATTHlASSON
Það var vor, prófum lokið,
misjafnlega erfiðum hverjum
einstaklingi eftir heppni, ástund-
un og hæfni. Sumir voru ef til
vill ofurlítið vonsviknir, öðrum
fannst vonum fremur hafa til
tekizt og enn einn hópurinn lagði
svo raunhæft mat á það sem
gerzt hafði, að þar sem prófið
hafði lánazt og því var lokið
skyldu menn kæra sig kollótta
og láta allt sem vel væri.
Svo var „Menntaskóla-Gráni“
nauðaljótur kassabíll og ein-
hverjir tveir aðrir álíka fengnir
að láni til austurferðar og skyldu
nú skoðuð hin víðlendu, sögu-
frægu héruð þar sem þeir Gunn-
ar í Fljótshlíðinni og Njáll í
Landeyjunum bundu sína vin-
áttu forðum, og lutu að leiðar-
lokum mætti mikilla öríaga.
Forstjóri þessa hóps, var Hall-
grímur Jónasson kennari, mikill
ferðamaður, náttúruunnandi og
manna fjölfróðastur um slík fyr-
irbæri, og staðhætti alla.
Þrír aðrir kennarar voru með
í förinni, þeir séra Sigurður Ein-
arsson, fsak Jónsson og Sigur-
karl Stefánsson. Var því forystu-
liðið vel skipað.
Sá farkostur, sem í boði var,
mundi þykja lítt til langferða í
dag, óupphitaður kassi með tré-
bekkjum, en engin hafði hér orð
um og ánægjan engu minni en
nú á tímum, þótt betur sé að öllu
búið. Ef stúlkunum okkar varð
kalt á fótunum, þá tylltu þær
þeim bara á ristar hins riddara-
lega sessunautar síns, sem fannst
þá betur að njóta þeirrar snert-
ingar og ylur eigin fóta engu
minni.
Fyrsti áfangastaðurinn var
Strönd á Rangárvöllum. Þá réði
þar ríkjum Frímann Jónasson,
bróðir Hallgríms kennara. Var
þeginn góður beini og höfð næt-
urdvöl við mikla gleði en minni
svefn. Að morgni var svo hald-
ið austur undir Eyjafjöll en þar
voru einkum tveir staðir sem
töluðu sínu máli svo eftirminni-
lega, að yfir það hefur ekki
fyrnzt. Þótt víða hafi fennt í
sporin á langri leið, er þessi slóð
sem troðin hefði verið á síðustu
dögum.
Þótt ýmsa skorti færleik Hjalta
Magnússonar, til þess að komast
í ,,Paradísarhelli“, tókst það þó
flestum og þess iðraði engan. Að
vísu var þar enga „Paradís" að
sjá, a.m.k. ekki í augum okkar,
sem stóðum naumlega uppréttir
í þessari klettaholu. En ef til vill
er hver öruggur skúti útlaganum
eins konar paradís, ekki sízt ef
hann er þar umvafinn hugblæ
elskandi konu, sem gerir einver-
una bærilegri.
Þarna sem við sátum við hell-
isopið og horfðum út yfir Mark-
arfljót og Landeyjasand, dróg-
ust svipmyndir hver af annarri
eins og raktir þræðir úr dularvef
sögunnar og urðu ljóslifandi at-
burðir, engin munnmæli eða
goðsögn, heldur lífsmynd þeirr-
ar tíðar, sem lá langt að baki.
Það var engu líkara en að
þessir dökku hellisveggir hvísl-
uðu í eyra ótal sögum um ein-
manaleik og annastundir, en
einnig heitum játningum ástar
og trausts.
Allt varð þetta svo raunveru-
legt, að það var næstum undr-
unarefni að sjá ekki Brún á beit
eða Stein gamla á Fit í næsta ná-
grenni.
Þarna var hópur ungs fólks
saman kominn, að loknu vetrar-
löngu bókanámi. Fyrir augu þess
bar sögusvið stórra atburða, sem
það hafði séð skráð á spjöld sög-
unnar en höfðu þá margir hverj-
ir verið fjarlægar furðusagnir.
En þarna á þessum stað, þar sem
landið sjálft, hellar og fit,
straumur og strönd talaði sínu
þögla en máttþrungna máli,
breyttist viðhorfið.
Næsti áfangi „Gljúfrabúi
gamli foss / gilið mitt í kletta-
þröngum.“ Sjálfsagt hafa flestir
í þeim hópi, sem þarna var á
ferð, tengt kvæði Jónasar foss-
inum, sem nú átti að skoða og
enga kann ég þá sögu er til fulls
geti afsannað að svo sé, enda
þótt nú hafi talsvert verið um
það skrifað og skrafað, að svo
mundi ekki vera. Víst liggja rök
að því, að hver sá foss er í
gljúfrum fellur, má gljúfrabúi
kallast, og hvert stuðlað hamra-
belti — hamragarðar. í heima-
byggð Jónasar Hallgrímssonar er
slíkar náttúrumyndir að finna,
en einnig mun hann hafa kynnzt
staðháttum þeim undir Eyjafjöll-
um, þar sem Gljúfrabúi og
Hamragarðar eru eiginnöfn.
Þegar við vorum að klifra upp
bergið, sem því nær hylur þenn-
an smáfríða foss, er nánast seitl-
ar niður brúnina. Þá voru það
hin huglægu tengsl milli hans og
skáldsins, er kvæðið orti, sem
gerði fyrir okkur stundina stærri.
Það finnst kannski sumum ein-
Jökulgjá og grýlukcrti í Eyjafjallajökli.
8 VIKAN 8-tbl-