Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 4
María Jónsdóttir situr á innsendum lausnum og hampar lausn Ásu G. Sveinsdóttur, sem hlaut hálsmenið. Þátttaka í fyrstu Skyndigetraun Vikunnar var mjög góð, en þar voru í boði skartgripir frá Módelskartgrip- um. Dregið var úr lausnunum og hlutu þessir vinninga: Ása G. Sveinsdóttir, ÞiljuvöUum 29, Neskaupstað, (hálsmen). Jónas Snæbjörnsson, Laugarásvegi 61, Reykjavíh, (ermahnappar). Sigríður Kjartansdóttir, Langholtsvegi 2, Reykjavík, (eymalokkar). Svava As- geirsdóttvr, Ægisgötu 4, Akureyri, (nœla). Það var sér- lega skemmtileg tilviljun, að ermahnapparnir, einn gripirnir, sem telja má handa karlmönnum, skyldu. einmitt falla í hlut eina karlmánnsins, sem út var dreg- inn. — Rétt lausn getraunarinnar var þessi: Bryndís Schram, Guðrún Bjarnadóttir, Svanhildnr Jakobsdótt- ir, Ivristín Waage, Ilelena Eyjólfsdóttir. — Sigurveg- urunum úti á landi hafa verið sendir vinningarnir, en þeim í Reykjavík bréf með ávísun á vinningana. V______ 4 VIKAN SKiLUR FLEUR? Kæra Vika! Ég sá mér til mikillar ánægju í síðasta blaði, að Saga Forsyteættarinnar heldur áfram hjá ykkur, þegar hún hættir í sjón- varpinu. Eg var satt að segja farin að kvíða fyrir, að maður mundi alveg missa sambandið við þessa ágætu fjölskyldu. Mér fannst það hlyti að verða eins og að sjá á bak góð- um vinum og ættingjum. En þið ætlið góðu heilli að bjarga málinu og hafið þökk fyrir það. Eitt langar mig að spyrja um, ef það er ekki of frekt. Skilur tryppið hún Fleur við sinn ágæta og elsku- lega eiginmann, þingmann- inn Mont? Henni væri svo sem trúandi til þess! Hún er óttalegt fiðrildi, en mað- ur hefur samúð með henni, af því karlinum honum Soames þykir svo dæma- laust vænt um hana. Tek- ur hún kannski saman við Jon, frænda sinn? Segðu mér þetta, Póstur minn, ef þú getur. Með þakklæti fyrir marga ánægjustund. Guðlaug. Þvi miður getum við ekki sagt þér þetta. J»að á sitt af hverju eftir að ger- ast í lífi Fleur, en þú verð- ur að bíða og lesa um það í Vikunni jafnóðum. Það er ekkert spennandi að lesa framhaldssögu, ef maður vcit hvernig hún fer! VEGVILLTUR í STRÆTISVAGNI Kæri Póstur! É'g er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og hef búið í okkar ágætu höfuðborg alla mína hunds- tíð. Sú var tíðin, að maður rataði um allan bæinn, og það var ekki til sú gata, að maður vissi ekki nákvæm- lega hvar hún lá. En borg in okkar hefur vaxið svo ört og teygt anga sína í allar áttir, að ég er löngu hættur að geta fylgzt með þessari óendanlegu út- þenslu. Nú er svo komið, að það er hægt að láta mig út víða í hinum nýrri hverfum borgarinnar, og ég stæði uppi eins og glóp- ur í erlendri stórborg, veg- villtur og ráðalaus. Ég yrði að vera upp á náð velvilj- aðra vegfarenda kominn, sem nenntu að ómaka sig við að vísa mér veginn. Um daginn þurfti ég að fara í eitt af nýju hverfun- um, þar sem ég er með öllu ókunnugur. Ég fór með strætisvagni 0g spurði vagnstjórann hvar ég ætti að fara út. Hann sagði mér það. Siðan settist ég upp í vagninn og beið rólegur, og ætlaði að fylgjast vel með götunöfnunum, þegar þau yrðu kölluð upp í hátalar- ann við stoppistöðvarnar. En vagninn ekur áfram og áfram og stanzar við hverja stoppistöðina á fætur ann- arri, án þess að nokkurn tíma séu nöfn þeirra köll- uð upp í hátalarann! Af- leiðingin varð auðvitað sú, að ég álpaðist út á röngum stað og stóð uppi eins og glópur og varð að fá mér leigubíl fyrir rest. Nú langar mig til að spyrja: Eru strætisvagna- bílstjórarnir hættir að kalla upp nöfnin á stöðv- unum? Ef svo er, þá hvers vegna? Og til hvers er þá verið að hafa fullkomið hátalarakerfi í þessum nýju og fínu vögnum? Virðingarfyllst, Gamall Reykvíkingur. Það væri gaman að fá svar við þessu, og við kom- um fyrirspuminni hér með á framfæri við viðkomandi aðila. ÞEGAR KLARA FRÆNKA KOM Kæri Póstur! Þú ert nokkuð ráðagóð- ur stundum, þegar lesend- ar lesendur láta þig hjálpa sér úr alls konar erfiðum sitúasjónum, ef ég má nota svo óíslenzkulegt orð. — Þess vegna langar mig til að láta þig spreyta þig á svolitlu vandamáli. Þannig er mál með vexti, 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.