Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 36
Þegar Dinny kom inn í réttarsalinn kom hún strax auga á frænda sinn og ungu stúlkuna í sakamannastíunni. Stúlkan var á svipuðum aldri og hún sjálf, svipuð á hæð og snyrtilega klædd, hún var lag- leg, en munnsvipurinn var nokkuð nautnalegur. Hún hét Millicent Pole. Lögregluþjónninn ásakaði hana um að hafa ávarpað tvo menn við Euston Road, en þessir menn höfðu ekki haft svo mikið við að mæta fyrir réttinum. í vitnastúkunni var ungur maður, sem af- greiddi í tóbaksbúð. Hann sagðist hafa séð stúlkuna ganga tvisvar — þrisvar framhjá, eins og hún væri að leita að einhverju. — Einhverjum? Hann vissi það ekki, stúlkan reyndi ekkert til að taka hann tali og hann sá hana ekki yrða á nokkurn mann. — Séra Hilary Charwell. Dinny sá frænda sinn ganga að vitna- stúkunni. —■ Nafn yðar er Hilary Charwell? — Cherrell, ef yður er sama. —- Einmitt. Þér eruð þjónandi prestur við söfnuðinn í St.-August- ines -in-the-Meads? Hilary hneigði sig. — Hve lengi hafið þér þjónað? — Þrettán ár. — Þér þekkið ákærðu? — Síðan hún var barn. — Segið okkur, séra Cherrell, hvað þér vitið um hana? Dinny sá að frændi hennar sneri sér betur að dómaranum. — Foreldrar hennar voru mjög heiðvirt fólk, og þau ólu börn sín vel upp. Hann var skósmiður, auðvitað mjög fátækur; við erum öll fátæk í sókn minni. Ég ætla líka að geta þess að þau dóu í fátækt fyrir fimm eða sex árum, og ég hef fylgzt með þeim dætrum þeirra síðan. Þær vinna hjá Peter og Poplin, og ég hef aldrei heyrt neitt misjafnt um Millicent. Ég veit ekki betur en að hún sé heiðvirð í alla staði. — Mér skilst samt að þér hafið ekki mikið tækifæri til að fylgj- ast með framferði hennar? — Ja, ég kem oft í húsið þar sem hún býr með systur sinni. Ef þér sæjuð það, herra, þá mynduð þér viðurkenna að það þarf tölu- vert þrek til að búa á slíkum stað. — Er hún sóknarbarn yðar? Frændi hennar leit brosandi á dómarann. — Eg get varla sagt það. Sunnudagarnir eru svo dýrmætir ungu fólki nú. En Millicent er ein af þeim sem fara á sunnudögum út í Dorking, þar er hvíldar- og hressingarheimili fyrir fátækar stúlkur. Það er kona systursonar míns, Fleur Mont, sem rekur þetta heimili, og hún gefur Millicent beztu meðmæli. Á ég að lesa það sem hún skrifar? „Kæri Hilary frændi! Þú spyrð um Millicent Pole. Hún hefur verið hér um þrjár helgar, og forstöðukonan segir að hún sé mjög prúð stúlka og virðist alls ekki lauslát. Þannig kemur hún mér líka fyrir sjónir. ... Fleur. — Þá komum við að þessu, herra Cherrell: að yðar áliti hefur hún verið höfð fyrir rangri sök? — Já, herra, ég er alveg fullviss um það. Stúlkan í stíunni bar vasaklút upp að augunum, og Dinny fann sárt til umkomuleysis hennar. Að standa þarna fyrir framan þetta fólk, jafnvel þótt hún hefði gert það, sem hún var sökuð um! Og hví skyldi ekki stúlka mega tala til karlmanns að fyrra bragði? Hann var ekki skyldugur til að svara henni. Hávaxinn lögregluþjónn stóð upp, leit niður á stúlkuna, eins og hann væri að fremja einhver helgispjöll og ræskti sig. — Þakka yður fyrir, herra Cherrell. Þegar Hilary gekk út úr vitnastúkunni, kom hann auga á frænku sína og veifaði hendinni. Dinny varð ljóst að málinu var lokið og að dómarinn var að hugsa sig um. Hann sat grafkyrr, þrýsti saman fingurgómunum og starði á stúlkuna. Hún starði á móti. Dinny hélt niðri í sér andanum. Á næstu mínútum fannst henni sem líf stúlk- unnar væri á vogarskálum! Stóri lögregluþjónninn tvísté. Var hann með stúlkunni eða á móti? Það var dauðaþögn í réttarsalnum, það heyrðist aðeins klórið í penna. Svo sagði dómarinn: — Eg er nú ekki allskostar ánægður með gang þessa máls. Stúlk- an verður sýknuð. Þér megið fara... Stúlkan gaf frá sér kæft hljóð. Einhver kallaði: — Heyr! — Uss, sagði lögregluþjónninn. Dinny sá að frændi hennar leiddi stúlkuna út. — Bíddu mín, Dinny, sagði hann um leið og hann gekk framhjá, — ég verð fljótur. Dinny beið í anddyrinu. Lögregluþjónninn kom til hennar. — Get ég gert eitthvað fyrir yður, fröken? — Þakka yður fyrir, ég er að bíða eftir frænda mínum. 36 VIKAN 16- tbl’ — Er það presturinn? Dinny kinkaði kolli. — Hann er góður maður. Hann hjálpaði stúlkunni. — Já. — Já, það verða oft mistök. Þarna kemur hann. Hilary stakk hendinni inn undir handlegg Dinnyar. — Sælir, lögregluþjónn, sagði hann, —- hvernig líður frúnni? — Prýðilega, herra. — Þér björguðuð Millicent? — Já, sagði Hilary, — og nú langar mig í pípuna mína. Komdu, Dinny. Hann kinkaði kolli til lögregluþjónsins og leiddi Dinny út. — Hvers vegna komstu hingað, Dinny? — Eg kom til að sækja þig. May frænka fylgdi mér. Er stúlkan saklaus? — Spurðu mig um eitthvað annað. En að dæma hana seka var öruggasta leiðin til að senda hana í svaðið. Hún skuldar húsaleigu og systir hennar er veik. Bíddu aðeins, meðan ég kveiki í pípunni. Svo blés hann frá sér reykjarstrók og tók aftur undir handlegg hennar. — Hvað viltu mér, Dinny? — Meðmælabréf til Lord Saxenden. — Snubby Bantham? Til hvers? — Vegna Huberts. i — Ó, ætlarðu að fleka karlinn? — Ef þú getur komið á stefnumóti. — Ég var í Harrow með Snubby. Hann var aðeins baronet þá. Eg hef ekki séð hann síðan. — En þú hefur Vilfred Bentworth í vasanum, frændi, og landar- eignir þeirra liggja saman. — Ja, ég er viss um að Bentworth lætur mig hafa seðil til hans fyrir þig. — Það er ekki það sem ég vil, ég vil hitta hann. — Já, þú getur ekki flekað hann öðruvísi. Hvað hefurðu í huga? — Framtíð Huberts. Mig langar til að komast fyrir vandræðin áður en þau byrja fyrir alvöru. — Ég skil. En sjáðu nú til, Dinny, Lawrence er maðurinn. Hann er búinn að bjóða Bentworth til Lippinghall á þriðjudaginn til að veiða akurhænur. Þú gætir farið þangað. — Eg var nú líka búinn að hugsa mér að tala við Lawrence frænda, en ég gat ekki setið á mér að hitta þig líka, frændi. — Væna mín, sagði Hilary. — Fallegar stúlkur eins og þú eiga ekki að segja slíkt. Það gæti stigið manni til höfuðs. Jæja, þá erum við hér. Komdu' og fáðu þér te. Dinny varð undrandi þegar hún sá Adrian frænda sinn í dagstof- unni á prestssetrinu. Hann sat i stól og var að tala við tvær konur, sem litu út fyrir að vera kennslukonur. Hann veifaði henni með teskeiðinni og kom svo til hennar. — Hver heldurðu að hafi skotið upp kolli hjá mér, eftir að þú fórst? Maður reiðinnar sjálfur, til að skoða höfuðkúpurnar mínar. — Ekki þó Hallorsen? Adrian tók upp nafnspjald: — Prófessor Edward Hallorsen, stóð þar, og skrifað með blýanti „Piedmont Hotel“. — Hann er miklu notalegri náungi núna, en þegar ég hitti hann forðum í Dolomitunum; og ég held að hann sé ekki sem verstur, ef hann er tekinn réttum tökum. Já, og hvað var það nú annars sem ég ætlaði að segja? — Já, því ekki að taka hann réttum tökum? —- Þú hefur ekki lesið dagbók Huberts, frændi. — Eg vildi gjarnan lesa hana. — Þú getur það. Hún verður líklega gefin út. Adrian blístraði lágt. — Vertu viðbúin, vina mín. Hundaslagur getur verið skemmtileg- ur, fyrir alla nema hundana. — Hallorsen hefur gefið upp til leiks, Hubert verður að slá bolt- ann. — Jæja, Dinny, það væri ekkert að því að skoða svolítið aðstæð- ur, áður en lagt er til orrustu. Leyfðu m!ér að halda svolítið mið- degisverðarboð. Diana Ferse býður okkur heim og þú getur verið hjá henni um nóttina. Eigum við að segja á mánudag? Dinny bretti upp á nefið. Ef hún léti verða af því að fara til Lipp- inghall á mánudag, þá var þetta mjög hentugt fyrir hana. Það gat verið betra fyrir hana að kynnast þessum Ameríkana, áður en lagt var til orrustu við hann. — Það er fínt, frændi, og þakka þér kærlega fyrir. Ef þú ert á vesturleið, langar mig til að koma með þér. Mig langar til að hitta Emily frænku og Lawrence. Mont Street er á leið þinni. — Það er ágætt. Við förum þegar þú ert búin með teið. — Eg er búin, sagði Dinny og stóð upp.... Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.