Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 40
róandi á handlegg hennar. — Takið þessu nú rólega, fröken North, sagði hún, — þér hafið fengið taugaáfall og.... — Talið ekki við mig eins og ég sé gengin af vitinu, tók fröken North fram í fyrir henni. — Ég sagði að ég hefði talað við hann, og það gerði ég. Ég horfði á þeg- ar Júlíus Mag ... litli maðurinn valdi númerið og svo tók ég við símanum og talaði við hann. Hann sagðist heita Foster Reyn- olds og spurði hvað hann gæti gert fyrir mig. — Ég held að við ættum að hringja í lækni og fá róandi pill- ur, sagði fröken Baxter ákveðin. — Verið ekki með þessa vit- laeysu, tók fröken North fram í fyrir henni. — Þér vitið eins vel og ég að þetta getur ekki verið. Það er enginn Foster Reynolds til. En hver var það og hvers- vegna sagðist hann heita Foster Reynolds? Það var stofustúlkan sem svar- aði þessari spurningu. Hún var náföl og æst, þegar hún kom æð- andi inn í herbergið. — Fröken North, ó, fröken North! — Verið þér róleg, barn. Hvað hefir komið fyrir? — Ég fór upp í svefnherbergið yðar til að ryksuga teppið, og þá var allt horfið. Allar loðkápurn- ar, skargripirnir, allt.... — Það er útilokað, þeir voru hér allan tímann. — Ekki bílstjórinn, skaut fröken Baxter inn í. — Hvaða bílstjóri? spurði fröken North. Hún mundi allt í einu eftir manninum í svarta einkennisbúningnum, og mundi að hann hafði ekki komið með þeim inn í vinnuherbergið. Nú skildi hún hversvegna. — Hringið til lögreglunnar, og fröken Baxter greip símann og fór að velja númerið. — Eg skal góma þá, þó svo það verði mitt síðasta. Flýtið yður, fröken Baxt- er. Þeir skulu svei mér fá að iðrast eftir þetta. Að hugsa sér, þeir ætla að ná sér niðri á Clöru North! Ég skal.... röddin þagn- aði. — Ó, nei, hvíslaði hún, — Ó, nei.... Hún sneri sér að fröken Baxt- er. Andlitið var gráfölt. — Leggið símann á, sagði hún. — En fröken North.... — Leggið á! Fröken Baxter var furðu lost- in, en gerði þó það sem henni var sagt. — Ég skil ekki.... sagði hún — En það gera þeir, sagði fröken North þunglega. — Þeir vissu hvað þeir voru að gera. ☆ Framhald af bls. 23 var þennan dag var gert af svo þaulhugsuðu og yfirlögðu róði og aí svo fullkomnum aga, að Angelique komst að þeirri niðurstöðu að menn- irnir, sem Peyrac hafði tekið með sér, væru allir valdir af stökustu kost- gæfni eftir langa yfirvegun, jafnvel þótt fljótt á litið kynni annað að virðast. Þrátt fyrir alla þeirra ágalla og lesti reyndust þeir slungnir, órjúf- andi tryggir og frábærlega hugrakkir, þegar í harðbakka sló. Peyrac greifi byrjaði með milligöngu túlksins, Nicholasar Perrots á að minna Irokastríðsmennina á samkomulagið, sem þeir Swanissit höfðu gert, áður en hann var sivo sviksamlega myrtur. Úr sæti sínu átti Angelique ekki i neinum erfiðleikum með, að fylgjast með táknmáli bendinga þeirra; hún heyrði annað slagið orð og orð af samræðum þeirra, þegar Nicholas Perrot túlkaði, ó sinn óþreytandi hátt, sjónarmið greifans fyrir Irokunum og hinar löngu ræður Irok- anna, sem hann kom til skila, án þess að sleppa einu einasta orði, jafn- vel þótt ,þær hefðu ekkert annað inni að halda, en flóð ásakana og ógn- ana í garð Peyracs. Svo stóð Peyrac upp, lét klæði sín njóta sin til fulls, festi á þá ein- beitt augnaráð og bætti þannig öllum sínum persónutöfrum við mál- fimina. Hann minnti þá á hvern hátt hann hafði haft á því, að nálgast ,hinar fimm þjóðir, og hversu Swanissit hafði þótt þær aðferðir athyglisverðar. Og hvernig hann og hinn varkári, gamli höfðingi, sem í meira en tutt- ugu ár hafði leitt hina hraustu stríðsmenn sina um striðsstigu, hefðu gert friðarsáttmála sín í milli fyrir aðeins tveimur kvöldum — og þetta gátu skeljafestar staðfest — sáttmáia, sem náði til allra hvítra manna, undir stjórn Peyracs eða bandamanna hans, allra þeirra, sem nutu verndar fána hans eða bandalags við hann. Leynilegt m’erki af þeirra hálfu átti að gera þeim kleift og leyfilegt að blandast í hóp Iroka, hverrar þjóðar sem þeir væru, hvort heldur að þeir væru franskir, enskir, spænskir eða flæmskir, það er að segja hol- lenzkir. Á hinn bóginn skuldbundu Peyrac og menn hans sig til að grípa aldr- ei til vopna móti Irokum, jafnvel þótt hinir frönsku samlandar þeirra frá Quebec bæðu þá þess, eða Abernakarnir eða Algonkvíarnir, sem þeir höfðu gert friðarsáttmála við. Hann hafði einnig bætt við heiti um, að selja aldrei fólki langa húss- ins áfengi, því gamli höfðinginn hafði sérstaklega krafizt þess, og sömu- leiðis hafði Peyrac heitið því, að vera ekki hvetjandi um verzlun með bifurskinn, því það kynni að leiða til þess að Irokarnir hugsuðu ein- göngu um veiðar, í stað þess að sinna landbúnaðinum. Þessi gamli Seneka hafði verið þeim eins og faðir, allt fram i dauð- ann, og leitazt við að vernda fólk sitt frá tveimur miklum freistingum, eldvatni og verzlun, sem kynni að leiða til örrar eyðingar þjóðar hans með hrörnun og hallærum. Því ef Irokar hættu að veiða til matar og stunda landbúnað, en tækju þess í stað að veiða skinnanna vegna, hvattir til þess af hólfu hvítra verzlunarmanna, gæti harður eða óvenju langur vetur, þurrkað út heila ættflokka, sem ekki hefðu safnað nægum vetrarbirgðum. Þriðja freist- ingin og sú alvarlegasta fyrir Iröka var strið, að því er Swanissit hafði útskýrt fyrir Peyrac, og einnig á þessu sviði hafði gamli höfðinginn reynt að bjarga fólki sínu frá þessari banvænu hættu rneð því að neyða það til að lifa í friði við að minnsta kosti einn hvítan mann, sem sé Þrumumanninn og fólk hans. Til stuðnings þessu samkomulagi og sem áminningu um það i garð þeirra, sem kynnu að freistast til að gleyma þvl, hét Peyrac greifi að gefa hverjum höfðingja hinna fimm þjóða á hverju ári hlauplanga lás- byssu, ásamt með tveimur kútum af púðri og tveimur af blýi til veiða, fimm fiskinet úr enskum þræði, tíu skarlatsrauð teppi úr enskri ull, fimm skarlatsrauða eða bláa jakka eða eftir vali, af þeirri gerðinni, sem ekki missa litinn, þótt þeir lendi i regni eða sólskini, tvö hundruð og fimmtíu hnífa, tvö hundruð axir, fimm sagir til að fella með tré. Fimm tunnur af saltpétri, sem er undraefni til að láta maísinn gróa. Og þar að auki nokkra eldunarpotta af mismunandi stærðum, frá Iron Mills, mesta járnvöruframleiðanda í Massachusetts. Átti slíkt samkomulag, sem fól í sér jafn rnikil hlunnindi fyrir lrok- anna, að vera vera að engu haft, án þess að á reyndi, án þess að haía fengið reynslutíma, svo mikið sem eitt ár? Tahoutaguete hrópaði eitthvað og Nicholas Perrot át það upp eftir honum. — Það ert þú, hvíti maður, sem hefur svikið samkomulagið strax, áður en það fékk sinn reynslutíma. Þvi við ihöfum aidrei séð gjafir þinar; hins vegar höfum við séð sviksamlegan dauða og árás þína. Þetta höfum við séð. Það varst þú sem efndir til stríðs við okkar fólk, um leið og við höfðum ákveðið að láta af illdeilum. — Reynið að nota litlu gráu frumurnar, fröken Baxter, sagði glæpasöguhöfundurinn uppgefin. — Ég er Clara North. Það er ég sem hefi skapað Foster Reynolds, mesta leynilögreglumann vorra tíma, sem sér í gegnum allt, og sem er tvímælalaust snjallastur allra leynilögreglumanna. Á ég að mæta fyrir rétti og segja frá því sem ég hefi orðið fyrir í dag, eða á ég að láta þessar skepnur hrósa sigri? Sjáið þér þetta ekki fyrir yður? Á ég að segja dóm- aranum að ég liafi talað við Fost- er Reynolds í síma? Það myndu allir springa af hlátri og ég gæti ekki selt eina einustu bók eftir slíkt hneyksli. Og þessir djöflar vita það. Þeir notuðu það út í æsar. En það sem ergir mig mest er það að þeir hafa á réttu að standa, ég get ekkert aðhafzt, það er það versta. En fröken North skjátlaðist. Það versta kom nokkru síðar. Hún settist við skrifborðið og starði út í loftið. En þá tók hún eftir litlum bréfsnepli og hún tók hann upp. Á honum stóð; — Hvernig væiri að hringja til Foster Reynolds? — En .... 40 VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.