Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 29
tók varlega í hárið á ungri stúlku. Hún leit undan, horfði í aðra átt. En það er ekki unnt að flýja frá sínum eigin myndum. Henni fannst Júrgen standa frammi fyrir sér. Henni fundust dökk augu hans stöðugt horfa á sig, heyrði rödd hans, sá bros hans, fann snertingu handa hans ... Þegar leið tólf kom, steig hún ekki upp í vagninn. Utan við sig þaut hún að næsta símaklefa og bað um samband við skurðstofu bæj arsj úkrahússins. — Gæti ég fengið að tala við dr. Haller, takk. Ég ætla að borða hádegisverð með Stephan, hugsaði hún. Ég mun eyða öllum deginum og öllu kvöldinu með honum. Það verð- ur engin laus mínúta lengur Júrgen. Það er annar, sem elskar mig, sem gætir þess að ég geri enga vitleysu.... — Halló, sagði hún. — Doktor Haller er farinn í ferðalag, sagð' ókunn rödd, — það er fyrst búist við honum aft- ur eftir tvo eða þrjá daga. — Hvenær fór hann? spurði hún í öngum sínum. — f dag. í nokkrar sekúndur fannst henni sem hún stæði á giárbarmi. Ég verð að ná í hann, hugsaði hún. Stephan, skildu mig ekki eftir eina, verð ég að segja við hann. Ég er hrædd, heyrirðu ekki? Hrædd v:ð sjálfa mig, við það, hvað um mig verður. Janine setti aftur tvo tíupfenn- inga peninga í símtækið og valdi númerið heima hjá honum. En ekkert heyrðist. Enginn svaraði. Þegar hún kom aftur á hótelið um miðjan dag, rétti dyravörð- urinn henni tvö bréf. — Handa yður, sagði hann um leið. Hún settist á stól í anddyrinu. Það var ekki erfitt að. gizka á, frá hverjum bréfin voru. Hún reif hvíta umslagið fyrst upp. — Elsku Janine, skrifaði Step- han, — ég gat ekki náð tali af þér fyrir brottför mina. Þess vegna, skrifa ég þessar línur í flýti. Því miður var ég allt í einu kvaddur á fund í Berlín. Ég kem aftur á föstudag eða laugardag og mun þá strax hafa samband við þig. Ættum við kannski að fara eitthvert upp í fjöllin yfir helgina? Hugsaðu um það ... Gula umslagið hafði aðeins að geyma smámiða. Og á honum stóðu aðeins þessar tvær setn- ingar: — Ég sit á Café Brasch. Ég bíð þar, þangað til þú kemur. Júrgen. Hún sat grafkyrr nokkra stund. Lét, sem hún hikaði eins og hún yrði að hugsa sig um, eins og henni veittist erfitt að fara á Café Brasch. Nokkurs konar rétt- læting fyrir sjálfri sér. En í raun og veru lygi. meira að segja heilmikil. Því þegar hún stóð upp og fór upp á herbergi sitt, var það aðeins til þess að fara í annan kjól, til þess að púðra sig og mála varirnar, til þess að setja svart silkiband í hár sér .... Já, hún vildi vera falleg. Falleg fyrir hann. Hún rannsakaði sjálfa sig í speglinum, vandlegar en nokkru sinni áður. Og aðeins hin ævaforna spurning vafðist fyrir henni: Ætli honum finnist ég falleg? í Múnchen hafði veðrið verið fallegt, í Berlín rigndi. Stephan Haller fannst það litlu máli skipta. Fundurinn, sem hann hafði skýrt Janine frá, átti sér alls ekki stað. Ég skal gefa yður ábendingu, hafði leynilögreglumaðurinn Paul Karsch sagt, nafn manns, sem þekkti Janine. Hann heitir Júrgen Siebert og býr í Berlín, Atlasstræti 6. Þess vegna var hann hér. Þess vegna hafði hann beðið Rog- atzki að taka að sér næturvakt- ina á sjúkrahúsinu. Hann var nú í fyrsta skipti í Berlín, en hann hafði engan áhuga á borg- inni. Hann hafði aðeins áhuga á Júrgen Siebert. — Þékkið þér Atlasstræti? spurði hann leigubílstjóra á flug- vellinum. — Já, komið upp í, Atlasstræti er í Mariendorf. Bílstjórinn var einn af þessum málgefnu mönnum. — Síðast- liðna nótt var enn ein ljóshærð stúlka myrt, sagði hann, lögregl- an hefur nú komizt á sporið. — Vonadi er það rétta sporið, svaraði Haller aðeins til þess að segja eitthvað. — Þessi náungi myrðir aðeins ljóshærðar, hélt maðurinn áfram, — og alltaf sama aðferðin, hann lemur þær í hausinn, fremur síð- an á þeim kynferðisafbrot og kastar þeim svo í vatn. Þannig manntetur vildi ég hafa milli handanna. — Hvað er hann þegar búinn að drepa margar? — Það er alls ekki vitað. Tvær eða þrjár, ef til vill fleiri. Það er ekki víst að öll líkin hafi fund- izt. Morð kom manni alltaf í upp- nám. Haller létti, þegar þeir komu á leiðarenda. Atlasstræti var lítil, róleg hliðargata. Einbýlishús með fall- egum görðum og bílskúrum, sem bentu á góðan efnahag eigend- anna. Númer 16 hafði þau áhrif á Haller, að það væri autt og tómt. Rúlluhlerarnir fyrir glugg- unum voru dregnir niður. Þessi áhrif urðu að fullvissu. Fjöldamörgum hringingum hans var ekki svarað. Til allrar ham- ingju sá hann í húsi skáhallt á móti konu eina, sem var að sneiða til greinar á limgerði sínu. Það var ekki miklum erfið- leikum háð að gefa sig á tal við hana. — Ég hef elcki hitt herra Sie- bert í nokkur ár, sagði hann. -— Við erum skólabræður, og þar sem ég er nú af tilviljun staddur í Berlín .... — Þér hafið ekki heppnina með yður, áleit nágrannakonan, —- eftir að konan hans dó, sést hann sjaldan. Hann hefur ferð- ast mikið síðan. — Hvað þá, sagði Haller undr- andi, — konan hans er dáin? Ja, hérna, hún var þó mjög ung, var það annars ekki? Konan beygði sig yfir limgerð- ið. — Tuttugu og sjö ára, var allt- af falleg, vingjarnleg, síhlæjandi, við í götunni héldum að þetta væri hamingjusamasta hjóna- band heimsins. -- En hvað svo? Nágrannakonan yppti öxlum. — Ég veit ekki hvað gerðist, en það er víst að stuttu fyrir jólin, síðastliðið ár, framdi frú Siebert sjálfsmorð. — Hræðilegt, sagði Haller með áherzlu. Honum var helzt í mun að halda samtalinu áfram, eins lengi og unnt væri. — Hvar vinnur herra Siebert nú sem stendur? — Hann er með auglýsinga- skrifstofu niðulr í miðbænum. Drestern-Werbung heitir fyrir- tækið. Heimilisfangið veit ég ekki, það stendur örugglega í símaskránni. Hann hringdi í númerið frá pósthúsi í nágrenninu. — Gæti ég fengið að tala við herra Siebert? — Því miður, herra Siebtrt er sem stendur í Múnchen, svaraði kvenmannsrödd. Án þess að vita hvers vegna honum varð dálítið, órótt við að heyra þessi orð. Hvað hafði Karsch sagt: — Við eigum okkur einnig atvinnuleyndarmál, herra læknir. Ég get aðeins gefið yður ábendingu.... að hvaða gagni hún verður er undir yður kom- ið .... — Viljið þér ef til vill tala við herra Mannemann? spurði rödd- in. — Nei, takk. Ég vildi gjarnan fá að vita, hvenær herra Siebert er væntanlegur aftur. — Það er óákveðið. Stephan Haller lagði tólið á. Óróleiki hans magnaðist. Hann ákvað að aka til auglýsingaskrif- stofunnar, þrátt fyrir þessar upp- lýsingar. Hann reiknaði með að geta komið þangað um lokunar- tíma. — Þeir útreikningar voru ekki mjög nákvæmir. Inni í miðborg- inni komst leigubíllinn ekkert áfram. Þegar hann kom að lok- um að skrifstofubyggingunni, hristi dyravörðurinn höfuðið. — Nei, herra minn, starfsfólkið á Dreistern-skrifstofunni er þegar farið. — Það var leitt. Hann ætlaði að snúa sér við og fara, þegar hann fékk allt í einu ágæta hugmynd. Hann tók mynd af Janine upp úr skjala- tösku sinni, rétti dyraverðinum hana og spurði: — Þekkið þér þessa stúlku ef til vill? Hún vann hérna einu sinni. Maðurinn kom gleraugum sín- um fyrst haganlega fyrir á nefi sér. En síðan starði hann undr- andi og einnig dálítið van- treystandi á Haller. — Hún hef- ur aldrei unnið hérna. En hún hefur oft komið hingað. Þetta er nefnilega hin látna frú Siebert. Dr. Haller hörfaði óttasleginn aftur á bak. Þvættingur, stamaði hann. — Ég er alveg viss, svaraði dyravörðurinn. Gaby naut þess að koma fólki að óvörum. Að koma til dæmis ó- vænt með morgunflugvélinni frá París. Ekki á föstudag, heldur þegar á fimmtudegi. Hún gekk brosandi á stígvél- um sínum inn í anddyri hótels- ins Bayerisdun Hof. Hér var langt því frá að hún væri óþekkt. — Komið þér sælar, ungfrú Westphal, sagði móttökumaður- inn, — get ég gert eitthvað fyrir yður? — Nei, þakka yður fyrir, sagði hún hlæjandi, — ég mun rata sjálf. Hún geislaði af góðu skapi. Hún hefði viljað faðma að sér allan heiminn. París hafði verið dýrðleg. Ennþá dýrðlegar var, að Framhald á bls. 47 HANN SAT ÆSTUR í RÚMINU SÍNU, HÉLT SÍMTÓLINU í HENDI SÉR, HEYRÐI RÖDD ÁSTMEYJAR SINNAR, EN INNRI RÖDD OLLI HONUM KVÍÐA, VARAÐI HANN VfO . . . . 1G. ttoi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.