Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 15
Terry hefði mjög góða rödd og
væri frábær gítarleikari.
Það tók Holies þrjá mánuði að
leita að manni í stað Graham
Nash, en þeir segjast ekki sjá
eftir þeim tíma. „Það er betra
að flýta sér hægt, þegar jafn
mikilvæg ákvörðun og ráðning
nýs liðsmanns er tekin“, segja
þeir.
Hollies vinna nú að 12 laga
plötu með lögum eftir Bob Dylan
og er áætlað að hún komi á
markað, í apríl. Gera þeir sér
góðar vonir um, að sú plata muni
seljast vel í Bandaríkjunum.
Meðal laga á þessari plötu má
nefna „I shall be released",
„When My Ship Comes In“ og
„Wheels On Fire“. í júní er svo
von á annarri hæggengri plötu
með nýjum lögum. Ymsar áætl-
anir eru í bígerð hjá Hollies, en
það sem mesta athygli mun vekja,
eru hljómleikar, sem þeir ætla
að halda í Royal Festival Hall
í London 27. júní n.k. Þar munu
þeir koma fram ásamt 11 manna
hljómsveit undir stjórn Mike
Vickers. Parlaphone hljómplötu-
fyrirtækið mun hljóðrita músik-
ina á þessum hljómleikum og
gefa út á hæggengri plötu, sem
væntanlega mun heita „Kvöld-
stund með Hollies“, en það munu
hljómleikarnir verða kallaðir. ☆
MARY HQPKIN TIL ÍSLANBS?
Ekki er loku fyrir það skotið, að
hin vinsæla söngkona Mary Hop-
kin komi til íslands, áður en
langt um líður. íslenzkir aðilar,
sem leitað hafa til umboðsskrif-
stofu hennar, hafa fengið þau
svör, að hún geti komið hingað
til lands í vor. Er nú verið að
semja um kaup og kjör handa
ungfrúnni, og gangi allt að ósk-
um í þeim efnum, ættu íslend-
ingar að eiga þess kost að sjá og
heyra þessa geðþekku stúlku
syngja „Those were the days“ og
fleiri lög.
Mary kom nýlega fram á tón-
listarhátíð í Cannes ásamt söngv-
urum og hljóðfæraleikurum frá
ýmsum Evrópulöndum. Vakti
Mary þar mesta athygli og hlaut
hin svokölluðu Midem verðlaun.
Þá tók Mary þátt í hinni árlegu
tónlistarhátíð í San Remo á ítal-
íu, en þar hreppti hún annað
sætið. í fyrsta sæti var ítalskur
söngvari, en það mun vera hefð,
að innfæddir fái að njóta efsta
sætisins
Mary hefur nú sungið inn á 12
laga plötu, sem er nýkomin út.
Þetta er önnur platan, sem Mary
syngur inn á, — hún hefur ekki
sent frá sér plötu síðan „Those
were the days“ kom út. Það er
plötufyrirtæki Bítlanna Apple,
sem gefur út hina nýju hæg-
gengu plötu Mary, sem nefnist
„Post Card“. Mörg laganna eru
samin sérstaklega fyrir hana, og
eru höfundar m.a. George Martin,
tónlistarráðunautur Bítlanna,
bandaríski lagasmiðurinn Nils-
son og síðast en ekki sízt Dono-
van, en hann hefur samið all-
mörg laganna á plötunni. Þá
syngur Mary eitt lag á velsku og
gamla standarda eins og „There
is no business like showbusiness“.
Umslag plötunnar hefur Paul
McCartney sett upp. Á framhlið
er mynd af Mary á póstkorti en
á bakhliðinni skrifar Paul á póst-
kortið heiti laganna eigin hendi.
Paul hefur reynzt Mary Hopkin
góður haukur í horni. Hann hef-
ur haft umsjón með þessari plötu,
og hann annast einnig undirleik,
ásamt fleirum góðum mönnum,
svo sem Donovan.
☆
FIMMTA HUÍMPLATA
SEXTETTS OLAES GAQKS
Innan skamms er væntanleg ný hljómplata með sextett Ólafs Gauks,
og er það fimmta hljómplatan, sem frá þessari vinsælu hljómsveit
kemur. Á plötunni eru fjögur lög, tvö eftir Ólaf, eitt eftir Rúnar, en
fjórða lagið er gamall og góður vals í nýrri útsetningu. Allir text-
arnir eru eftir Ólaf Gauk. Lögin, sem hann hefur samið, heita: „Það
er eins víst og tvisvar sinnum tveir eru fjórir“ og „Ef væri ég kóngur
í Kína“. Fyrra lagið hefur raunar heyrzt áður og þá flutt af hljóm-
sveitinni Púkó og söngvaranum Halli Sveinssyni í áramótaskaupi
sjónvarpsins. f flutningi Halls (Flosa Ólafssonar) og Púkó hét lagið
„Táraflóðið“. Mörgum þótti þarna býsna gott lag á ferðum, og þar
sem fjöldi manns hafði orð á því við Ólaf, að svo gott lag mætti
ekki fara í súginn, varð að ráði að setja það á plötu. Það er Svan-
hildur, sem syngur þetta lag en hitt lag Ólafs, „Ef ég væri kóngur í
Kína“, syngur Rúnar Gunnarsson. Það er fremur rólegt lag með
föstum takti. Lag Rúnars á plötunni heitir „Fáðu þér sykurmola",
og hann syngur það sjálfur, en fjórða lagið er „Út við himinbláu
sundin", sem er skemmtilegur vals.
Sextett Ólafs Gauks hefur í vetur leikið á Hótel Borg, en nú um
nokkurt skeið mun hljómsveitin jafnframt koma fram í Þórscafé
mánudags og þriðjudagskvöld. Ólafur vinnur nú að handriti nýs
sjónvarpsþáttar, og verður hann tekinn upp um mánaðamótin apríl/
maí. Jafnframt æfir hljómsveitin nú af kappi fyrir næstu hljómplötu
sína, en á henni verða 12 lög eftir Sigfús Halldórsson. Að líkindum
mun sú plata koma á markað snemma næsta sumars.
Þá er það nokkur tíðindi, að hljómsveitinni hefur verið boðið að
koma fram erlendis, og benda allar líkur til, að hljómsveitin haldi
utan í september nk. Þegar þetta er skrifað er verið að fjalla um
samninga þessu að lútandi, og af þeirri orsök segjum við ekkert
meira að sinni um þetta mál, því að fæst orð hafa minnsta ábyrgð.
★
16. tbi. VIKAN 15
f