Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 7
GERDI MYNI ÆF GAMNI8INU-VARD
MILLJÓNAMIERINGUI
Hann gerði myndina að öllu
leyti einn, sér til gamans og til
að sýna í klúbbnum sínum. Hún
t'ærði honum milljónir dollara.
Þeir eru sennilega ekki marg-
ir, sem ímynda sér kvikmynda
milljónera berfættan, drengja-
legan úfinkoll. En allt getur
gerzt í henni Ameríku og þar á
heima 29 ára gamall maður, sem
orðinn er milljónamæringur á
því að taka heimildarkvikmynd
á 16 mm kvikmyndatökuvél,
klippa hana og tala inn á — allt
án verulegrar utanaðkomandi
hjálpar og gersamlega án nokk-
urra styrkja.
Hann heitir Bruce Brown —
sem á íslenzku myndi útleggjast
Brúsi Brúni, tæki hann upp ís-
lenzkan ríkisborgararétt — og
afrek hans varð til þessa bezt
heppnaða heimildarkvikmynd í
sögu slíkrar kvikmyndagerðar í
Ameríku. Mynd hans fjallar um
brimreiðar og heitir Sumar án
enda (The Endless Summer). —
Talið er, að meira en tvær og
hálf milljón manna hafi séð
þessa mynd og er þó ekki langt
síðan sýningar á henni hófust.
Upprunalega var hún aðeins
tómstundagaman Bruce Brown,
sem hugsaði sér í hæsta lagi að
sýna hana í klúbbnum sínum, en
hann er geysilegur áhugamaður
um brimreiðar.
Þegar Bruce Brown lauk her-
þjónustu, tók hann að svipast
um eftir starfi, helzt í tengslum
við aðal áhugamál hans, brim-
reiðar (surfing eða surf-riding).
Hann fékk starf sem sölumaður
nauðsynlegra brimreiðartækja
og varð vel ágengt í því starfi
sínu. Annað aðal áhugamál hans
var kvikmyndataka, og nú sam-
einaði hann þessi tvö megin-
áhugamál sín með því að taka
kvikmyndir af vinum sínum
brimríðandi.
í ágúst 1963 lagði hann upp í
ferðalag umhverfis heiminn til
að kvikmynda leit tveggja brim-
riða að eilífu sumri og „hinni
fullkomnu öldu“. Fyrir 50 þús-
und dollara, sem álitin er furðu-
lág upphæð fyrir jafnlanga
mynd og Sumar án enda, ferð-
uðust brimriðarnir þrír um
strendur heimsins í tólf vikur,
og Brown sviðsetti, kvikmynd-
aði, klippti og talaði inn á film-
una.
Árangurinn þykir býsna góð-
ur og enn betri vegna frjáls-
mannlegs texta og lesturs
Browns, sem kryddar textann
rækilega með sérstökum orðatil-
tækjum brimriða (segi hann til
dæmis, að einhver verði spennt-
ur, orðar hann það þannig, að
sá sé „getting his jollies“). Þar
við bætist, að myndin er í lit-
um, og að minnsta kosti sum
skotin í henni all nýstárleg. -—
Þannig tók hann eitt atriðið
sjálfur ríðandi á brimbretti til
að sýna áhorfendum, hvernig
heimurinn liti út frá sjónarhóli
brimriðans, hvernig allt dansar
og veltist. f annan stað festi
hann myndatökuvél við brim-
brettið og beindi henni þannig,
að hún vissi upp á brimriðann
og sýndi glögglega átök hans,
hreyfingar og svipbrigði. — Mig
langar bara til að gera sannar
kvikmyndir —■ á minn hátt, seg-
ir hann. — Og ég vil gera þær
um hluti, sem ég hrífst sjálfur
af: Brimreiðar, fiskveiðar, mót-
orhjól.. . .
Þegar hann sýndi mynd sína
í nokkrum klúbbum áhugafólks
um brimreiðar, sannfærðist hann
um, að myndin ætti skilið að ná
til víðari hrings ungs fólks. Hann
freistaði þess að koma kvik-
myndinni inn í kvikmyndahúsin
vestan hafs, en kvikmyndahúsa-
eigendur þar handanhafs voru
ekki hótinu spenntari fyrir inn-
lendum heimildarmyndum en
starfsbræður þeirra á íslandi. —
Þar er þó við enn rammari reip
að draga, því kvikmyndahúsin
eru víðast í eigu hringa, svo
neitun á til þess að gera fáum
stöðum þýðir neitun um öll
Bandaríkin. Hann vísaði á bug
margendurteknum uppástungum
kvikmyndahringjanna um að
bæta ástaratriðum, sögu með
upphafi og endi og textalestri
fagmanns inn í myndina. Að
lokum skellti hann sér í skuld-
ir, tók á leigu kvikmyndahús í
New York og hóf sýningar
myndarinnar sjálfur. Þar með
var björninn unninn, gestir
þyrptust að og til þessa hefur
eestaröðin engan enda fengið.
Og Bruce Brown er orðinn millj-
ónamæringur.
En auðævin hafa furðu lítlu
breytt um lifnaðarhætti hans.
Hann býr áfram með konu og
þrem börnum í litlu einbýlishúsi
við ströndina skammt frá San
Diego. Ný álma á húsinu er því
nær eina merkið um þessa ný-
fengnu efnasæld.
☆
Mynd sína, Sumar án
enda, tók hann frá öll-
um ólíklegustu sjónar-
hornum. Hér heldur
hann á myndavélinni og
lætur hana nema sviðið
sem líkast því, sem
brimriði á fullri ferð
sér það.
Hann vinnur í sínu
eigin stúdíói, fram-
kallar, klippir og
tónsetur.
Bruce Brown gefur
fyrirmæli. Nú er
hann ekki að taka
kvikmynd af brim-
reiðum, heldur mót-
orhjólakeppni. Hann
efndi sjálfur til
keppninnar, svo-
kallaðrar víðavangs-
keppni, og tók kvik-
mynd af henni sem
hann síðan seldi
sjónvarpshring þar
vestra.
Nú er Bruce Brown
kominn í land með
kvikmyndagerð sína og
næsta verkefni er
mótorhjólareiðar. Ilér
er hann sjálfur á ferð á
þessu eftirlætis farar-
tæki sfnu og einhvern
tíma hefði verið sagt
um slíka ferð: Hann ek-
ur í loftinu . . .
16. tbi. VIKAN 7