Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 24
Hingað til höfum við ekki kynnt
þætti sjónvarpsins nema fyrirfram,
en gerum undantekningu að þessu
sinni vegna þeirra góðu undirtekta,
sem þátturinn Á vetrarkvöldi, sem
fluttur var á páskunum, hefur hlot-
ið. Þar kenndi eingöngu góðra
grasa og þó bar líklega hæst háð-
fuglinn Per Asplin. Sömuleiðis var
gaman að sjá og heyra Sirrý Geirs,
sem víða hefur farið og hækkað
hróður íslenzkra meyja, og þá má
ekki gleyma dönsurunum úr Fiðlar-
anum á þakinu, Svenn Berglund og
Leif R. Björneseth, ásamt aðalleik-
stjóra sama verks, Stellu Clair.
VIKAN fékk að vera viðstödd, er
þátturinn var tekinn upp ( heild
síðla marz. Það vakti fyrst aðhygli
okkar, að Jón Múli Arnason er að-
eins kynnir þáttarins, en sér ekki
um skemmtiatriðin sem slík, eins og
allur þorri áhorfenda heldur, það
er Tage Ammendrup, sem er mót-
orinn bak við allan þáttinn eins og
hann leggur sig, þótt hann sjáist
ekki sjálfur.
Það er töluvert fróðlegt að vera
viðstaddur upptöku á þætti sem
þessum. Þarna eru margar hendur,
sem verða að leggjast á eitt ef vel
á að fara, og enginn má slaka á ár-
vekninni eða vera seinn í svifum,
ef vel á að fara. Þó er ekki allt um
koll að keyra af gauragangi og
taugaveiklun, eins og til dæmis í
steypuvinnu eða réttum, heldur
gengur allt hávaðalaust fyrir sig
þótt spennan liggi í loftinu.
Þegar við komum inn, sat Tage
með aðstoðarfólk sitt annars vegar
við langt stjórnborð en á veggnum
gegnt er fjöldi skerma, þar sem í
sjónhending má sjá hvað hver
myndavél fyrir sig sér þessa stund-
ina, ásamt fleiru, svo sem hvaða
mynd er út send hverju sinni eða
tekin upp. Frá stjórnborðinu er
einnig hægt að hafa samband við
starfsfólk í stúdíói, myndatöku-
menn og hljóðtökumenn. Og margs
er að gæta, mottan á pallinum —
hvernig snýr hún? A hún að vera
hvít eða svört — og væri mögu-
leiki að fá mynd upp á kameru
þrjú? Þá koma áhorfendur í salinn,
þeir fá að sjá skemmtiatriðin
á skermi eins og við hin en njóta
þess í staðinn að horfa á Jón Múla
í eigin persónu ræða við skemmti-
kraftana lifandi lífs. Guðmundur
Guðjónsson, starfsmaður í stúdíói
býður áhorfendur velkomna og seg-
ir þeim sem er, að þeir séu einkum
þangað komnir til að klappa og
Framhald á bls. 46
Tage Ammendrup hefur allan veg og vanda af þætt-
inum Á VETRARKVÖLDI. Hér ræðir hann málin
við Sirrý. Síðan fór hann, en hún söng, sem víðar
segir: If you go away ...
Pcr Asplin. Þeir í Japan geta ekki sagt R, en
voru ekki Iengi að skilja, hvað nafnið hans þýddi.
Góðul við hausvelk, góðul við hausvelk, sögðu þeir.
Svenn Berglund, Stella Clair og Leif R. Björnc-
seth I dansatriðum sínum.
1
24 VIKAN 16- tbl-