Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 50
Eins og áður hefur verið frá skýrt, hefur VIKAN fengið blaðarétt á bókinni ,,Liv-
ing with the pill and other methods of contraception", sem í bókstaflegri þýð-
ingu er „Sambúðin við pilluna og aðrar aðferðir til getnaðarvarna". Við höfum
hins vegar tekið þann kostinn að kalla bókina „Pillan og lífið". Hefst birting út-
dráttar úr bókinni [ næstu viku.
Tildrög bókarinnar eru þau, að fyrir um ári birti Sunday Times Magazine auð-
skilin svör lærðra við nokkrum spurningum leikra um pilluna og sambúðina við
hana. Þetta vakti svo mikinn áhuga í Bretlandi, að ráðizt var í að gera ítarlega
bók, sem uppbyggð væri á þennan sama hátt, með spurningum og svörum.
Nærri helmingur bókarinnar fjallar um pilluna, og er það vel, því hún er sú
getnaðarvörn, sem mestur áhúgi er fyrir, þótt ef til vill sé hún enn að minnsta
kosti ekki mest notuð. En hún hefur þá mikilvægu sérstöðu að vera lyf, gert af
mannahöndum og huga, og breyta verulega venjulegri starfsemi kvenlíkamans.
Þess vegna er mjög nauðsynlegt, að almenningur viti sem mest um pilluna, verk-
anir hennar og aukaverkanir, æskilegar og
óæskilegar.
Jafnhliða bókarútdrættinum mun Vikan
birta þætti um þessi mál til frekari kynn-
ingar og fræðslu. I þessu sambandi má
geta þess, að aprílgaman okkar um raf-
hlöðu til getnaðarvarna hefur orðið okkur
til gífurlegrar leiðbeiningar um, á hvaða
sviðum mestrar fræðslu er þörf. í hvívetna verður þess gætt, að tala einarðlega
en þó smekklega um þessi mál, en gengið er út frá vissri grundvallarþekkingu
um þau, svo sem hvernig börn eru getin og hvað getnaðarvörn er. Við neitum
nefnilega að trúa þv(, sem fram hefur komið hjá kvenlæknum, að jafnvel stúlk-
ur í menntaskóla hafi komið þungaðar til kvenlækna og játað þar á sig að vita
ekki hvernig börn verða til né heldur á hvern hátt þau losna úr líkama móður-
innar í fyllingu tímans.
En sem sagt: I næsta blaði hefst flutningur útdráttar úr bókinni „Pillan og
lífið".
gert með henni, þú ert ekki fyrir
neitt hálfkák, nei, ekki þú ...
Gaby var eins og brjáluð. Blóð
hennar sauð. Hún fékk hræði-
lega rauða flekki á hálsinn. Hún
sá allt saman fyrir sér í hugan-
um....
Nafnið stóð svart á hvítu blað-
inu: Janine Marie Laurent, Ho-
tel Sanssouci, Beethovenstræti.
Hann hefur þá svikið mig með
einhverri lítilsgildri stelpuskjátu,
hugsaði hún. Ég var að skoða
brúðarkjóla, en hann leitaði sér
að einhverri ódýrri skjátu.
Gaby stóð við gluggann, hlust-
andi, þegar allt í einu var bank-
að á dyr.
— Kom inn. Rödd hennar var
æst.
Stúlkan í dyragættinni var
rauðhærð, leggjalöng, brjósta-
mikil. Og ekki eitt einasta augna-
blik hikandi.
— Ég leita herra Sieberts.
Gaby starði á hana. -— Þér er-
uð Janine Laurent, ekki satt?
— Nei, það er ég ekki, svaraði
sú rauðhærða, — ég er Evi
Glöckner, vinkona Júrgens frá
Berlín. Hvar . er hann?
— Ég veit það ekki, svaraði
Gaby eldsnöggt.
— Og hver eruð þér — ef ég
má spyrja?
— Unnusta hans.
— Afsakið. Evi tók um hurð-
arhúninn. Og þar sem hún var
opinská að eðlisfari, bætti hún
við:
— Við Júrgen áttum sitthvað
sameiginlegt í Berlín. Það er
löngu búið. Ég er sýningastúlka
nú sem stendur, og Júrgen ætl-
aði að koma mér að hjá West-
phal — ég er hér aðeins þess
vegna.
Út, hefði Gaby helzt viljað
öskra. En hún sneri sér eðeins
við. Þér mun hefnast fyrir þær
allar, sór hún með sjálfri sgr,
fyrir þær rauðhærðu og Ijós-
hærðu, frá fortíð og framtíð, þig
grunar ekki, Júrgen, hvernig ég
get orðið.
Þegar hún þaut gegnum hótel-
anddyrið í annað sinn á þessum
morgni, tók hún ekki eftir nein-
um kveðjum. Varir hennar voru
fölar. Tryllt ákvörðun skein úr
augum hennar.
— Náið í leigubíl, skipaði hún
þjónslærlingi einum.
Án þess að vita nákvæmlega
hvað hún ætlaði sér, steig hún
inn í leigubílinn og sagði: „Hotel
Saussouci, Beethovenstræti.
Á leiðinni þangað tók hún þá
ákvörðun fyrst. Ég tala við þessa
ungfrú L.aurent, ég bíð henni
peninga til þess að hún tali. Ég
mun ekki hætta fyrr en ég hef
fengið játningu hennar. Hún get-
ur krafist hvers sem hún vill af
mér, en tala skal hún ....
En þannig varð það alls ekki.
Þegar hún beygði inn í Beethov-
enstræti, sá Gaby sinn eigin
rauða sportbíl standa þar. Og
Júrgen hallaði sér letilega upp
að honum, með sígarettu milli
varanna.
— Stanzið hérna hægra megin,
skipaði Gaby bílstjóranum, —
við bíðum hérna, og þegar rauði
sportbíllinn þarna fer á hreyf-
ingu, þá eltum við hann.
— En, ungfrú, sagði bílstjór-
inn hlæjandi, — ég er í rauninni
enginn sérfræðingur í eltinga-
leikjum.
Gaby ýtti fimmtíumarkaseðli
yfir öxl hans. — Er þá allt i
lagi?
— Ég hugsa það.
Þau höfðu ekki beðið fimm
mínútur, þá sagði bílstjórinn
stríðnislega: — Aha — þarna
kemur þá brúðan dansandi
Drengurinn hefur þó ekki slæm-
an smekk.
Gaby tók báðum höndum um
sætisbrúnina að framan, starði
gegn um framrúðuna.
Það er ekki að ástæðulausu,
sem ég hef óttast þá dauðu, hugs-
aði hún. Stúlkan þarna er ná-
kvæm eftirlíking hennar. Svona,
hlýtur konan hans að hafa litið
út. Hann hefur aldrei getað
gleymt henni. Nú hefur hann
þessa brúðu með ljóst hárið, þessi
hreinu, bláu augu, fíngerða lík-
amann....
Nei, hugsaði hún, hér er ekki
um neitt ódýrt hliðarspor að
ræða. Þessi ljóshærða stúlka,
sem nú steig inn í bílinn til hans,
var miklu hættulegri. Hún var
svo gjörólík henni, svo algjör
eftirlíking þeirrar dauðu....
— Áfram með yður, sagði hún
æst við bílstjórann.
Leiðin lá gegnum hálfa borg-
ina, gegnum yztu úthverfin. Til
allrar hamingju var bílstjórinn
laginn og missti ekkert augna-
blik sporið.
— Hvar erum við eiginlega?
spurði Gaby, þegar engin hús
tóku lengur við. Hún var orðin
alveg áttavillt.
— Hérna byrjar Ebersberger-
skógurinn, og því miður er eng-
inn hraðatakmörkun hér lengur.
Bíllinn hans fer leikandi upp í
tvöhundruð. Ef hann gefur í sjá-
um við aðeins útblástursrörin hjá
honum.
Þessi ótti var ástæðulaus. Júrg-
en gaf sér góðan tíma. Henni
fannst hún geta séð gegnum aft-
urgluggann hjá honum, að hann
hefði lagt handlegginn utan um
stúlkuna.
Allt í einu beygði hann til
hægri inn á malarstíg, sem lá
beint inn í skóginn.
— Á ég líka að fara á eftir
honum þangað?
— Já. Fljótur.
— Og hvað á ég að gera, ef
hann stanzar?
— Þá ökum við framhjá og
stönzum við næstu beygju. Ég
fer úr, og þér bíðið, þangað til
ég kem aftur til baka.
Framhald í næsta blaði.
50 VTKAN
16. tbl.