Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 14
PETER TORK HÆTTUR Þegar Peter Tork lýsti því yfir, að hann væri búinn að fá meira en nóg af að vera einn af Apa- köttunum, veltu margir því fyrir sér, hvað þremenningarnir, sem eftir sátu, hyggðust gera. Ætl- uðu þeir að bæta við manni í stað Peter eða ætluðu þeir kann- ske að hætta fyrir fullt og allt? Önei, þeir halda áfram sem tríó, og koma þannig fram á hljómleikum. Hvað hljómplötur snertir, senda þeir frá sér gaml- ar plötur, þar sem allir fjórir eru í fullu fjöri, og nú á dög- unum kom ein slík á markaðinn. Þar eru lögin „Teardrop City“, sem Micky Dolenz syngur og „A Man Without A Dream“, sem Davy Jones syngur. Þessi plata var tekin upp á sama tíma og platan með laginu „Last train to Clarksville" var gerð, — fyrir tveimur árum. Upphaflega var gert ráð fyrir því, að næsta plata Monkees, sem út kæmi í Englandi, yrði með lögum úr kvikmyndinni „Head“, en þar sem ekkert bólar enn á myndinni, var sú hugmynd yf- irgefin. Aðrar fréttir af Mon- kees eru þær, að þeir eru nú að undirbúa hljómleikaför um Bandaríkin, en síðan liggur leið- in um ýmis Evrópulönd og verð- ur fyrsti viðkomustaðurinn Bret- land. Mörgum leikur hugur á að; vita, hvort vinsældir Monkees eru enn þær sömu og þegar þeir félagarnir voru fjórir saman, en úr því mun fóst skorið innan tíðar. ☆ ..HVDIISTUND MED D9LIIES" Eins og við höfum áður sagt frá, hefur Graham Nash, gítar- leikari Hollies sagt skilið við félaga sína í hljómsveitinni. í hans stað er nú kominn Terry Silvester, og leikur hann og; syngur á hinni nýju tveggja laga plötu Hollies, „Sorry Suzanne“. Terry var áður með hljómsveit- inni „Swinging Blue Jeans“, sem hefur átt fremur erfitt uppdrátt- ar hin síðari ár, en þar áður lék hann með hljómsveitinni Es- corts. Allan Clarke, aðalsöngv- ari Hollies, sagði, eftir að Terry hafði verið ráðinn í hljómsveit- ina, að hinn nýi liðsmaður hefði spjarað sig betur en þeir hefðu þorað að vona. Sagði Allan, að 14 VIKAN 16 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.