Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 2
Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjid tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. íslenzk afrek unnin erlendis Nýlega greindu bandarískir vísindamenn, sem starfa á vegum ríkisstjórnar sinnar, frá uppgötvun varðandi veiru- rannsóknir, sem kann að varpa nýju ljósi á orsakir margvíslegra sjúkdóma, allt frá sumum tegundum krabba- meins til hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi. ’Ýmislegt bendir til þess, að hér sé um að ræða vísindalegt afrek, sem er ekki ómerkara en tungl- ferðir. Það vakti athygli í' sam- bandi við þessa frétt, áð einn íslendingur, dr, Halldór IÞorm- ar, starfar við sams konar veirurannsóknir og hér um ræðir, og er búsettur í Banda- ríkjunum. Hann er sérfræð- ingur á heimsmælikvarða í sinni grein, en engu að síð- ur var honum gert ókleift að starfa hér á landi. Hann neyddist þess vegna til að flytjast brott, fékk góða stöðu í Bandaríkjunum og heldur þar áfram þeim veiru- rannsóknum, sem hann hvarf frá á Keldum. Þrátt fyrir fámennið höf- um við eignazt nokkra af- burðamenn í ýmsum grein- um. Hins vegar reynist stund- um erfitt að skapa slíkum mönnum starfsskilyrði hér heima og hafa þeir því gjarn- an leitað til annarra landa. Þessu er þó ekki til að dreifa í sambandi við dr. Halldór Þormar og rannsóknir hans. Ekki er annað vitað en hér sé fyrir hendi sú starfsaðstaða, sem menntun hans og hæfi- leikar þarfnast. Veirurann- sóknir sínar hóf dr. Halldór hér og hefði eins getað hald- ið þeim áfram, ef störf hans hefðu verið metin að verð- leikum. Við höfum ekki efni á að hrekja héðan þá fáu afburða- menn sem við eigum, og okk- ur ber skylda til a’ð sjá til þess að þeim sé unnt að vinna afrek sín hér heima. q. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.