Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 39
að leyna að ofurlítils skjálfta kenndi í röddinni. Hinn maðurinn kom aftur fram. — Hann hefir læst sig inni í næsta herbergi, sagði hann. — Það er bókaherbergið, sagði fröken North. — Hann sleppur ekki þaðan. — O, hann gerir ekkert af sér, sagði Simpson. Fröken North varð ergileg. — Jæja, er yður ljóst að hann er vopnaður? — Ég skil ekki hvar hann hef- ir náð í byssu, við verðum að athuga það. — Þér hafið ekki leyfi til að láta svona mann ganga lausan, sagði hún í ásökunarróm. — Það er hreinasta hneyksli! — Mér þykir þetta leitt, sagði Simpson, — en hann slapp frá okkur. Hann er algerlega hættu- laus. Hann var læknir, já, meira að segja í Harley Street. Og hann er alveg vitlaus í bækurnar yðar. Fröken North var ekki alveg viss um hvort þetta áttu að vera gullhamrar, svo hún sagði ekk- ert. — Hann heldur því fram að hann sé Manger læknir úr bók- unum yðar, hélt Simpson áfram. — Og bezta ráðið til að halda honum rólegum er að láta hann hafa einhverja bókina yðar. í þetta sinn var fröken North viss um að hann var að slá henni gullhamra, en hún var ekkert sérlega hress yfir því. — Viljið þér ekki gera mér þann greiða að losa mig við þenn- an mann, sagði hún. — Auðvitað. Ég nota alltaf sömu aðferðina. Hún bregzt ekki. — Og hvernig er sú aðferð? — Komið, ég skal sýna yður það. Þér hafið ábyggilega gaman af því. Þau gengu öll í halarófu inn í herbergið. Læknirinn hafði skilið skammbyssuna eftir á skrifborð- inu. Fröken North varð heldur skömmustuleg, þegar það kom í ljós að þetta var leikfangabyssa. Hún ákvað með sjálfri sér að minnast ekki á það ef þessi at- burður ætti eftir að bera á góma síðar. Simpson barði á dyrnar að bókaherberginu og kallaði: — Ertu þarna inni Manger? Þetta er Delaney. — Ó, nei, stundi fröken Nort. — Ekki koma með ennþá eina af sögupersónum mínum! — Jú, einmitt. Þér kannist ef- laust við þjón og lífvörð læknis- ins, hinn trygglynda Delaney. Læknirinn bjargaði lífi hans fyr- ir mörgum árum síðan, og Del- aney gleymir því ekki.... Fröken North leyfði honum ekki að ljúka við setninguna. — Og síðan hefir hann þjónað lækn- inum eins og tryggur hundur. Ég neita að hlusta lengur á þessa vitleysu. — En þetta er nú sótt beint í bækurnar yðar. 0 0 i) 0 V> 0 0 V> 0 0 0 i) 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 v> 0 0 0 i) 0 0 0 0 l> Kaffi! Ny tegund 0.J0HNS0N S O55 er það ánægja að geta sífellt aukið fjölbreytni kaffitegunda á markaðinum. Nú bjóðum veryður nýja tegund er nefnist Santos blanda Santos blandan er afbragðskaffi, framleitt úr úrvalsbaunum frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu. Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara. 0. JOHHSON & XAABER HF. 0 0 0 0 0 0 0 v> ©0 c 0 lo 1» 53 f> I 0 z 0 0 i) 0 0 v> 0 v> 0 i) 0 0 0 0 v> v> 0 0 0 0 v> 0 v> 0 v> 0 0 — Það gerir það ennþá verra. Haldið áfram. Fröken North varð flökurt þegar hún hlustaði á samtalið sem á eftir fór. — Komdu út, læknir, kallaði Simpson gegnum skráargatið. — Hversvegna ertu að fela þig fyrir mér, — Delaney? Þá heyrðu þau að lyklinum var snúið. Simpson deplaði augunum til fröken North. — Hvað sagði ég? Þetta bregzt aldrei. Litli maðurinn stakk nú höfð- 1 inu fram í dyragættina. — Þarna ertu þá, sagði Simp- son glaðlega. — Ég er búinn að leita þín um alla borgina. Ég er nefnilega með góðar fréttir, mjög góðar fréttir. Foster Reynolds liggur í bílnum þarna úti. Bund- inn á höndum og fótum. Hvað segirðu við því? Þetta var hræðilegt. Fröken North þekkti þetta atriði úr 23. bindi „En Reynolds var ekki dauður“, og hún þoldi ekki að hlusta á sin eigin orð endurtek- in á þennan hátt. Henni hafði ekki verið það ljóst fyrr hve lé- legur rithöfundur hún var. Henni létti mikið þegar lækn- irinn yfirgaf húsið í fylgd með hinum trygglynda Delaney — þótt þeir hefðu þó nokkuð af sjálfsvirðingu hennar með sér. — Gefið mér glas af koníaki, sagði hún við fröken Baxter, — ég er sannarlega í þörf fyrir hressingu. — Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir yður, sagði stofu- stúlkan í meðaumkunarróm. Einmitt vegna þess að hún hafði verið viti sínu fjær af hræðslu, vildi fröken North ekki tala meira um þetta. — Það var ekki svo slæmt, sagði hún kæruleysislega. — Það var eiginlega nokkuð athyglis- vert. Hún tók glasið sem fröken Baxter rétti henni og sagði: — En þetta er nú yfirstaðið, og ég held að þér ættuð að sinna störf- um yðar, Sally. Stofustúlkan var móðguð á svipinn þegar hún trítlaði fram á ganginn. — Náið í skrifblokkina yðar, sagði fröken North við einkarit- ara sinn. — Ég þarf að skrifa nokkuð til minnis. Það er auð- vitað ekki hægt að nota svona atburði í skáldsögu, en það gæti verið gaman að minnast þeirra þegar ég skrifa endurminningar mínar. — Það liggur í augum uppi, fröken North, sagði einkaritar- inn og bjó sig undir að skrifa niður. — Geggjaður maður, dulbúinn eins og .... byrjaði fröken North. Fröken Baxter leit á hana og beið eftir framhaldi. — Ó, nei.... nei, það getur ekki verið satt! — Hvað? spurði einkaritarinn undrandi. — Ég talaði við hann! — Hvern? — Foster Reynolds. — Töluðuð þér við Foster Reynolds? — Brjálaði maðurinn hringdi til hans, og ég talaði við hann. Rödd hennar var orðin skerandi skræk. Fröken Baxter lagði höndina 16. tbl. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.