Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 12
SKALDKONAN OG GUEPAMENN HENNAO
SMÁSAGA EFTIR JON FRASER
Hún hefur bjargað fjölda fólks frá bráSum bana. Nú var
hennar eigið líf í hættu ..... Hún var orðin bæði rík
og fræg fyrir morðsögur sínar, — nú stóð hún sjálf and-
spænis byssuhlaupi.........
Þegar Clara North fékk skila-
boð um að Júlíus Manger læknir
óskaði eftir viðtali við hana, var
hún nýbúin að leggja síðustu
hönd á fertugustu og níundu bók
sína í glæpasögubókaflokknum,
sem hafði gert hana fræga og
aflað henni geysilegra auðæfa. Á
síðustu blaðsíðunni hafði leyni-
lögreglumaðurinn Foster Reyn-
olds ennþá einu sinni unnið
frækilegan sigur yfir mannhat-
aranum, hinum fúla Júlíusi
Manger lækni. Síðustu línur bók-
arinnar gáfu svolítið hugboð um
hvers var að vænta í næstu bók,
þeirri fimmtugust, sem hún var
búin að leggja drög að.
— Eruð þér að reyna að vera
fyndin? spurði fröken North
einkaritara sinn.
Fröken Baxter hristi höfuðið.
Hún var hávaxin, horuð kona,
sem tók alla hluti mjög alvarlega
og reyndi aldrei til að vera fynd-
in. — Hann sagðist vera doktor
Júlíus Manger, endurtók hún.
— En það er ekki til neinn
læknir með því nafni, sagði frök-
en North, sem fyrir löngu síðan
var búin að kynna sér í mann-
talinu, að enginn var með því
nefni. — Hvernig lítur hann út?
— Hann er lítil og þybbin, og
er í frakka sem er mörgum núm-
erum of stór fyrir hann, gráfölur
og tekinn, með þanda nasavængi
og sviplaus augu.
Það var auðheyrt að fröken
Baxter hafði lært sitt af hverju
á því að hreinskrifa 49 glæpasög-
ur fyrir fröken North.
— Hann varð ofsalega reiður,
þegar ég sagði að þér hefðuð lík-
lega ekki tíma til að tala við
hann, hélt fröken Baxter áfram.
— Hann sagði að það yrði verst
fyrir yður sjálfa, ef þér veittuð
honum ekki viðtal.
— Jæja, sagði hann það? sagði
fröken North undrandi. Þótt
þessi dularfulli læknir virtist
ekki hið minnsta líkur söguper-
sónu hennar, hafði hann þó tam-
ið sér orðalag læknisins. Gagn-
rýnendur settu altaf mikið út á
stíl hennar, stuttar og snöggar
setningar, en henni var alveg
sama. Bækurnar seldust og hún
var orðin forrík, átti yndislegan
herragarð, sem hún hafði keypt
af fátækum aðalsmanni. Hún var
búin að safna að sér svo mörgum
skartgripum að hún vissi ekki
hvað hún átti að gera við þá, og
fataskápar hennar voru að rifna
utan af modelkjólum og loðfeld-
um sem hún aldrei notaði. En
síðan hún varð fimmtug var það
frægðin sem skipti mestu máli
fyrir hana. Hún naut þess að sjá
fólk snúa sér við á götunni til
að, horfa á hana, og það kitlaði
hégómagirnd hennar þegar hún
var spurð um hvert álit hún
hefði á þessu og hinu í blöðum
og sjónvarpi.
Þegar hún hugsaði um öll þau
glæpamál, sem hún hafði lýst af
svo mikilli innlifun í sögum sín-
um, fannst henni eiginlega furðu-
legt að hún hafði sjálf aldrei
komizt í kast við glæpamenn, að
því undanskildu að einu sinni
hafði ungur maður hrifsað til sín
töskuna hennar í neðanjarðar-
brautinni. Hún hafði ekki einu
sinni kært það til lögreglunnar.
Fröken Baxter truflaði hana
frá þessum hugsunum. — Þetta
er að öllum likindum einhver
sem ætlar að selja eða gefa yður
hugmyndir. Á ég ekki að hringja
til lögreglunnar?
— Nei, auðvitað ekki. Ég skal
sjálf athuga þetta. Vísið mann-
inum inn.
Meðan fröken Baxter var
frammi, fór hún ósjálfrátt að
spinna spennandi atburðarás ut-
an um þessa heimsókn. Foster
Reynolds var auðvitað aðalsögu-
hetjan að venju, og fékk gullin
tækifæri til að sýna snilli sína.
Clara North var eiginlega farin
að hugsa hlýlega til gestsins, þeg-
ar fröken Baxter vísaði honum
inn, með sýnilegum fýlusvip.
— Fáið yður sæti, sagði hún
og benti fröken Baxter að fara
út. — Það er alltaf gaman að
hitta sögupersónurnar úr sögum
mínum. Hún virti fyrir sér þenn-
an litla mann. — En ég verð að
segja að þér hafið mikið breytzt.
Það var ekkert einkennilegt að
hún gerði þessa athugasemd, þar
sem söguhetja hennar, Manger
læknir, var allt að því tveir
metrar á hæð og eftir því þrek-
inn, var eineygður og með stórt
ör á öðru eyranu, eftir skot úr
byssu Foster Reynolds.
En þessi furðulegi gestur lét
ekki setja sig út af laginu.
— Ég er dulbúinn, sagði hann.
Fröken North hló glaðlega. —
Það var gott að þér tókuð það
fram, ég hefði ekki kannazt við
yður.
— Við skulum snúa okkur að
málinu, sagði hann. Svo stóð
hann upp, gekk að dyrunum og
læsti. — Ég vil ekki láta trufla
okkur.
Fröken North ætlaði að fara að
malda í móinn, en þagnaði
skyndilega þegar hann miðaði á
hana skammbyssu.
En þá varð hún reið. — Viljið
þér gjöra svo vel að leggja frá
yður byssuna, sagði hún. — Glens
getur gengið of langt.
— Þetta er ekki glens, sagði
hann með alvörusvip. — Ég vil
fá að tala við Foster Reynolds,
og þér eigið að hjálpa mér til að
ná tali af honum.
— Þvaður, sagði fröken North,
en hún hafði á tilfinningunni að
hún væri að lifa eitthvert atriðið
úr einni bóka sinna. — Ég er
all.taf til í glens, en ef þér ætlið
að haga yður eins og brjálæðing-
ur ....
— Góða fröken North, sagði
hann brosandi. — Geðveikt fólk
hagar sér ekki svona. Ég veit
hvað ég er að segja, því að ég
hefi sjálfur verið í sex vikur á
Park House.
Fröken North fékk einhverja
ónotatilfinningu. Park House var
þekkt geðveikisjúkrahús. Henni
datt í hug að kalla á fröken Baxt-
er, en hendin með skammbyss-
unni fékk hana ofan af því að
gera nokkrar slíkar ráðstafanir.
— Ég var auðvitað ekki sjúk-
lingur, sagði læknirinn. — Ég
faldi mig þar, meðan Foster
Reynolds var að leita að mér.
Það var sniðugt, finnst yður það
ekki?
Án þess að bíða eftir svari hélt
hann áfram:
— Ég vil fá Foster Reynolds
hingað. Á stundinni. Hann er bú-
inn að flækjast of lengi fyrir
mér og nú skal hann deyja. Þér
eigið að hjálpa mér til að góma
hann.
— Auðvitað, sagði fröken
North. Hún var nú orðin mátt-
laus af hræðslu. Atvik eins og
þetta átti aðeins heima í glæpa-
sögum, ekki í raunveruleikanum,
— í hennar eigin vinnustofu og
það um hábjartan dag.
— Hringið til hans, sagði
læknirinn.
— Til Foster Reynolds?
— Auðvitað. Segið honum að
koma hingað eins fljótt og hon-
um er unnt. En segið honum
ekki að ég sé hér. Um leið og
hann kemur þarna inn um dyrn-
ar, skýt ég hann.
Fröken North létti. Það var
alltaf von um að ná í hjálp ef
hún gat notað símann.
— Það er ágætis hugmynd,
sagði hún, með titrandi rödd. —
Ég skal hringja strax.
Hún rétti út hendina til að taka
símann. Hvert átti hún að
hringja? Til lögreglunnar? Það
gat verið hættulegt þar sem hann
stóð svo nálægt henni að hann
gat heyrt allt sem sagt var, —
Til einhvers af kunningjunum?
En hvernig gat hún gert sig
skiljanlega án þess að vitfirring-
urinn skildi hvað hún var að
fara?
Læknirinn sparaði henni
vangavelturnar.
— Andartak, sagði hann og
hrifsaði símann úr höndum henn-
ar. — Það er bezt að ég hringi.
Þér gætuð átt það til að reyna
einhverjar kúnstir.
Fröken North varð ergileg og
reyndi að ná heyrnartólinu af
honum. — Ég fullvissa yður um
að mér dettur ekkert slíkt í hug,
sagði hún, eins sannfærandi og
henni var mögulegt.
Hann sló á fingur hennar með
byssuskeftinu og það réði úrslit-
um.
Hún sá að hann valdi ákveðið
númer, heyrði einhvern svara og
svo rétti hann henni heyrnartól-
ið.
— Gleymið ekki að taka það
fram að hann eigi að flýta sér,
og minnist ekki á það einu orði
að ég sé hérna.
Hendi fröken North titraði,
þegar hún tók heyrnartækið.
— Hver er þetta, hvíslaði hún.
Framhald á bls. 37.
12 VIKAN 18 tbI
i6. tbi vikAN 13