Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 9
innan skamms, líklega við
eitthvert skólasystkina
þinna. Það er athyglisvert
hvernig draumur þinn
gjörbreytist allt í einu, rétt
eins og skipt sé um svið í
leikhúsi. Þetta er algengt í
draumum. Að dreyma að
maður sé orðinn geðveik-
ur er fyrir góðri heilsu, svo
að þú þarft ekkert að ótt-
ast í þeim efnum. Súrlieys-
turninn í lokin bendir til
þess, að þú spennir bog-
ann of hátt í rifrildinu og
segir eitthvað, sem þú get-
ur ekki staðið við. En þú
fcrð engan veginn halloka
í deilunni og færð samúð
margra. Þótt þessi draum-
ur þinn hafi verið langur
og æði dramatískur, tákn-
ar hann sem sagt lieldur
lítilvægt rifrildi. Oft er
langur draumur fyrir litlu,
segir máltækið.
GLEÐSKAPUR OG
FRAMHJÁHALD
Kæri draumráðandi!
Ég skrifaði þér skömmu
eftir áramótin og bað þig
að ráða fyrir mig eftirfar-
andi draum, en þar sem
hann hefur ekki birzt enn,
hugsa ég að bréfið hafi
glatazt og vona því, að
þetta eigi eftir að komast
til skila. En nóg um það.
Draumurinn er svona:
Næst er kominn morg-
unn og maðurinn minn er
að koma heima. Sg spyr
hann hvar hann hafi verið.
Hann segist hafa verið uppi
í Árbæ.
Enn líða nokkrir dagar
í draumnum, að því er mér
finnst. Ég er að koma heim.
Þegar ég kem inn í stof-
una, liggur maðurinn minn
þar uppi í sófanum og önn-
ur síðhærða stelpan þar
hjá honum. Mér fannst
hárið á henni þó heldur
hafa stytzt. Um leið og ég
geng inn og sé hvers kyns
er, rís stúlkan upp og seg-
ist vera ólétt eftir mann-
inn minn. En hann liggur
bara kyrr hinn rólegasti og
segir ekkert. Þá reiðist ég
heiftarlega og segist líka
vera ólétt eftir hann (og
var það í verunni), en mað-
urinn skuli aldrei fá að sjá
barnið.
Og þannig endaði draum-
urinn. Það er rúmt ár síð-
an mig dreymdi hann. Mér
finnst hann dálítið sérstæð-
ur og langar því eindregið
að fá ráðningu á honum,
ef hægt er.
Með fyrirfram þakklæti.
4 X.
Mér fannst vera saman-
kominn hópur af fólki
heima hjá mér. Þar á með-
al var maðurinn minn,
systir mín og hennar mað-
ur og fleira fólk. Við vor-
um að syngja og lékum á
als oddi og höfðum anzi
hátt, fannst mér.
Svo var eins og hávað-
inn minnkaði og ég og syst-
ir mín fórum fram í eld-
hús. Þá koma þar inn þrjár
stúlkur, tvær með sítt hár
niður á bak, en sú þriðja
með stutt hár. Hana þekkti
ég í verunni, en hinar tvær
ekki. Sú með stutta hárið
kom til mín og talaði við
mig, en hinar tvær létu
eins og þær sæju okkur
ekki og fóru beint inn í
stofu — í gleðskapinn.
Okkur berast mörg bréf
á liverjum einasta degi, svo
að ekki er viðlit að svara
þeim öllurn. En við gerum
okkar bezta og afgreiðum
eins mörg og hægt er. Og
fyrst þú ert búin að skrifa
okkur tvisvar sinnum,
skulum við reyna að ráða
draum þinn. Gleðskapur í
góðra vina hópi boðar góða
daga. Og framhjáhald
mannsins þíns táknar hið
gagnstæða: Að hann standi
þér nær en nokkru sinni
fyrr. Stúlkurnar þrjár,
tvær með sítt hár og ein
stutt, eru dálítið einkenni-
leg tákn. Ef vanfæra konu
dreymir sítt og fallegt hár
getur það verið fyrir því,
að hún eignist dóttur. Þú
mundir víst ekki liafa eign-
azt dóttur? Ef svo er ætt-
irðu að senda okkur línu.
☆
Við þrjár, systir min, ég
og sú stuttklippta erum
ffóða stund frammi í eld-
/ N
HafÍCiíathufÍit
ÚTl
BÍLSKÚRS
SVALA
J)hhí- & ýtihuriir H □. VILHJÁLMSSDN
RÁNARGÖTU 15? SÍMI 19669
V____________________________________________/
16. tbi. VIKAN 9