Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 10
DR. ASPIRIN: MðDERNISREMBINGIR í ANDA SÖLIIA HELCASBNM Síðan Islendingar vöknuðu til meðvitundar um það að þeir væru ekki bara lúsugir aumingj- ar, heldur ofur venjulegt fólk með greindarvísitölu, sem nálg- ast meðallag, hefur brjóst þeirra þanizt af stolti yfir þeirri náð forsjónarinnar að fá að vera fæddur af þessari þjóð. Róman- tísku skáldin læddu þeirri hug- mynd að allslausri þjóð, að villi- mennirnir, forfeður hennar, hefðu verið hugprúðar hetjur og rjómi alls mannkynsins á þeim tíma er þeir skemmtu sér við að skutla krökkum á milli sín á spjótsoddum. Sulturinn, skóleys- ið, lúsin og moldarhreysin, — allt var þetta bærilegra með þeirri fullvissu að vera kominn í beinan karllegg af Agli á Borg. Það er kyndugt að hugsa sér þessa vesalinga uppfulla af hug- myndum um einhvers konar þjóðernislegt ágæti. Síðan hefur þjóðernisstefna verið hvers manns hugljúfi á fs- landi og aðhyllast hana flestir einstaklingar og allir flokkar. En eins og alls staðar í veröldinni jafngildir þjóðernisstefna þjóð- ernisrembingi. Það er ein mesta bölvun mannkynsins nú sem stendur. í stað þess að uppræta þessa hugsun eins og hvert ann- að illgresi, er víða að henni hlúð og ekki sízt hér á íslandi. Sú vakning, sem oft er talað úm að hafi orðið með þjóðinni upp úr aldamótunum, byggðist að verulegu leyti á þessum remb- ingi. Ungmennafélagar stigu á stokk eins og barbararnir, for- feður þeirra, frelsaðir í fullvissu þess, að þeir bæru langt af öðru fólki. Þeir hefðu tekið heils hug- ar undir með Sölva Helgasyni: Eg er gull og gersemi gimsteinn eðalríkur, ég er djásn og dýrmæti drottni sjálfum líkur. Vegna þessarar sannfæringar hafa íslendingar ævinlega átt bágt með að skilja, þegar þeir höfðu ekki við öðrum þjóðum í kappraunum. Frá alda öðli hafa menn á þessu landi litið á Dani sem aumingja og einhvern veg- inn rímar það ekki, að við, þéssi guðs útvalda þjóð, skulum aldr- ei hafa við þeim, ekki einu sinni í knattspyrnu, sem er þó einhver ómerkilegasta íþrótt, sem vitað er til að menn iðki. Að sjálf- sögðu er þá gripið til þess ráðs að kenna um mataræði, vilhöll- um dómara eða fráleitu vali ein- hverrar nefndar. Beztu menn- irnir sitja alltaf heima. Við hefð- um auðvitað getað malað Dani og alla hina, ef strákarnir hefðu ekki fengið þetta eitur að éta og ef djöfuls Dómarinn hefði ekki haldið með andstæðingunum. — Við hljótum að vera betri; það nægir að benda á þá staðreynd, að við erum íslendingar og fs- lendingar geta allt, eða svo segja Færeyingar. Það þótti okkur vel sagt hjá frændum okkar, enda trúum við því. Guðs útvalin þjóð getur ekki sætt sig við að miður ættuðu út- lendu fólki sé fengin hér búseta og ber að sporna við því með ráðum og dáð. Óski útlendingur búsetu hér með tilheyrandi rík- isfangi, skal honum straffað með nafnmissi og sé honum gert að heita Guðmundur eða Jón eins og allir hinir. Erlendu fjármagni skal hafnað með fyrirlitningu og ber að skella skollaeyrum við því, þótt aðrar smáþjóðir í Evr- ópu hafi reynt að laða til sín er- lend fyrirtæki og fjármagn. f rauninni viljum við ekki heyra það nefnt, að við séum smáþjóð; við erum crerae de la creme og getum steypt okkar vegi sjálfir eins og dæmin sanna. Enginn þarf að hjálpa okkur; höfum við ekki tvö eða jafnvel þrjú frysti- hús, sem bera sig? Enginn mundi að vísu geta lifað af slíkum at- vinnuvegi nema íslendingar og séní og við erum hvorttveggja. Minnumst ættjarðarinnar og tökum ofan fyrir sjálfum okk- ur um leið og við hneigjum okk- ur og þökkum skaparanum, að við erum ekki eins og aðrir menn. -—o— Því miður eru fleiri þjóðir guðs útvaldar en íslendingar. Enginn á neitt annað en það sem hann hefur bréf upp á, segir böðullinn í fslandsklukkunni og ísraelsmenn hafa nánast haft bréf upp á sitt ágæti frá sjálfum skaparanum. Af þeim sökum hefur þessi útvalda þjóð verið hötuð um aldir og orðið að hír- ast í ghettóum, sem öðru fólki var ekki boðlegt. En allt var það tilvinnandi og nú hafa þeir að nýju sameinazt á þeim skika, sem almættið úthlutaði þeim og Framhald á bls. 43 Fyrir nokkrum árum hafði dr. Aspirín fasta þætti í Vikunni, þar sem hann fjallaði um ýmiss málefni þjóðlífs, bæði á sviði efnahags og atvinnumála og eins á sviði menningar. Dr. Aspirín kom víða við og hafði skorinorðar skoðanir á öllu, var enda lítið fyrir að láta almenningsálitið ráða fyrir sig eða veita því brautargengi. Dr. Aspirín hefur haft öðru að sinna um hríð og ekki látið til sín taka á ritvellinum. En hann hefur látið til leiðast að skrifa fyrir okkur þátt og geta þeir hugsanlega orðið fleiri. Við bjóðum dr. Aspirín velkominn á ný og gefum honum orðið: Því miður cru fleiri þjóðir guðs út- valdar en íslendingar. Enginn á neitt annað en það, sem hann hcfur bréf uppá, segir böðullinn í íslandsklukk- unni og ísraelsmenn hafa nánast haft bréf uppá ágæti sitt frá sjálfum skap- aranum. Um þessar mundir gctur Evrópa treg- lega lafað saman í vcrzlunarbanda- lögum. Ilöfuðpostuli þjóðernisremb- ingsins er gamli de Gaulle. í hans augum eru Frakkland og Fransarar ofar öllu öðru hyski. 10 VTKAN 16 tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.