Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 28
I þess stað gerði hann honum þann greiða, að halda lögregl- unni frá þessu. Karl Jelinek hét hann og hripaði nú nokkrar setningar niður í bréfblokk, sem hann hafði fiskað upp úr göml- um leðurj akkavasa sínum. HERRA JÚRGEN SIEBERT Á ALLA SÖK Á ÁREKSTRINUM Á HORNI WITTELSBACHER- STRÆTIS OG AUENSTRÆTIS. HANN TEKUR Á SIG ALLAR SKEMMDIR ... Jiirgen skrifaði undir, Janine skrifaði nafn sitt einnig undir. Jelinek reif afritið úr bréf- blokkinni. — Hérna, þá vitið þér hvað þér hafið skrifað undir. Nafn mitt og heimilisfang stend- ur þar. Jurgen stakk miðanum grun- laus í frakkavasa sinn. Eg verð að borga hugsaði hann. En ann- ars er málið leyst. Ef ég fer með bílinn á verkstæði strax fyrir há- degi, þarf Gaby ekki að vita neitt um þennan árekstur .... — Það verður betra, sagði Jan- ine, — að ég taki leigubíl til hó- telsins. Hann hristi höfuðið, tók var- lega um handlegg hennar. — Ertu mér reið? — Nei. Ég álasa sjálfri mér. Án mín hefðir þú ekki drukkið, og slysið hefði ekki átt sér stað. Jurgen lyfti andliti hennar. Og hann gaf rödd sinni hátíðlegan blæ: -— Veiztu, það er mér miklu meira virði að ég hef kynnzt þér. Jafnvel þótt varir hennar bærðust ekki, kom augnaráð hennar upp um hana. Engillinn, hugsaði hann, þú elskar mig. Þú elskar mig í annað sinni. Og enginn veit betur en ég, að hjá þér er ástin eitthvað heilagt, órjúfanlegt. Næsta morgun vaknaði Júrgen við símahringingu. Klukkan var rúmlega níu. — Herra Siebert, samtal frá París til yðar. — Já takk. — Góðan dag, elskan, heyrðist glaðleg rödd Gabyar, — hvernig var nóttin án mín? — Hræðileg, stimdi hann. — Hvað dreymdi þig? — Það get ég ekki sagt í síma, sagði hann hlæjandi. — Svo slæmt? — Já. — Þú hefðir átt að koma með til Parísar. Baðherbergið mitt hérna er svartkalkað, svefnher- bergið er með ljósrauðu vegg- 28 VIKAN 16- tbl- fóðri, með himinsæng eins og Lúðvík fjórtándi átti.... og þú vilt heldur sofa í Múnchen.... — Einhvern tíma verður mað- ur þó að vinna, sagði hann pirr- aður. — I gærkvöldi var dansleikur hjá Madame Calvignac, sagði hún mjúkri röddu, — eitt af þessum sérstöku, þú veizt. Ég var í rúbínrauðum kvöldkjól, axlaberum, sem var svo fleginn að sumt fólk hafði ekki kjark í sér, til að horfa á .... — Þarftu endilega að steypa mér í glötun? tók hann fram i fyrir henni. — Ó, Júrgen, sagði hún hlæj- andi, — mig langar svo til að gera þig óðan af afbrýðisemi, i stað þess að þurfa að vera að brjóta heilann um, hvað þú gæt- ir verið að gera ... — Ég er ekki að gera neitt, sagði hann ákveðinn, — fyrir ut- an það að ég elska þig hræðilega heitt. — Og ég, svaraði hún. — Það er þér að kenna að myndarleg- ustu menn hafa enga þýðingu fyrir mig. Heyrðu, ég ætlaði að segja þér að ég er búin að panta fallegan brúðarkjól hjá Cardin, dálítið æsandi, dálítið róman- tískan, þú verður áreiðanlega hrifin.... — Örugglega. — Júrgen, heldurðu að við verðum búin að fá öll giftingar- plöggin eftir þrjá vikur? Hann hikaði nokkrar sekúndur. Slæmur grunur varnaði honum máls. Hann sat æstur í rúmi sínu, hélt símtólinu í hendi sér, heyrði rödd ástmeyjar sinnar, en innri rödd olli honum kvíða, varaði hann við ... — Þrjár vikur, jú, það ætti að nægja, svaraði hann að lokum. — Eftir þrjár vikur, hélt Gaby áfram, — fer Hongkong frá Mar- seille, eitt þessara vöru-farþega- skipa, þú veizt. Austur-Asíuferð, Singapore, Siamflói, Manila, Kína, Japan. Aðeins þrjátíu far- þegar um borð, klefi með baði, heitri sundlaug og ég veit ekki hvað. — Og hvar eigum við að gift- ast? vildi hann fá að vita. — Um borð, skipstjórinn gef- ur okkur saman, skilurðu? Ég er búin að afla mér upplýsinga um það, það verður engum erfið- leikum bundið. — Bara að það væri komið að því, sagði Júrgen. — Hvað þá? Það var einhver efatónn í rödd hennar. — Held- urðu að eitthvað geti hindrað það? — Nei, nei, sagði hann róandi, — ég vildi aðeins að þessar þrjár vikur væru liðnar, að við vær- um að synda um borð í Hongkong og þyrftum ekki að hugsa um neitt nema ást okkar.... Hugsa ekki um neitt annað — já það væri unaðslegt. En því miður leyfðu aðstæður hans hon- um það ekki. Til allrar hamingju bar símaþráðurinn ekki hugsanir hans, heldur aðeins ástþrungin orð hans. — Hvenær kemurðu aftur, Gaby? — Föstudag, hugsa ég. Ætl- arðu að taka á móti mér á flug- vellinum? — Hvort ég skal. Þegar hann hafði lagt tólið á, stökk hann fram úr rúminu og fór í sturtu. Heit vatnsbunan gaf honum að nýju aukna lífsorku. f fyrsta sinn á þessum morgni ýtti hann ákvörðun sinni ekki til hliðar. í fyrsta sinn hugsaði hann allt til enda. Hann gerði sér grein fyrir, að lausnin var ekki þægi- leg. Janine var ekki sinnisveik og engin minnsta von var til að svo yrði. Hún mundi ekki hverfa bak við múrveggi heilsuhælis, hann gat hvorki búizt við því að hún flytti til Ástralíu sem inn- flytjandi, né að hún gengi í klaustur. Enginn mun losa mig við hana. Ég verð að gera það sjálfur. Hver dagur, sem líður, eykur hættuna. í dag, á morgun eða þarnæsta dag getur hún fengið minni sitt aftur, í dag, á morgun eða þar- næsta dag getur einhver þekkt hana .... Þegar hann sat niðri við morg- unverðinn, lýsti svipur hans ákveðni. Hann var klæddur stál- bláum fötum, í snjóhvíta skyrtu, með gyllta skyrtuhnappa, hann drakk grepeávaxtasafa, hann skar sundur brauðið sitt, en bak við enni hans tók áform hans á sig mynd. Það verður að líta út eins og sjálfsmorð, hugsaði hann. Það verður óhjákvæmilega að líta út sem sjálfsmorð. Hún gæti drekkt sér til dæmis. Eða hent sér fyrir lest, eða tekið inn eitur. Gert í örvæntingu. Þannig lagað les maður á hverjum degi í blöðun- um. í dag var miðvikudagur. Hann varð að vera búinn að því fyrir föstudag. Ekki að þurfa lengur að hugsa um það, að hinir dauðu rísi upp, ekki kveljast lengur vegna draumarugls, verða frjáls — byrja nýtt líf, byrja raun- verulegt líf .... X. — Hvað amar að yður í dag? spurði taugasérfræðingurinn dr. Sartorius Janine á sömu stundu. Hún lá á legubekknum. Allt leit nákvæmlega eins út nú og í fyrri heimsóknum hennar. Hálf- rökkrið, hin algjöra kyrrð, lækn- irinn við höfðalag hennar, rödd hans.... þrátt fyrir það náði dáleiðslusvefninn ekki tökum á henni í dag. — Það amar ekkert að mér, svaraði hún. — Reynið. að slappa algjörlega af, skipaði dr. Sartorius henni. — Ég hef alveg slappað af, læknir. — Nei, ég sé það á yður. Þér eruð svo þvingaðar, Janine. í stað þess að minnka spennuna, virðist þér vera í háspennu. — Reynum einu sinni enn, bað hún. Þegar sú tilraun mistókst, stóð hún á fætur og kveikti sér í sígarettu með titrandi höndum. — í dag er ég ekki góður sjúk- lingur. Hún reyndi að tala í kringum efnið. En hún ruglaði dr. Sartorius ekki með því. — Janine, sagði hann, — ég er læknir yðar. Ef við ætlum að komast eitthvað áfram, verðið þér að treysta mér. Þér verðið að tala um hugsanir, sem leita á huga yðar, og jafnvel þótt þér séu mjög nánar. Þér verðið að treysta mér fyrir vandræðum yðar, aðeins með því móti er von um árangur. —• Þér vitið þó vandræði mín, svaraði hún. — Það hefur eitthvert nýtt vandamál bætzt í hópinn, sagði hann fastmæltur. — Nei, nærri hrópaði hún. — Ég er bara svo taugaóstyrk í dag, það er allt og sumt. Ákafinn í svari hennar kom örlitlu brosi fram á varir hans. Hann fylgdi henni til dyra og sagði um leið: — Þegar þér hafið áttað yður, þá hringið þér til mín, segjum við það? Hún yfirgaf stofu hans án þess að segja nokkuð. Það er ekkert nýtt vandamál, sagði hún við sjálfa sig. Ég mun segja Jurgen, að ég vilji aldrei hitta hann framar. Þetta er allt saman ekkert annað en misskiln- ingur. Það er ekki hægt að verða ástfangin af ókunnum manni á einni nóttu. Janine beið á sporvagnastöð- inni eftir leið tólf. í dag skein sólin, síðustu snjóhaugarnir bráðnuðu. Ung kona ýlti barna- vagni á undan sér, ungur maður EFTIR JENS BEKKER 9. HLUTI VIÐ hverja snertingu hans

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.