Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 19
var kápa, úlpa og krakka- peysur. Þegar þvotturinn var orðinn þurr, ætlaði ég að taka hann inn, en þá var komið flóð og flaut allt í kringum snúrurnar, svo að ég komst ekki að þeim, nema vaða út að þeim. Því fór ég heim og náði í stíg- vél. Þegar ég kom aftur, var bátur kominn að snúrun- um. Ég lagði af stað út að þeim, en þá endastakkst báturinn yfir snúrurnar og setti þær á kaf. Báturinn fór líka á bólakaf, en upp úr stóð íslenzki fáninn, og sökk hann aldrei. í því komu 3 menn, sem fóru að tína þvottinn upp úr sjón- um og rétta mér. Ég var komin út að snúrunum og farið að flæða upp fyrir stígvélin, en þvotturinn var alveg þurr þótt snúrurnar hafi verið á kafi. Með þökk fyrir birting- una. KGHS. Mér segir svo hugur um, að einhver nákominn þér stundi s.iósókn og hafi ekki orðið vel ágengt það sem af er þessu ári. En ég vil ráða draum þinn fyrir betri aflabrögðum, betri atvinnu oo- góðum tíðind- um þér til handa. BLÖM, BÆKUR OG HAMINGJU- ÖSKIR Kæri draumráðandi! Mér fannst móðursystir mín, sem heitir Jóhanna, koma til min niður í kjall- ara, þar sem ég var að hengja upp blautt hand- klæði og sundbol. Hún færði mér blómvönd; mest bar á rauðum blómum, en örfáum öðruvísi litum. Ég geng með vöndinn upp stigann, upp á fyrstu hæð, og á leiðinni las ég á kort- ið sem fylgdi með. Þar stóð eitthvað á þessa leið: Við óskum þér innilega til hamingju. Með þessu fylgdu einnig pakkar og í hverjum pakka var eitt bindi af al- fræðiorðabók. Mörg nöfn voru skrifuð undir, sem ég ekki man. Mér fannst þess- ir pakkar vera uppi í mínu herbergi sem er á annarri hæð. Húsið er tveggja hæða með kjallara. Með fyrirfram þökk. Lína Langsokkur. Það er mjög erfitt að sjá fyrir hverju þessi draumur er, en þó telst mér til, að þú munir verða fyrir ein- hverju óvæntu happi mjög bráðlega. Hins vegar benda hamingjuóskirnar til ein- hverrar armæðu, þannig að þú skalt vera við öllu búin. DAUÐINN I KIRKJUNNI Kæri draumráðandi! Mig dreymdi um daginn, að það væri verið að flytja kirkju hingað í þorpið (ég á heima á Suðurnesjum). Ég og bekkjarsystkini mín fórum fyrstu fjögur skipt- in í kirkjuna. Mér fannst vera lítið herbergi inn af kirkjuskipinu og inn í þetta herbergi fór alltaf ein stúlka í byrjun hverr- ar messu. Að guðsþjónustu lokinni var svo stúlkan látin. f fjórða skiptið fannst mér ég fara úr messunni og inn í herberg- ið til að reyna að grafast fyrir um dánarorsökina. Sé éq þá hvar ein skólasystir mín engist sundur og sam- an af kvölum og svo deyr hún. Gætir þú ráðið þennan draum fyrir mig, því að ég er hálf-hrædd við hann. Draumadís. Eg lield, að það sé alveg óþarfi fyrir þig að vera lirædd — þó það sé í sjálfu sér eðlilegt — því þessi draumur er heldur fyrir góðu en hitt. Þó er ekki alveg útséð um það og muntu eiga von á einhvcrj- um alvarlegum tíðindum í nánustu framtíð; jafnvcl tilkynningu um dauðsfall. Sennilegast þykir mér þó, að þessi draumur hafi orð- ið til er þú varst að vakna .— nokkurs konar martröð. KIÓLAR LAUGAVEGI 59 SÍMI 18646 ____________________J ferðaskrif stola bankastrati 7 símar 16400 12070 II ferðir Skipuleggjum IT. ferðir. Einstaklingsferðir ó hópferðakjörum. Ákveðið brott- farardaginn þegaryðurhentar, við sjóum um alla fyrirgreiðslu. ferðirnar sem fólkið velur 30. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.