Vikan - 20.02.1969, Blaðsíða 6
MENNTUN er þyngst á
metaskálunum nú á tím-
um. En til þess að teljast
menntaður er ekki nóg að
hafa notið skólagöngu og
tekið mörg próf. Menntun
er meðal annars fólgin í
því að fylgjast jafnt og
þétt með því sem er að
gerast á sem flestum svið-
um. Bezta ráðið til þess er
að lesa ÚRVAL. Þar birtast
í samþjöppuðu formi allar
helztu greinar, sem athygli
hafa vakið erlendis. ÚRVAL
er eina blaðið sinnar teg-
undar hér á landi. ÚRVAL
er ómissandi þáttur í lífi
hvers nútímamanns.
Úrval
öðrum frá drukknun er
það yfirleitt álitið boða
peninga til handa þeim,
sem bjargar. Þú eignast
sem sagt peninga á óvænt-
an hátt á næstunni. Von-
andi verður um hærri upp-
hæð að ræða en fimm
hundruð krónur.
AÐ BJARGA
MANNSLÍFI
Kæri þáttur!
Fyrir nokkrum dögum
dreymdi mig draum, sem
er mér mjög minnisstæð-
ur. Mig langar til að biðja
þig að ráða hann fyrir mig.
Draumurinn er um skóla-
systur mína, sem verður
fyrir dálitlu óhappi, og fer
hann hér á eftir:
Ég fór með vini mínum
niður í bæ, og ætluðum við
að ganga um okkur til
skemmtunar. Við fórum
niður á höfn til að skoða
skipin.
Þegar við göngum fram-
hjá einni bryggjunni, heyr-
um við allt í einu óp og
síðan skell, eins og einhver
sé að detta í sjóinn. Við
flýtum okkur fram á
bryggjuna og sjáum þá
man'neskju í sjónum. Eg
fer úr jakkanum og sting
mér til sunds og eftir
skamma stund tekst mér
að bjarga manneskjunni.
Þegar við komum upp á
bryggjuna, sáum við, að
þetta var bekkjasystir okk-
ar. Henni var ekið heim og
við fengum að fljóta með.
Kvöldið eftir er dyra-
bjöllunni hringt heima hjá
mér. Þegar ég opna dyrn-
ar, sé ég, að þarna er hún
komin ásamt foreldrum
sínum. Faðir hennar tekur
upp fimm hundruð krón-
ur, færir mér og þakkar
mér fyrir björgunina um
leið. En dóttir þeirra kem-
ur til mín og réttir mér
höndina og kyssir mig á
kinnina.
Lengri varð draumurinn
ekki.
Með fyrirfram þökk fyr-
ir birtinguna.
K. H.
Þaff má segja, aff ráffn-
ingin á draumi þinum sé
fólgin í honum sjálfum.
Síffasti hluti hans flokkast
samkvæmt því undir her-
dreymi. — Þegar mann
FRÍMERKI
OG JÖLASKRAUT
Kæra Vika!
Mig langar til að biðja
þig að ráða fyrir mig
þennan draum:
Mér finnst ég vera fyrir
norðan, og stjúpi minn
sem þar býr biður mig að
kaupa fyrir sig eitt frí-
merki af dýrustu gerð. Ég
ætla nú að gera það og er
sagt, að þau séu seld í sjó-
mannaheimilinu þarna á
staðnum. Þegar ég kem
þangað spyr ég, hvort hér
séu seld frímerki. Jú, það
reynist rétt, og mér er vís-
að á næstu dyr.
Þá grípur mig einhver
óhugur. Ég vil helzt fara
út aftur, en hugsa með
mér, að fyrst ég sé búin að
lofa stjúpa mínum að
kaupa þetta frímerki, þá
verði ég að efna það.
Loks fer ég með hálfum
huga og mjög hikandi að-
eins inn fyrir dyrnar og
legg þær hljóðlega aftur.
Síðan stend ég hreyfingar-
laus upp við þær. Á miðju
gólfi í þessu herbergi er
langt, hvítdúkað borð, og
báðum megin við það eftir
endilöngu situr hvítklætt
fólk, bæði karlar og konur
(einnig höfuðbúnaðurinn
er hvítur). Fólkið er alvar
legt og drúpir höfði. Þetta
hafa líklega verið milli 20
og 30 manns. Hið örstutta
andartak er ég stóð þarna
varð ég ekki vör neinnar
hreyfingar hjá fólkinu.
En þá kemur til mín
kona, sem er ekki hvít-
klædd. Hún kemur út úr
herberginu, sem var inn af
þessu. Ég segi henni, að ég
ætli að kaupa frímerki af
dýrustu gerðirmi. Fer hún
þá innfyrir að sækja það.
Á meðan ég doka við eftir
henni, er komin ung stúlka
vð hlið mér, og rekur upp
hlátur. Mér bregður illa og
reyni að þagga niður í
G VTKAN 8 tbl-