Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 43
Dr. Aspirín Framhald af bls. 10 með þeim árangri, að þar liggur við styrjaldarástandi hvern dag. Hatrið liggur í loftinu og ná- grannar hinnar útvöldu þjóðar eiga sér það takmark æðst að út- rýma henni. Þeir eru nefnilega sjálfir guðs útvalda þjóð; um það getur Allah borið. í byrjun nítjándu aldar gerði Napóleon mikli vasklega tilraun til að sameina Evrópu. Það að hann fæddist á Korsíku og tal- aði frönsku með hreim, varð til þess að hann leit ekki á Frakk- land út af fyrir sig sem ein- hverja Paradís. Honum fannst rétt, að álfan væri undir einum hatti svo hann gæti tekið þæj prinsessur með sér í rúmið, sem honum þóknaðist; í dag frá Var- sjá, á morgun frá Vínarborg. Napóleon mikli var fyrsti Evr- ópumaðurinn. Hann leit á svæð- ið sem heild án landamæra, sem síðan hafa jafngilt fangelsismúr- um. En bæði þá og alla tíð síðan hafa allar tilraunir til að sam- eina Evrópu farið út um þúfur. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hver þjóð fyrir sig er guðs útvalin með sögu, bókmenntir og tungu og svo vitaskuld fólk, sem ekki á sinn líka. Dr. Göbb- els, áróðursmálaráðherra Hitl- ers, bjó alla sína hundstíð í miðri Evrópu. En einu sinni á ævinni komst hann út fyrir landamær- in, þá til Ítalíu og flýtti sér heim aftur. Hann var viss um, að út fyrir Þýzkaland væri ekkert að sækja. Þjóðernisstefna nazista í Þýzkalandi byggðist á því að sameina tvennt sem almenningi þótti spennandi: Brjálaðan þjóð- ernisofstopa og sósíalisma. Því- lík blanda. Nógu slæmt er víst hvort fyrir sig. Aðferðir nazist- anna eru eitt allsherjar monú- ment fyrir þjóðernisrembing: Heilar þjóðir afgreiddar sem „óhreinar", samanber Gyðinga. Vélin sett í gang til að útrýma þeim og framinn stórkostlegasti glæpur mannkynssögunnar. Um leið var sett fram barnaleg fá- vizkukenning um yfirburði svo- kallaðra Aría. Um þessar mundir getur Evr- ópa treglega lafað saman í verzl- unarbandalögum hvað þá meir. Höfuðpostuli þjóðernisrembings- ins er gamli de Gaulle. f hans augum eru Frakkland og Frans- arar ofar öllu öðru hyski. Frans- mönnum er eiginlegt að líta nið- ur á útlendinga og það er frægt, að menn verða útlendingar alla ævi í Frakklandi þótt þeir setj- ist þar að og tali málið þokka- lega. Svo langt hefur fyrirlitn- ing Fransara á útlendingum gengið, að ferðamenn kvörtuðu sárlega um lélega þjónustu og enga fyrirgreiðslu og varð þetta til þess að ferðamannastraumur til Parísar hefur stórminnkað. Bandaríkjamenn eru svo ung þjóð og fólk þar einkum af hin- um ýmsu Evrópuþjóðernum. Þjóðarbrotin þar halda enn fast við trú sína um „hina miklu þýzku þjóð“, um hina „einu sönnu kúltúrþjóð, Fransmenn" og jafnvel írar þykjast manna fremstir í Bandaríkjunum, ekki hvað sízt eftir að Kennedy fjöl- skyldan hófst til vegs og virð- ingar. En negrarnir eru þó eins konar þjóð í þjóðinni og nú er mjög reynt að ala á kenningum um yfirburði þeirra og hreyfing eins og Black Power er hugsuð til þess. ____ __ Verndun þjóðernis. Þetta slag- orð er endurtekið sí og æ með tilhlýðilegum titringi í málrómn- um og alvöruþunga. Þetta slag- orð hljómar á fundum hjá stjórnmálaflokkunum og sést í ályktunum frá Suff og Fuff og hvað þau nú heita þessi póli- tísku pabbadrengjafélög. Það þýðir einfaldlega, að íslendingar lofa hátíðlega og að viðlögðum drengskap að gera sitt til að við- halda þeim þjóðernisrembingi, sem er helzti meinvaldur heims- byggðarinnar á vorum tímum. Hitt er svo annað mál, að við eigum nokkur heimsmet, sem gjarnan má halda á lofti og gjarnan má skrá í bækur líkt og árangur í frjálsum íþróttum. Helzta heimsmet íslendinga hljóðar upp á sykurát, en eftir að Mörlandinn hætti að skófla í sig floti, tólg og þverhandar- þykkum síðum af spiki, hefur allt snúizt um sykurát. Annað heimsmet fslendinga hljóðar upp á að kunna ekki að fara með brennivín og það þriðja er sljó- leiki og silakeppagangur í um- ferð þessa eina bæjar, sem land- ið getur státað af. Nú vaknar sú spurning, hvort ástæða sé til að blása sig út af þjóðernismetnaði þó við eigum þrjú heimsmet eða svo. Hvað annað getum við talið okkur til ágætis? Líklega fátt. Við erum sköpuð líkt og annað fólk, lifum í falskri velmegun upp á krít, náum yfirleitt fremur háum aldri, eigum fáa afburðamenn, illa rekin fyrirtæki, einmuna lé- lega stjórn, virðingarsnautt þing og gamaldags fræðslukerfi. Við Peyrac lét ekki í ljósi neina vanþóknun, en svaraði með milligöngu Nicholasar Perrots, að Tahoutaguete væði reyk. Þeir myndu innan skamms sjá allar þær gjafir, sem Swanissit og full- trúar hans hefðu þegið, þegar ,þeir gengu frá sáttmálanum, en fyrst ætlaði hann að biðja Outakke, að segja bræðrum sínum frá árásinni og undir hvaða kringumstæðum Irokahöfðingjarnir hefðu mætt dauða sín- um. Og hikandi gerði Móhaukurinn sem fyrir hann var lagt. Perrot, Maupertuis og allir hvitir menn, sem kunnu mál íroka hlust- uðu vandlega á það, sem hann hafði að segja. Tvisvar neyddu þeir hann til að viðurkenna að hann hann hefði séð, með sínum eigin augum, menn Peyracs hljóta slæma áverka af hendi árásarmannanna; og hann lýsti því hvernig Maudreuil barón og Patsikettarnir hefðu beitt svikum til að komast inn í varðstöðina og að síðan hefði hvíta konan, eigin- kona Tekonderoga, bjargað honum frá Piksarett, sem vildi hann feigan. ÖU réttindi áskilin, Opera Mundi, Paris. 16. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.