Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 23
Þegar þær fengju fyrirmæli, áttu þær að fara út úr virkinu og yíir á
hlaðið, án þess að láta sjá á sér nokkur óttamerki. Annað þurftu þær
ekki að gera. Þær höfðu ekki minnstu hugmynd um hvað siðar myndi
verða.
Maupertuis og sonur hans komu inn og tóku undir hendur Móhauks-
ins, rykktu honum á fætur og stóðu undir honum, svo hann gekk upp-
réttur.
Svo kom Peyrac greifi inn, stórkostlega klæddur í skarlatsrautt flauel.
— Bræður þínir eru hér, sagði hann.
Með hátíðlegum hreyfingum dró hann á sig leðurgiófana með silfur-
reknu verjunum, og það lá við að bros léki um varir hans.
— Þeir eru hér! Nicholas Perrot fylgist með þeim ofan af hæðinni,
og þeir fyigjast með honurn. Þeir vita ekki hvort þeir eiga að hrekja
hann með örvum sínum og bíða þess, að þú komir og segir þeim hvað
þeir eiga að gera.
— Hvað ertu að reyna að láta mig gera, Tekonderoga? spurði Indí-
áninn og það fór hrollur um hann. — Þú veizt fullvel, að ef ég opna
munninn verður það til að hvetja bræður mína til hefnda.
— Móti hverjum ?
— Það var i þínum búðum, undir þínu þaki, sem svikin áttu sér stað.
— Ég veit. Ég skal þurrka út smánina. Það er mitt mál. En hvað um
þig? Þú baðst hvítu konuna i Katarunk, eiginkonu mína, að veita þér
lí'f, og hún veitti það. Það út af fyrir sig ætti að segja þér, að við sækj-
umst ekki eftir dauða Iroka. En það er fleira. . . .
Peyrac þagnaði en bætti síðan við: — Minnstu Þess, Outakke, hvernig
Swanissit dó. Hann hætti öllu til að koma hingað til að verða banda-
maður minn. Nú ert Þú höfðingi hinna fimm þjóða. Hvert ætlarðu að
leiða þær? Til friðar eða gereyðingar. . . . ?
Hann stóð þarna og gnæfði yfir Indíánann á sama hátt og Þegar
hann hneigði sig fyrir honum kvöldið góða. Nú gerði hann sitt bezta
til að vera honuim stærri og meiri. Það var ólíklegt að hann gæti sigrað
þennan þvermóðskufulla mann, en hér var um líf og dauða að tefla.
Líf þeirra allra var komið undir þessum flöktandi loga.
— Gereyðing! hrópaði Outakke. — Já! En fyrst munið þið deyja.
— Þá það, þá deyjum við öll, sagði Peyrac heimspekilega. — Monsi-
eur Macollet, sagði hann og sneri sér að gamla Kanadamanninum, sem
komið hafði inn í húsið með honum. —- Þú veizt hvað þú átt að gera.
Eg trúi þér fvrir þessum konum og börnum þeirra. Taktu þér stöðu
þar, sem þú getur ekki með nokkru móti komizt hjá að siá Nicholas
Perrot. Ef íiann gefur þér merki, eins og við höfum komið okkur saman
um, veiztu að þú verður að koma þeim öllum, þegar í stað, innfyrir
veggi 'varðstöðvarinnar, og búast til orrustu.
— Ég skal hafa augun opin, sagði gamli maðurinn.
Peyrac leit á Irokahöfðingjann, sem Maupertuis og sonur hans héldu
uppréttum.
Trompið! Það var Angelique að þakka....
— Gefið honum ærlegan rommsnaps, sagði hann. — Svo hann geti
staðið í lappirnar. Og komið svo, allix-.
Þegar hann skálmaði yfir hlaðið reif hann umbúðirnar frá sárinu á
enninu og blóðið tók aftur að sitra hægt úr því.
Yann le Couennec beið eftir honum og hélt í svarta folann.
Peyrac stökk á bak og þeysti i áttina að opnum hliðunum og hvarf
i átt til sólar.
Þegar hann kom út fyrir, ráku Irokarnir aftur upp stríðshróp sitt og
Angelique snarstanzaði, þar sem hún var komin og óttin greip hana
heljartökum. En heldur ekki að Þessu sinni var neinum skotum hleypt
af til svars við þessu hræðilega öskri.
— Komið nú! sagði Macollet. — Þegar þið hafið hlutverk að leika,
verðið þið öll að leika það til enda. Konur góðar, ekkert er eins áhrifa-
ríkt til að stöðva villidýrið á slóðinni, eins og eitthivað sem kemur þvi
á óvart, eitthvað sem það skilur ekki. Sumir af þessum villimönnum
hafa ekki einu sinni séð hross. Og gleymið því ekki, konur góðar, ef
þið verðið hræddar, að þið hafið aldrei haft eða munið nokkurn tima
framar hafa, mann ykkur til verndar, sem kemst með tærnar, þar sem
ég hef hælana.
Hann hélt áfram i þessum dúr og þegar þau náðu hliðum varðstöðv-
arinnar voru þau næstum farin að hlæ.ia.
Þarna stóð Nicholas Perrot með hendur á baki. Kögrið á dádýrskinns-
fötunum og skúfurinn á loðhúfunni blöktu i vindinum, þegar hann
horfði fullur rósemi, ofan eftir hæðinni, niður að ánni, á Irokaherinn.
Joffrey de Peyrac reið fram og aftur á óþolinmóðum folanum, eins
og hann væri að kanna liðið með gunnfána í hendinni.
Það gla.mpaði á svartar brjóstplötur Spánverjanna í sólinni.
Maupertuis og sonur hans, sem studdu Outakke, tóku sér stöðu við
hliðina á Nicholasi Perrot.
I7nn eitt öskur gall við, neðan við hæðina.
Angelique leit í áttina þangað og fannst blóðið hverfa sér úr kinnum.
Báðum megin við ána voru bakkarnir krökkir af óhreinum, fjaður-
prýddum og blóði drifnum villimönnum. Á ánni var hópur af striðs-
mönnum í eintrjáningum og fleiri voru á leiðinni, þetta virtist engan
endi ætla að taka.
Allir störðu í áttina að varðstöðinni.
Þeir störðu á Nicholas Perrot, hvers mokkasínur svo oft höfðu troðið
dalinn leynda og hver siglt hafði yfir hin fimm vötn, hinna fimm þjóða.
1 þeirra augum var hann næstum Indíáni! Þeir störðu á Outakke og
skildu ekkert lengur, því þeim hafði verið sagt að allir höfðingjar þeirra
hefðu verið drepnir í Katai’unk.
Og Peyi’ac greifi, á þessu svarta, torkennilega dýri, fyllti þá hjátrúar-
fullum ótta.
Þeir héldu áfram að safnast sarnan niðri við ána, en ekkert gerðist
fleira.
Þá steig Joffrey de Peyrac af baki og tók sér stöðu við hliðina á
Perrot og Outakke.
Skikkja -hans blakti í vindinum, sömuleiðis hár hans, knioplingai-,
liningarnar og borðarnir, sem héngu frá öxlunum á skikkjunni.
Angelique þrýsti litla hönd Honorine í sinni. Hún litaðist um eftir
sonum sínum og sá bá standa þráðbeina, ofurlítið aftan við röð hinna
og hvor um sig hélt uppi stórri oddveifu, útsaumaðri með rauðu, bláu
og gullnu.
Hun vissi ekki hvao taivnin a oddveifunum þýddu; hún yrði að spyi'ja
um það einhvern tíma.
Allt virtist svo rótt og hljótt, að ólíklegt virtist að nokkuð hræðilegt
gæti gerzt.
— Hvað gerist nú? hvíslaði Angelique að Macollet.
—- Nú þessa stundina stara þeir aðeins hvorir á annan. Þeir eru að
reikna hvor annan út. Þeir eru að finna út hvernig bezt er er haga sér
við þetta. Þeir höfðu ekki búizt við að finna Outakke lifandi, og það
sem meira er, þessir náungar eru hræddir við varðstöðina og rudda
landið i ikring. Þegar þeir þar að auki finna allt hvíta fólkið saman-
safnað utan við varðstöðina, bíðandi eftir þeim, vita þeir ekki lengur
sitt rjúkandi ráð, þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga til bragðs
að taka! Sjáiði. Sumir þeirra eru farnir að dansa í sig kjark. Þeir haga
sér eins og köttur, sem er að reyna að hræða mús. En þessa stundina
veit enginn hver er kötturinn og hver er imúsin. Gætið ykkar nú! Nú
reka þeir aftur upp stríðsöskrið. Hreyfið ykkur ekki. — Látið ekki
sjást að þið séuð hræddar.
Ofurmannlegt öskur ruddist upp úr þessum rámu kverkum og opnu
munnum.
Madame Jonas og Elvire þi'ýstu sér fast að Angelique, sem hélt aftur
af börnunum með því að segja:
—- Verið ekki hrædd, það er aðeins af því að þeir hrópa allir í einu,
sem þetta gerir svona mikinn hávaða.
Börnin földu andlitin í pilsum hennar.
Að þessu sinni var svarað. Tvær ofsafengnar sprengingar heyrðust..
Önnur neðan frá ströndinni, ekki langt þaðan sem Irokaherinn stóð,
en hin ofan úr klettunum, handan við varðstöðina.
Gríðarlegir klettar þeyttust upp í loftið og féllu síðan aftur til jarð-
ar með gný, sem margfaldaðist a.f bei'gmálinu.
Hræðslualda fór um hóp írokanna og þeir hlupu í allar áttir.
Fjöldi þeirra leitaði skjóls bak við rýra pílviðarrunna niðri á árbakk-
anum, en aðrir ruddust i ofboði upp í eintrjáninga og ýttu á flot aftur.
Hinir hraustustu þeirra reyndu að mynda röð og báru örvar að strengj-
um. En framhaldandi sprengingar hér og þar rugluðu þá i ríminu og
þeir vissu ekki, hvert þeir áttu að snúa sér.
— Hvað er þetta? spurði Outakke, sem var orðinn óhugnanlega fölur.
— Bræður þínir heilsuðu mér með hrópum, sagði Peyrac. — Þetta
er svar mitt. Hefurðu gleymt, að ég er Þrumumaðurinn ?
Svo bætti hann við hæðnislega: — Hvað skelfistu, Outakke? Hvað
eru bræður þínir allir hræddir við? Þetta eru aðeins steinar, sem falla
til jarðar,
Móhaukurinn starði fast á hann: — Hvers ætlastu til af mér?
— Ég vil ræða manngjöld við þig og fólk þitt.
— Hvaða manngjöld gætirðu nokkru sinni goldið fyrir höfðingja
okkar?
—■ Við skulum ræða það o-g þá kemur það í Ijós.
Outakke sneri sér að stríðsmönnum sínum og tók að skamma þá, en
rödd hans var veik og barst ek-ki langt. Peri'ot bergmálaði skilaboðin
fyrir hann, bar hendur sem lúður að .munni og svívirti þá eins og hunda
fyrir hönd höfðingja þeirra.
— Þið eruð hundar! Þið sjakalar! Komið aftur! Leyfið okkur að sjá
yk-kur! Þetta eru aðeins steinar sem falla til jarðar. Látið höfðingjana
stíga fram. Við ætlum að ræða um manngiöld. . . .
Smám saman róuðust Indíánarnir og það leit út fyrir að þeit' hefðu
ákveðið að samþykkja pow-wow (þing), til að ræða um manngjöldin.
Hvítu mönnunum hafði þegar áunnizt nokkuð.
Samkvæmt erfðavenjunni máttu óvinirnir nú setjast saman með yfir-
borðsvináttu og ræða saman. gera tilboð, gera kröfur, samþykkja. senija.
Foringjarnir stigu fram. I broddi fylkingar þeirra var Tahoutaguete,
með sitt dökka, hræðilega og bólugrafna andlit En á eftir höfðingi-
anum komu aðrir Indíánar og röðuðu sér í hnaop í brekkuna. lieg.iandi
eða sitjandi. Sólin margfaldaði óþefinn af öllum þessum fituroðnu,
nöktu líkömum og hundruð svartra, óræðra augna mynduðu eins konar
töfrahring um Katarunk.
— Þeir gefa okkur ekki margar undankomuleiðir, sagði Macollet. -—
En hvað um það! Við skulum setjast niður, konur góðar. Við höfum góða
aðstöðu hér. Eif Perrot eefur mér merki þýðir það að málin standa
illa og það er ekki meiri von. Þá leitum við skjóls eins hratt og við
getum og síðan kemur hæ, hó. bing, bang!
— Efn sá fjöldi, sagði Angelique.
•— Iss! Ekki svo sem meira en hundrað. Vopnin eru ekki mikils virði
og þeir eru þreyttir. Það levnir sér ekki. Þetta hljóta að vera herflokk-
ar. sem hafa ákveðið að hittast hér, að öðrum styrjöldum loknum. Með
þeim vopnum, sem við höfum yfir að ráða, verður ekki erfitt að ná
yfirhöndinni vfir þei.m.
— Eiginmaður minn vonast til að hægt verði að ráða málin til lykta
með friði.
— Hvers ve.gna ekki? 1 þessu landi er ekki hægt að segja. Madame,
að ástandið sé vonlaust, fyrr en maður er bókstaflega dauður. Auð-
vitað megum við að þessu sinni ekki missa sjónar á þeirri staðreynd
að fjórir af þeirra mestu höfðingjum hafa verið drepnir. En við getum
alltaf reynt.
Og hann veifaði hendi i áttina til eins írokans, sem sat ekki langt
frá ihonum og kallaði eitthvað um leið og hann lyfti rauðu ullarfroll-
unni til hálfs.
—- Ég sagði honum að það væri tilgangslaust að mæna vonaraugum
á mig. Ég væri þá þegar búinn að missa höfuðleðrið! Ha! ha! ha!
— Og geturðu hlegið að því? sagði Madame Jonas og andvarpaði um
leið og hún horfði á hann aðdáunaraugum.
—■ Já, það verður maður að gera hér. Maður verður alltaf að hlæja,
jafnvel þótt maður sé bundinn á pvntingastaur.
Á meðan höfðu Outakke, sendimennirnir tveir og Peyrac setzt gegnt
Indíánaforingjanum. Menn Peyraos höfðu, að dæmi Indiánanna. tekið
sér stöðu fyrir aftan foringja sína og virtust rólegir og jafnvel kæru-
leysislegir, en Angelique. sem fylgdist með þeim af mesta áhuga. sá að
þeir voru allir vel á verði og ihver og einn hafði sinu hlutverki að
gegna. Einbeiting þeirra brást ek-ki eitt einasta andartak. Endrum og
eins gekk einbver inn í eða kom út úr varðstöðinni og allt sem gert
Framhald á bls. 40
18. tbi. yiKAN 23