Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 20
ÞAO JAIDA LÍNUNNI Nancy Sinatra stígur daglega á vigt- ina, en hún lifir samt ekki á megr- unarfæðu. Ef hún leyfir sér veizlu- mat við og við, þá borðar hún létt fæði í nokkra daga á eftir. . . . Claudia Cardinale þekkir aðeins eina leið til að halda sér grannri, og það er að ýta frá sér diskinum áður en hún verður södd. — En ég er auðvit- að oft svöng, mér finnst það samt betra heldur en að þurfa að fara í stranga megrun, það er líka miklu hollara . Hér er sagt frá því hvernig nokkuð af fræga fólkinu í fréttunum fer að því að halda línunni....... Kannski er eitthvað hægt að læra af því............ Alice Babs segist alltaf fitna um nokkur kíló á ferðum sínum til út- landa. En hún losnar við þau á þenn- an hátt: súrmjólk í hádeginu, hvorki kartöflur eða brauð með miðdags- matnum, og ekkert á milli mála í nokkra daga. Þess í stað drekkur hún mikið vatn á milli mála. En hún borðar alltaf vel á morgnana, bæði egg og brauð... í Julie Driscoll hefur alltaf poka með gulrótum við hendina. Ef hún er svöng á milli mála, þá tekur hún gul- rót og nagar hana, rétt eins og aðrir fá sér sígarettu. Julie Andrews borðar alltaf hægt — hún heldur því fram að hún verði fyrr södd með því móti. Um leið og hún finnur fyrir mat sínum hættir hún að borða, — borðar ekki einn bita í viðbót, hve mikið sem hana langar í það Joan Crawford segir alltaf nei, þegar henni er boðið ,,svolítið í viðbót“. Hún borðar egg og ávexti í morgun- verð. Fyrri hluta dagsins fær hún sér ostbita, ef hún verður mjög svöng, og soðinn kjúkling og tómata til há- degisverðar. Til miðdegisverðar borð- ar hún yfirleitt soðið nautakjöt eða grillað buff með grænmeti. Aldrei brauð eða ábæti. . 20 VIKAN 16- tbI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.